— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/05
AUGLÝSING!

Vil bara benda áhugasömum á að ég hef í huga að ráða nýjan keisara og geta áhugasamir sótt um á þræðinum Keisari óskast á Baggalútíu. (fékk villumeldingu frá andsk. brakinu hans Billa þegar ég reyndi að ýta á URL).

Viðkomandi þarf að vera ýmsum góðum kostum búinn (verður ekki gefið upp hvaða kostum fyrr en eftir ráðningu) og þegar er búið að útiloka nokkra... En öllum er frjálst að sækja um og öllum verður svarað!

Athugið að aðilar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

   (37 af 114)  
1/11/05 03:01

Tigra

Öllum kynjum?
Hvað eru þau mörg?

1/11/05 03:01

krumpa

Hérna? Það er aldrei að vita. Reikna með að þau séu þrjú eða fjögur...og svo auðvitað Vímus.

1/11/05 03:01

Billi bilaði

Sökum væntanlegra hugrenningatengsla við hann nafna, þá ætla ég ekki að sækja um.

1/11/05 03:01

Rauðbjörn

Í íslensku eru þau þrjú og heita: Hk., kk. og kvk.

1/11/05 03:01

Herbjörn Hafralóns

Keisara! Hvar er Mikill Hákon?

1/11/05 03:01

krumpa

Kíktu bara á þráðinn Herbjörn - Hákon er týndur, ég er á hápunkti lífs míns kynferðislega og get ekki endalaust verið grasekkja!

1/11/05 03:01

Þjóðólfur

Nú? Ég hélt þú værir innan við sextugt.

1/11/05 03:01

Ríkisarfinn

Hvar á að sækja um ?

1/11/05 03:01

krumpa

Á keisaraumsóknarþræðinum á Baggalútíu

1/11/05 03:02

Nafni

Keisari á kynjum skil
kunna þarf á öllum
Krumpu þegar koma til
kenndir fyrir göllum

Káið er káa best.

1/11/05 03:02

krumpa

Stórkostlegt! Ætlarðu að sækja um?

1/11/05 04:00

Jóakim Aðalönd

Ég ætla ekki að sækja um. Ekki svo að skilja að þú sért ekki kvenkostur hinn mesti. Ég held að það séu varla margar sem standast þér snúning. Ég bara vil ekki stofna til sambands. Það hefur bara slæmar afleiðingar í för með sér.

1/11/05 04:00

Vímus

Hér stefnir greinilega í harða valdabaráttu. Sjá síðustu hugrenningar á Vanþakklæti.

1/11/05 04:00

krumpa

Æi, frændi, það er nú leiðinlegt. Held þú myndir einmitt sóma þér vel í starfinu!

1/11/05 05:00

Gillaume Bastart

Jeg hlýt að eiga tilkall til krúnunnar, mín kæra.. ;)

1/11/05 05:00

krumpa

hmm...skaffarðu vel? Og treystirðu þér til að uppfylla alla mína óra?
Þú verður bara að sækja um eins og aðrir elskulegur, hér er ekkert sjálfgefið! En jú, væntanlega hefurðu eitthvurt forskot á aðra hér...

1/11/05 05:00

krumpa

Ps. Heittelskaður, það er líka laus staða yfirgraðfola í karlabúri keisaradæmisins!

1/11/05 05:01

krumpa

Ps. því miður þá eru broskallar og aðrar svigaverur sem ætlað er að tjá djúpar og sannar tilfinningar ekki vel liðnar hér (þó að mér finnist þær krúttleg rassgöt).

1/11/05 05:01

Gillaume Bastart

Jeg skal láta af notkun svigavera í mínum texta hér með. Hvert er yfirleitt hlutverk yfirgraðfola í karlabúri? Jeg hefði haldið að það væri einskonar yfirmannastaða og í starfinu fælist meðal annars skipulagning á hinum graðfolunum. Eins og nærri má geta, þá kæri jeg mig lítt um slíkt starf og mun ekki sækja um þá stöðu. Góðar stundir.

1/11/05 05:01

krumpa

Nú? Hvað er að slíkri stöðu?
Yfirgraðfoli hefur einn aðgang að mér - á laugardögum! Og fær að fara með mér í IKEA á sunnudögum. Yfirgraðfoli er auðvitað karlabúrsvera nr. 1 - og þarf ekki að sæta misnotkun af hendi lagskvenna minna - heldur er í minni einkaeign. Hljómar þetta ekki vel? En...enn sem komið er hefur þú ekki sótt um eitt einasta embætti á umsóknarþræðinum svo að ég mundi halda væntingum mínum í lágmarki!

1/11/05 05:01

krumpa

ps. þetta er gríðarlega eftirsótt staða sko...

1/11/05 05:01

krumpa

Raunar vantar ekki bara menn í karlabúrin - mig vantar líka vaska sveina til skyttustarfa í hinum keisaralegu aftökusveitum - en svo virðist sem gömlu skytturnar þar hafi skotið hver aðra og horfið af vettvangi...

1/11/05 06:01

Offari

Ég sé það.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.