— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/05
Ég var líka að pæla....

....í því hvort það væri óhætt að koma aftur. Sé að svo er líklega ekki.

BBÍB

   (42 af 114)  
31/10/05 11:02

krumpa

Vil samt þakka þeim fjölmörgu sem hafa látið hlý orð falla í minn garð - maður fylgist nú vitaskuld með ykkur þó að maður sé horfinn af vettvangi. Lifið heil!

31/10/05 11:02

Offari

Velkomin aftur ég saknaði þín.

31/10/05 11:02

Herbjörn Hafralóns

Það borgar sig alltént ekki að koma aftur til þess að lesa nýjustu félagsritin, ég verð að segja það.

31/10/05 11:02

krumpa

Mæl þú manna heilastur Herbjörn - held ég salti heimkomuna enn um sinn.

31/10/05 11:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku besta Krumpa Kristján IX er farinn .Ef það er ég sem fer í taugarnará þér þá get ég tekið mér sumarfrí í smá stund enn vert þú vina endilega áfram

31/10/05 11:02

krumpa

Elsku GEH - hvernig gætir þú hugsanlega farið í taugarnar á einhverjum? Ljóðin þín eru eini ljósi punkturinn í félagsritum síðustu daga. Þetta eru kannski meira svona neikvæðir heildarstraumar sem héðan berast...ef þið skiljið mig...

31/10/05 11:02

Offari

Bræðurnir þurfa ekki að taka sér frí. ég skal reyna að vanda mig betur.

31/10/05 11:02

Anna Panna

En þú kemur á árshátíðina, er það ekki?!

31/10/05 11:02

krumpa

Nebb - þann 11. nóv sé ég fram á að vera í dúndrandi fýlu (eða bara að drukkna í verkefnum) - tíminn hentar mér sumsé ekkert afbragðsvel - en vil samt ekki afskrifa neitt ennþá... (vá, sé að það er nákvæmlega ekkert innihald í þessu svari mínu...)

31/10/05 11:02

Þarfagreinir

Velkomin aftur. Ég skal vernda þig ef það verður eitthvað vesen. Ég hef mikla reynslu af buffunum á óæskilegum einstaklingum.

31/10/05 11:02

Haraldur Austmann

Er þetta miðilsfundur?

31/10/05 11:02

Nafni

Já pældíðí maður....

31/10/05 12:00

Haraldur Austmann

Ég meina, hérna opinberast horfinn félagi og talar um neikvæða strauma. Spúkí.

31/10/05 12:00

Galdrameistarinn

æ hvað er gott að sjá þig krumpudýrið þitt.
Saknaði þín.

31/10/05 12:00

Nafni

Þetta er eins og að dífa tánum ofan í kar af köldu vatni, fá hroll og hætta við baðið. En eins og allir vita hitnar baðvatnið ekkert þegar bara setið er við karið og starað á yfirborðið. Það verður að láta heitt vatn renna í karið aftur.

Komdu aftur Krumpa mín
kalt er vatn í baði
Orða þinna yndis rín
eykur vora geldu sýn

31/10/05 12:00

Upprifinn

Hvað þurfum við að gera til að þú komir aftur?

31/10/05 12:01

Skabbi skrumari

Þú hefur nú oft komið með betra félagsrit en þetta...

31/10/05 12:01

Jóakim Aðalönd

Hvað þýðir BBÍB?

31/10/05 12:01

Þarfagreinir

Bilað Bless Í Bili?

31/10/05 12:01

Heiðglyrnir

Krumpa mín, við höldum virkinu...Vona að þú sért ekki í fýlu út í Riddarann hmmm..... Svona samt til öryggis.... Fyrirgefðu allt sem Riddarinn hefur gert á þinn hlut mín kæra.

31/10/05 12:01

hlewagastiR

Það væri mikill missir að missa þig vina, þú skrifar hér mörg skemmtileg rit og hefur djúpstæð áhrif á hugarfar okkar, ég er tildæmis farinn að vaska upp og skúra fyrir konuna mína. Þetta rit hefði samt hentað betur sem nýr þráður. Velkomin vina :)

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.