— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 10/12/05
RESÚMEI

Undirrituð - reyndar ofanrituð - er að leita sér að starfi. Þar sem lítið er um auglýsingar á starfsviði undirritaðrar sendir hún umsóknir í allar áttir. Það er flóknara en það virðist að gera resúmei en þar sem mér tókst að bögglast í gegnum það (árangurinn reyndar ekki kominn í ljós) datt mér í hug að gefa ykkur smá leiðbeiningar...


(Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að hafa mynd. Myndin þarf að líta út fyrir að vera af traustri, gáfaðri og elskulegri manneskju).

Nafn : Krumpa
kt. 666999-6669
Heimili : Keisarahöllinn
Sími : 6666666

Virðingarfyllst,
Krumpa.

Gangi ykkur svo vel - þið gerið bara svona eins og ég en passið ykkur að taka út athugasemdirnar sem eru inni í svigunum - þær eru meira bara svona til leiðbeiningar....

   (58 af 114)  
2/12/05 01:01

Dr Zoidberg

Magnað, þegar eitthvað losnar hjá heibrigðisráðuneitinu ert þú örugg um vinnu.

2/12/05 01:01

Tigra

Haha. Þetta er magnað.
En segðu mér Krumpa... ertu búin að vera að ljúga til um aldur þinn?!
Þarna segiru að þú sért fædd 1999!
Og ég sem hélt að fæðing þín hefði verið 2004!

2/12/05 01:01

krumpa

Það er nú galdurinn við gott resúmei! Hvað er satt...og hvað logið? úhúhú...

2/12/05 01:01

Dalai Lama

Ég saknaðe kafla öm kenhneigð og perversjóner...

2/12/05 01:01

Þarfagreinir

Ég vil gera athugasemd við kennitöluna á grundvelli þess að vartala hennar er röng. 9. tölustafur kennitölu er reiknaður út frá hinum 8 á undan samkvæmt reikniaðferð sem útlistuð er hér: http://www.hagstofa.is/?PageID=1474

Samkvæmt þessu ætti vartalan í þinni kennitölu að vera 11 - ((6 * 3 + 6 * 2 + 6 * 7 + 9 * 6 + 9 * 5 + 9 * 4 + 6 * 3 + 6 * 2) mod 11) = 5, en þú gefur hana upp sem 6. Nálægt en ekki alveg rétt.

Hvernig útskýrðu þetta, ha? Ha?

2/12/05 01:01

Tigra

Vá.. ég vissi að Þarfi væri veikur... en ekki að þetta væri komið á þetta stig!

2/12/05 01:01

Isak Dinesen

Gott rit eins og venjulega. Ég veit að margir skila inn resjúmi af svipaðri tegund, þar sem því er logið sem ekki er ýkt. Þá hafa margir þá tilhneigingu að gefa upp það sem búast má við af öllu venjulegu fólki. Dæmi:

Dönskukunnátta: Hef fína þekkingu á dönsku en tala hana ekkert sérstaklega (lærði dönsku í grunnskóla)
Hreinlæti: Hreinsa mig reglulega með sápum og heitu vatni.
Aðrir hæfileikar: Get kveikt eld og rekið burt villt dýr með öskrum. Hef þumal á báðum höndum.

2/12/05 01:01

krumpa

ójá - ég hafði bara ekki hugmynd um þetta - fólk sem veit svona er bara... En - eins og ég sagði þá er ég svegjanleg - svo væntanlegur vinnuveitandi má bara velja kennitölu!

(þakkar guði fyrir að Þarfi rak ekki augun í ónákvæmt heimilisfangið...).

2/12/05 01:01

krumpa

HAHA Isak!
Ég gleymdi reyndar óvanalega hæfileikanum mínum - en ég get sett allan hnefann upp í mig! Er ekki að tala um einhverja putta - heldur heilan krepptan hnefa! Ég sé það núna að þessi hæfileiki gæti nýst víða í atvinnulífunu... gat líka einu sinni sett fæturna upp fyrir aftan hausinn...

2/12/05 01:01

Offari

Þú ert ráðin.

2/12/05 01:01

Ívar Sívertsen

Spillingaráuneytið vantar einmitt manneskju eins og þig!

2/12/05 01:01

Bangsímon

Um að gera að hafa gott resúmei því ef það er slæmt þá kemst maður ekkert í viðtal og ef maður kemst ekki í viðtal þá kemst maður ekki neitt. Þetta var ég einmitt að læra bara rétt áðan í atvinnuviðtali. Og þið getið verið alveg viss um að vartalan í minni kennitölu sé rétt!! (kt: 111111-1119)

2/12/05 01:01

Jarmi

Annaðhvort ertu með litla hnefa eða stóran munn. Já eða blöndu af báðu... sem væri soltið fríkí.

2/12/05 01:01

Nermal

Þín bíður skrifstofustarf hjá einhverju ráðuneytana. Værir gott efni í ráðherra

2/12/05 01:01

Grýta

Smellin ertu krumpa!

2/12/05 01:02

Anna Panna

Tungumálakunnátta þín er afar tilkomumikil, þú getur eflaust fengið starf við þýðingar bíómynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga (það getur alla vega ekki versnað miðað við hvernig þetta er í dag...)

2/12/05 01:02

Kondensatorinn

Þetta ber vott um snilligáfu.

2/12/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Þú færð því miður ekki vinnu hjá mér, þar sem hæfni þín er allt of mikil. Auk þess ertu ekki í Flokknum.

2/12/05 01:02

Vladimir Fuckov

Þjer gætuð augljóslega labbað inn í hvaða starf sem er í áróðursmálaráðuneytinu. Skál !

2/12/05 01:02

ZiM

Taka út leiðbeiningarnar í svigunum, hmm. Það er það sem ég hef verið að gera vitlaust.

10/12/05 06:01

krumpa

hmmm......skrítið - félagsritið - eða megnið af því bara dottið út....huh....

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.