— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 2/11/04
Pervertismi, hjóm og yfirborðsmennska!

Veit að eftir þennan pistil verð ég sennilega að fara huldu höfði og segja mig úr samfélagi mannanna (amk hér á Íslandi) en ég bara get ekki þagað - verð að blása út svo að ég geti farið að læra...

Ef dóttir mín færi á alþjóðamót í boccia eða sérvéttubrotum eða eðlisfræði þá mundi ég fylgja henni á hjara veraldar, styðja hana með ráðum og dáð. Ég mundi vera stolt af henni og finnast hún vera mér til sóma.

Ef hún hins vegar mundi vilja dilla bossa og brjóstum framan í gamla perrakalla og úrkynjaðar kellingar sem eru ekkert nema skurnin ein - tjah, þá væri hún á eigin vegum!

Ég horfði á Herra Ísland um daginn. Hefði nú haldið að það væri ekki leiðinlegt að sjá tuttugu stráka striplast um - en raunin var önnur. Ég rann ekkert til í stólnum og þeir höfðuðu bara ekki á neinn hátt til mín. Fór að hugsa þetta og komst að því að ég - sem kona - vil KARLMENN en ekki stráka. Fannst þetta allt hálfkjánalegt bara. Ef hins vegar þið vitið af tuttugu stæltum körlum um þrítugt - körlum sem hugsanlega eru búnir að koma sér upp örðu af persónuleika og hafa áorkað EINHVERJU í lífinu - hóið þá í mig og ég kem!

Varð að horfa á brot af ungfrú Alheimi - nafnið eitt er rugl! Hvernig getur karlkyns hugtak verið ungfrú? Og er ég ekki í Alheiminum? Má ákveða fyrir mig hvað mér finnst fallegt? Hvernig getur einhver verið fulltrúi minn með því að brosa - alltaf sama stífa tanngarðsbrosinu - og spranga um á brjóstahaldara? Á ég að finna til stolts? Ég á sjálf flottan haldara sem ég get bara sprangað á! Ef Íslendingur vinnur hins vegar sundmót eða Bocciamót - eða yfirhöfuð eitthvað sem er einhvers virði - þá finn ég til stolts!
Er semsagt núna með þennan skrípaleik í imbanum - á silent - og ég er ekki kát.

Ókei, þú ert bara feit og ljót og öfundsjúk að komast ekki í svona keppni - gætuð þið sagt. En óekki - ég er mjög sæt - sjá mynd!

Ég var líka einu sinni átján - þá var ég tólf kíló og með sixpakk - ég var með sítt, liðað hár og hreina og fallega húð. Stelpur um tvítugt eru bara sætar! Af hverju ættu þær ekki að vera það? Ekki eins og barneignir, uppeldisstörf eða vinnuálag sé almennt að sliga þær. En átján ára stelpa á að geta verið sæt án þess að púla mánuðum saman í ræktinni, án þess að vera með gervineglur, gervibrúnku, hárframlengingar, sílikon og guð veit hvað mörg kíló af guð veit hverju á trýninu. Átján ára stelpa er sæt bara með því að vera hún sjálf. Að dubba þessi stelpugrey upp og klæða þær eins og konur - eins og lífsreyndar heimskonur - er í besta falli dapurlegt - og jaðrar að mínu viti við barnapervertisma.
Eru þessar stelpur svo eitthvað sætari en aðrar stelpur? Það er, án allra hjálpartækjanna? Eða er eitthvað óhuggulegt sem dylst bak við málninguna og sílikonið?

Skil ekki hvernig svona keppnir geta orðið nokkrum til góðs - sjáið bara hvernig hefur farið fyrir síðasta þjóðarstoltinu okkar í þessari keppni!
Og ég er virkilega miður mín yfir því að fullorðnir og ,,þroskaðir" karlmenn skuli vera slefandi yfir stelpum niður í 17 ára gamlar!

Ef þetta væru konur sem hefðu einhverju áorkað í lífinu - konur með þroskaða fegurð (amk konur sem væru fullvaxnar) - og matið færi fram á grundvelli einhvers skynsamlegra en bossadills - ja, þá væri ég á fremsta bekk! Ef þetta væru konur sem EITTHVAÐ hefðu að segja og gætu hugsanlega látið þennan kjánalega titill leiða til einhvers góðs fyrir ALHEIMINN...

Af hverju eru femininstar (og annað hugsandi fólk) ekki búnir að drepa þessa keppni? Vil samt taka fram að smástelpur mega alveg - ef þær eru nógu glærar til að kæra sig um það - glenna bossa og brjóst með dilli - og skarta persónuleikalausum frosnum brosum sem aldrei ná til augnanna - mín vegna. Ég óttast bara að eftir úrslitin í dag verði ekki flóafriður fyrir þessari óværu.
Og okkur sem gengur SVO vel að gleyma heimsmetum fötluðu íþróttamannanna okkar! Sennilega hafa þeir bara ekki jafnmikið til brunns að bera.....hósthóst.

   (62 af 114)  
2/11/04 10:02

Þarfagreinir

Titill þessa félagsrits náði óskiptri athygli minni, og hún hélst óbreytt allan lesturinn. Þetta eru sterk orð, en eiga fullan rétt á sér. Ég er algjörlega sammála því sem hér kemur fram, og skil einfaldlega ekki forsendurnar fyrir tilvist keppna á borð við þessar í samfélagi sem sagt er vera siðað.

2/11/04 10:02

Kroppinbakur

Mér er alveg sama um þetta. En eitt finnst mér alltaf svolítið skrítið. Konur grenja og orga um svona sýnigar og tala alltaf (eins og venjulega) eins og þessar stelpur séu einhver fórnarlömb. Er það staðreynd að þessar stelpur séu svo fjallheimskar að þær ákveði þetta ekki sjálfar heldur séu leiksoppar vondra karla? Ef við ætlum að þykjast styðja frjálst samfélag þar sem hver og einn gerir það sem honum sýnist (innan ramma laganna) þá verðum við líka að hafa þann þroska að umbera þá sem aðhafast eitthvað sem er okkur á móti skapi. En nú fæ ég mér bjór og ætla út og finna einhverja "góða" konu sem sér aumur á mér. Lifið heil.

2/11/04 10:02

krumpa

Kæri Saurpoki! Hefur þú tekið þátt í fegurðarsamkeppni? í það minnsta tókst þér að misskilja mig. Var alls ekki að segja að þessar stelpur væru fórnarlömb - ég er fórnarlambið að þurfa að horfa/hlusta/ræða um þessar keppnir!
Var bara að koma á framfæri þeirri skoðun minni að keppni sem er byggð (einvörðungu) á jafnafstæðu hugtaki og matskenndu og fegurð er geti varla átt rétt á sér. Hvað þá þegar á engan hátt er byggt á útgeislun eða persónuleika - að mínu mati er fólk ekki ,,fallegt" fyrr en það býr yfir einhverjum lágmarksþroska eða reynslu. En...hverjum þykir sinn fugl fagur ... þó hann sé yfirborðskennt og gervilegt stelputryppi.

2/11/04 10:02

krumpa

Ps. Kæri Þarfi - alltaf kemur þú með jafnskynsamlegar athugasemdir. Þú veist svo að annar helmingur rúmsins er laus...nú þegar Heittelskuðum hefur verið sparkað í sófann.

2/11/04 10:02

Þarfagreinir

[Hrökklast afturábak og hrasar við]

Nú er mér aldrei þessu vant orðavant ...

2/11/04 10:02

Nornin

Hey... og nú fyrst getum við farið að andskotast yfir þessu fyrst að UB er orðin ungfrú heimur [bölsótast].
Það á ekki eftir að verða líft í þjóðfélaginu fyrir fegurðardýrkun næstu daga/vikur.
Muniði hvernig þetta var þegar Linda vann? Íslendingar fylltust upp til hópa mikilmennskubrjálæði og stimpluðu sig fallegustu þjóð í heimi.
Nú byrjar darraðadansinn upp á nýtt.

2/11/04 10:02

krumpa

Jamm - það verður ekki líft - gott að ég er í prófaeinangrun fram yfir próf!
Grátlegast er bara að ef hún hefði verið að vinna alvörukeppni - í boccia, pönnukökubakstri eða hjólabrettafimi - þá mundi ég samgleðjast innilega. En hvílík vitleysa! Hey Norn, þú ert sætust í heimi! Til hamingju með titilinn!

2/11/04 10:02

Kvartan S. Áran

Ég er sammála Krumpu um þessa útlitsfegurðardýrkun sem tröllríður öllu hér.
Annars held ég að það sé ekkert ósvipað með konur og bíla.
Bíll getur verið fallegur að utan þó innréttingin sé meingölluð.
Ég vil frekar eiga og aka um á ljótum bíl en þægilegum heldur en fallegum bíl og óþægilegum.
Þessi skoðun á samt ekki hljómgrunn heima hjá mér í Hnakkville.
Þess vegna á ég enga vini.

2/11/04 10:02

Offari

Ísland best í heimi.! Skál. Ég ætla nú ekki að bera á móti því að þessar kroppasýningar séu fáránlegar. En er hinsvegar stoltur þegar landa mínum vegnar vel og þá vil ég helst nefna Björk sem hefur rækilega slegið í gegn. Músík hennar höfðar ekki til mín en velgengnin höfðar til mín.
Verum stolt af löndum okkar.. Ísland best í heimi. Punktut basta. Takk.

2/11/04 11:00

dordingull

Heyrðu mig nú, eru ekki allir staðlar tilbúnir?
Hún var að keppa í fegurðarkeppni þar sem fegurð keppenda er metin eftir fyrirfram ákveðnum reglum rétt eins og í öðrum keppnum.
Boccia,sund eða blómaskreytingar allt hefur sínar reglur sem keppt er eftir.
Í þeirri keppni sem hún tók þátt í giltu ákveðnar reglur, staðlar og viðmið sem keppt var eftir og hún vann! VARÐ HEIMSMEISTARI!!! ---HÚRRA!!

2/11/04 11:00

Nermal

Fegurð er mjög svo afstætt hugtak, og þannig séð mjög undarlegt að keppa í henni. En Unnur er falleg stúlka og sem Miss World mun hún sinna hinum ýmsustu góðgerðarmálum. Ég held að þessi stelpa sé engin bjáni þó fagurt sé skinnið. Annars er íslenskt kvennfólk upp til hópa mjög fallegt.

2/11/04 11:00

krumpa

Nei - er ekki sammála þessari röksemdarfærslu. Fegurð er afstæð - ef þú vinnur tam sundmót þá er ekkert afstætt við það ef þú ert tíu sekúndum á undan næsta manni!
Finnst líka bara furðuleg hugmynd að einhver geti ,,keppt" í fegurð - einhverju sem er matskennt og afstætt og byggir ekki á neinum hæfileikum. Sorrí - ég er bara ekki að kaupa þetta. Af hverju ekki þá keppni í limlengd? Það væri í það minnsta gaman að horfa á - það er eiginleiki sem líka byggir bara á heppni og erfðum og það sem meira er - hægt er að nota málband svo að ekkert AFSTÆTT mat eða heimatilbúnir staðlar þurfa að koma inn í.

2/11/04 11:00

Nornin

Takk fyrir að krýna mig Krumpa, það hefur verið erfiðast að láta titilinn af hendi [brestur í fegurðardrottningargrát]

Offari: Ég er líka ákaflega stolt af Björk. Hún hefur HÆFILEIKA. Ég þekki UB náttúrulega ekki baun, en hún var ekki að fara í þessa keppni vegna þess að hún sé svo ótrúlega góð sál eða rosalega fljót að hlaupa.
Hún og allar hinar eru að láta dæma sig af hversu snoppufríðar þær eru... og mér finnst ekki vera hægt að keppa í því.
Fegurðarmat okkar er svo ólíkt eftir því hvaðan við komum. Menning og bakgrunnur hvers og eins hefur áhrif á fegurðarmatið og því er ekki (fræðilega séð) hægt að keppa í þessu.

2/11/04 11:00

feministi

Mikið djöfull er ég sammála þér og ég gef ekki tíkall fyrirþetta s.k. "góð málefni" kjaftæði. Fegrunariðnaðurinn veltir grilljónum og það eru hreinir viðskipahagsmunir sem halda svona keppnum á lífi. Ungfrú háreyðingarkrem og herra ljósatími munu þó væntanlega kætast

2/11/04 11:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk Krumpa!

2/11/04 11:00

krumpa

Takk feministi og Norn - einmitt það sem ég vildi sagt hafa!
Vil svo bar bæta því við að þið eruð sætastar...í mínum augum - og þá krýni ég ykkur hér með! Aftur...

2/11/04 11:00

Jóakim Aðalönd

Alveg er ég sammála þér kæra krumpa. ,,Fegurð" kemur ekki síður innan frá en utan. Ef ég er spurður um hvort hin og þessi stelpan er falleg, svara ég: ,,Ég veit það ekki. Ég þekki hana ekki."

Ég vil einnig nefna það að ég er ekki hrifinn af tónlist Bjarkar Guðmundardóttur og sýti þess vegna velgengni hennar og finnst að hún eigi þessa athygli ekki skilið. Hún var ágæt með Tappa tíkarrass, en eftir það frekar slök.

Ég þoli heldur ekki þegar útlendingar nefna hana til nafns þegar ég segist vera frá Íslandi hérna úti. Mér finnst miklu betra þegar fólk nefnir Eið Smára til sögunnar. Hans velgengni hefur virkilegan bakgrunn; ekki eitthvað sönglsull sem ekki er hlustandi á.

Að lokum vil ég líka segja að mér finnst Margaret Thatcher einhver þokkafyllsta kona sem ég veit um. Afrekin sem hún hefur unnið, fólkið sem hún hefur drifið með sér af persónutöfrum einum saman og sú staðreynd að hún hefur slíkan persónuleika að Rússarnir kölluðu hana ,,Járnfrúna" eru nægar ástæður til að ég myndi kikna í hnjánum í návist hennar. Ekki spillir heldur að hún sé íhaldssöm...

[Syngur af gleði]

2/11/04 11:00

krumpa

Æi, elsku frændi . þú fórst eiginlega alveg með það þegar nú nefndir MÖGGU, en í það minnsta hefur hún karakter!

2/11/04 11:00

krumpa

Til að slá botninn í þetta af minni hálfu - þarf að snúa mér að skruddunum - vil ég bara segja þetta, og ítreka þannig það sem Nornin sagði áðan:

Mér finnst tónlist Bjarkar ekkert spes, hún getur hins vegar samið lög og raulað og gaulað. Það get ég ekki. Því er í lagi að vera stolt af henni og líta á hana sem fulltrúa landsins út á við.

Eðlisfræðikunnátta mín er döpur. Því get ég verið stolt af þeim sem halda utan að keppa í eðlisfræði. Það get ég ekki.

Eiður Smári er flinkur að elta leðurtuðru. Það er ég ekki. Hvað sem mér finnst um hann persónulega get ég því verið stolt af árangri hans.

Ef ég ætla að synda sekk ég iðulega til botns. Það gerir Örn Arnarson ekki. Því get ég verið stolt af honum sem fulltrúa lands og þjóðar.

Allt þetta fólk hefur hæfileika á sínu sviði.

Ég get hins vegar farið í ljós. Ég er bæði með brjóst og bossa og á fullt af fínum nærfötum. Þá er ég búin að æfa bros sem sýnir allar 32 tennurnar og nær svo sannarlega ekki til augnanna eða sálarinnar. Yfir hverju á ég þá að vera stolt? Hvert er afrekið?

Góða nótt...

2/11/04 11:00

Jóakim Aðalönd

Jæja, okkur greinir þá greinilega á um Möggu frænku. Ég var að sjálfsögðu ekki að tengja hana við neitt kynferðislegt, en ég hef mikið dálæti á þeirri merkilegu konu sem skaraði fram úr á sínum vettvangi.

Af afrekum fólksins sem þú nefnir vil ég segja eitt: Afrek meðal jafningja sem eru mælanleg, svo sem íþróttaafrek, skor í eðlisfræðikeppni eða því um líkt verður ekki hrakin. Því er ég stoltur af Kristínu Rós, Erni Arnarsyni og fulltrúum okkar í stærð- og eðlisfræðikeppnum á alþjóðlegum vettvangi. Hins vegar eru afrek Bjarkar eingöngu afrakstur markaðssetningar og þeirrar staðreyndar að ,,tónlist" hennar fellur í kramið hjá almúganum (sem hefur frekar illa ígrundaðan tónlistarsmekk, sbr. vinsældir Breiðnýjar Spjóts). Það er ekki mælanlegur eða vísindalegur árangur og hefur Björk Guðmundardóttir því ekki mína virðingu fyrir hennar afrek.

Góðar stundir.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

hér finnst mér ég vera koma heim..ég er sófakartafla eins og þið elsku systur, ég er alvaru kona sem klípandi er í :), ver að felagsritin hennar prumpu hun rular hun er á moti öllu sama og ég.
hun er á moti enelti, gisla marhnut, fallegum ömurlegum og hemskum fegurdardrottum sem eru allta í raktinni og æfa og svelta sig þetta er óðlilegt þær þurfa ikkert a´hafa fyrir hlutnum.
svo er bara hort framhá sona sófakartöflum ens og okkur og við sem eru falleasr að inna frá ömurlett. þoli ekki sona heim. dyrka klumpu og normu og femmlista (islaslkan min er ekki god:)

2/11/04 11:00

krumpa

hvað meinar þú? Við Nornin og Feministi erum stórglæsilegar konur. Það er ekkert að því að vera fallegur og við erum alger gull!
Það réttlætir hins vegar ekki það að við séum hlutgerðar eða förum að keppa okkar á milli! Við erum bara frábærlega fallegar og sjarmerandi - á okkar hátt!

2/11/04 11:00

Jóakim Aðalönd

Eins og ég sagði: Árangur í fegurðarsamkeppni er ekki mælanlegur eða vísindalegur. Ertu ekki sammála um það prumpa?

2/11/04 11:00

krumpa

Held ég hafi - í þessum 300000 orðum sem sjá má hér að ofan - sagt allar mínar meiningar um þessa ,,keppni"!
Og við erum bara nokk sammála frændi - nema kannski um ,,sjarmatröllið" hana Möggu.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

O þar er kanski malið að allir eru fallegr og godr á sínn hat, lika gisli og fegurardrtnr og domr í fergrsankepni og perversarnir og alli bara, ha er það¿ er þa kanki lika hlfileiki að vera fallgr eins og söngvr, ha er þa malið¿ eg knan eki að singa heldr þar lika ömrlett,

2/11/04 11:00

krumpa

Úfff - hver ert þú annars?
Nei - það er ekki HÆFILEIKI að vera fallegur. Enda hver er bær um að meta hvað er fallegt?
Er hægt að setja formúlu um það? Verður ekki bara hver að meta það fyrir sig? Mér finnst t.a.m. fallegast að vera sköllóttur, freknóttur, með flekkóttar tennur, kartöflunef, útstæð eyru, skúffu, vega 200 kíló og vera 130 cm. Það er MÍN skoðun. Það getur enginn sagt mér að hún sé röng - því hún byggir á MÍNU fegurðarskyni! Ég ætla samt ekki að demba mínu fegurðarskyni yfir heiminn!

Ég skil annars alveg hvað þú ert að fara þarna útsæðið þitt, en reyndu í guðanna bænum að hafa þetta læsilegt.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

ef er bera sófakartafla 27kg+ altaf i enelti o sona, kan eki singa o e ekk glasileg o ekk lasileg, ömulett ömulett. prumpa þu rt domarin þu rular je.

2/11/04 11:00

Nornin

[Flissar góðlátlega að innleggjum Sófakartöflunar]
Þú hlýtur nú að geta stafsett nöfnin okkar rétt elskan, þau eru skrifuð fyrir framan þig!
NORNIN... ekkert M í nafni mínu.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

lika allf sona ömulett eikvað sona merihutr rædur, ömulett e samd ekk alvel vis um að lagr í mannan þin klummr min.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

Útts sorri norn itti a m haha svolr efr sona med enum putti haha afrem sófakartöflur koma i club mín.

2/11/04 11:00

Offari

Stoltir Íslendingar ég hef nú áttað mig á að innlegg mitt hér féll ekki í kramið hjá öllum enda eru mínar skoðannir ekki alltaf teknar allvarlega. Innskot mitt átti að segja að þótt ég sé ekki með sama smekk á útliti tónlis eða öðru þá er ég stoltur að vera Íslendingur. Og allir sem að ná þeim árangri að géta sýnt það að við erum best í heimi eru okkar hetjur og ekki vill ég að lítið sé gert úr ungfrú alheim eða öðrum afreksfólki hér. Þó svo að ég hafi ekki séð þessa umræddu stúlku tel ég að hún sé falleg eins og flestar Íslenskar konur. Afrek hennar ég segi afrek til að æsa Krumpu meira afrekið er landi okkar til sóma þó svo að hér sé verið að keppa í fegurð. Fegurð er ekki nein íþróttagrein frekar en tónlistin og það voru örugglega ekki allir sammála þessum úrslitum. Hinsvegar finst mér fáránlegt að halda fegurðarsamkepnir þar sem þær eru frekar leiðinlegar og margar ungar stúlkur gerast vælukjóar yfir auka kílóinu sem þær telja sig hafa anórexía listarstol og lotugræðgi eru afleiðingar sem oft fylgja svona kepnum. Vandamálið er í haus okkar hér er mannskepnan að klikkast og mun að endanum útrýma sér vegna fíflaláta og rottur munu ná heimsyfirráðum end eru þær ekkert að pæla í svona vitleysu. Ísland best í heimi.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

mann þinnnnnnnnn,

Mér finnst t.a.m. fallegast að vera sköllóttur, freknóttur, með flekkóttar tennur, kartöflunef, útstæð eyru, skúffu, vega 200 kíló og vera 130 cm.

2/11/04 11:00

krumpa

Hmm...sagði aldrei að hann væri fallegastur! Svona lítur bara draumaprinsinn út - þannig að ég er að vinna í málunum...
En mér finnst Offari líka mjög fallegur - enda hefur hann stórfenglega útgeislun og sjarma - þó að hann mundi seint vinna keppnir á því sviði!

Offari : mér sýnist að við séum sammála um flest þannig að þrátt fyrir tilraunir þínar til að æsa mig frekar upp ætla ég ekki að munnhöggvast meir við þig...

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

e er sófakartöfludrotngr o broslig gagnum tarin krumpa e domarin je o sófakartöflu systir min engr okkr elskr.

2/11/04 11:00

krumpa

Veistu, þetta var krúttlegt fyrst en fer að verða þreytandi. Það er eitt að vera ekki skrifandi en annað að hafa bara orðaforða sem telur sautján orð!

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

ja og hugmyndafrædr sem byggstr bara á adr skítr altt og alla ut og nidr. prumpu domar rula.

2/11/04 11:00

Offari

Ég hef annaðhvort gleymt að borga afnotagjaldið eða afruglarinn er bilaður.

2/11/04 11:00

krumpa

Já , sorglegt að hún kunni hvorki að lesa né skrifa, því bak við ruglið glittir í vitglóru.

2/11/04 11:00

Sófakartaflan

kan a skrifr, er ekk islansk, fordoma pakk fordoma þett fordom hitt fordoma krumpa.

2/11/04 11:00

krumpa

Ég ber fulla virðingu fyrir útlendingum en það er athyglivert að miðað við að þú ræður ekki við orð eins og ,,þetta" og ,,ekki" að þá getir þú skrifað ,,kartafla" lýtalaust...

2/11/04 11:00

dordingull

Allt í lagi, blöndum ekki saman því að geta mælt lengd stökks eða annars með málbandi eða klukku og keppni í fegurð.
En í henni er samt alltaf verið að keppa. Ég nefndi blómaskreytingar en hvað með söng og listsköpun af öllu tagi. Picasso málaði myndir sem heimurinn virðist hafa fallið fyrir, mér finnst þær allar ljótar. Sá hinsvegar í sjónvarpi lok á þætti um norðlenska bóndakonu sem ég hafði aldrei heyrt getið en hafði í frístundum búið til styttur og málað. Þær myndir sem þar voru sýndar fundust mér einhverjar þær fallegustu sem ég hef nokkurntíman séð.
Auðvitað er allt fegurðarmat smekksatriði.
En breytir því ekki að ef verið er að keppa eftir áhveðnum reglum og maður vinnur þá er ekki hægt að taka það af manni.
Ef keppt væri í því hver væri með sætustu ístruna efti áhveðnum viðmiðum þá yrði sigurvegarinn meistari í þeirri grein - ekki satt.
Hver svo skoðun mín á svona fábjánalegri og sykursætri sölusýningu á unglingum er, kemur málinu bara ekker við og er önnur saga.

2/11/04 11:00

B. Ewing

Kartaflan náði að skrifa krumpa. Það er strax einhver framför. Nú er bara að þessi spánýja Kartafla leggi sig fram við lesturinn hér og læri réttritun smám saman líkt og Gísli Eiríkur og Helgi. Mánaðarlegar framfarir hans eru stórfenglegar.

2/11/04 11:00

Jóakim Aðalönd

Krumpa mín. Hvað hefur þú á móti Möggu? Finnst þér einskis virði að hún var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra einhverrar íhaldssömustu þjóðar heims? Var það einskis virði að hún heillaði Rússana upp úr skónum sem enginn ráðherra í Bretlandi hafði gert síðan Churchill var og hét? Er það einskis virði að hún hélt embættinu með skörungslegum hætti í 16 ár? Ha?! Ég er að drepast úr depurð!

2/11/04 11:00

Jóakim Aðalönd

Offari minn: Þú heldur þó ekki að við föllum fyrir þessari bandarísku klisju að það eigi að spila þjóðsönginn fyrir hvern íþróttaatburðinn og að allir þingmenn eigi að næla íslenzka fánanum í jakkann sinn? Þjóðarstolt, eins gott og það nú er, á að vera fíngert; ekki hróplegt.

2/11/04 11:01

krumpa

Elsku frændi : ég hef ekkert á móti Möggu - finnst hún bara ekki einn af mest aðlaðandi stjórnmálamönnum sögunnar. Hinu verður ekki neitað, að hún er á margan hátt merkileg kelling og ég trúi því að þið eigið sameiginlega pólitíska hugsjón, elsku aurapúkinn minn.

Hvað sófakartöfluna varðar þá hef ég nú ákveðinn grun um hver hún er. . . hefði samt verið skemmtilegra ef innleggin væru læsilegri.

2/11/04 11:01

Offari

Ég er stoltur af minni þjóð. Ég er stoltur af afreksmönnum þjóðarinnar. Ég er stoltur af Forseta okkar þó ég hafi ekki kosið hann. Ég er stoltur af velgegni landa minna þó að ég hefði sjálfur vilja fá minn skerf af velgengni. Þó ég sé sammmála Krumpu um að heimskulegt sé að keppa í fegurð fanst mér hún gera lítið úr afreki nýkrýndrar ungfrúar. Uppfullur af þjóðarstolti.

2/11/04 11:01

Nafni

Jú bí vann ekki bara fegurðar sinnar (sem hún á ekki langt að sækja) og einstaks limaburðar vegna. Heldur einnig fyrir þær sakir hve greindarleg og tilgerðarlaus hennar svör voru þá er hún var eftir þeim ynnt. Jú bí mun án efa verða landi og þjóð til mikils sóma, sem sendiherra fegurðar, friðar og réttlætis á næsta ári. Veriði svo ekki með þessa öfund þið þarna brussur.

2/11/04 11:01

Ívar Sívertsen

Svo er kannski rétt að minnast á það að hún var í löggunni í sumar og er að læra lögfræði. Ef svona myndarlegur lögfræðingur kæmi með innheimtukröfu á mig eða kæru þá myndi ég slefa og samþykkja samstundis. Ef hún verður hæstaréttardómari og dæmir mig í lífstíðarfangelsi og þrælkunarvinnu þá myndi ég hiklaust sætta mig við það... Mér finnst hún hrottalega sæt. En að keppa í því hvort nokkrum köllum með standpínu þyki stúlkurnar sætar finnst mér í hæsta máta ósmekklegt. Það að etja saman svo ólíkum stúlkum sem í mörgum tilfellum eru bara óharnaðir unglingar er eiginlega mannréttindabrot.

2/11/04 11:01

Nermal

Svo má ekki gleyma að það er fjölmargt sem keppt er í sem byggir á huglægu mati. Eurovision er dæmi um það, fimleikar og listhlaup á skautum. Og pönnukökubakstur. Ég hef nú ekki hitt nema eina dömu héðan af lútnum, fjallmyndarleg stúlka innann sem utan. Efa ekki að þið hinar eruð líka fallegar. Mér finnst það bara virkilega gaman að ungfrú Ísland sé Miss World. Ég þurfti að vísu enga sönnunn fyrir því að á Íslandi býr meiriháttar fallegur kynstofn kvenna.

2/11/04 12:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Stundum bölva ég heittelskaðri Twiggy (sjá mynd) fyrir þá stöðluðu kvenímynd sem hún lét af sér leiða. Það er ekki nokkur leið fyrir kvenmann að ná sér í karlmann á persónuleikanum einum (nema þá í gegnum netheima) því að maðurinn þarf jú að laðast að henni áður en hann tekur það á sig að ræða við hana, og til þess þarf maður útlit. Það skal þó tekið fram að jafnvel útlit sem er "áhugavert" getur laðað fólk að.
Annars er ég á móti svona sirkússtarfsemi, þar sem stelpu/strák-grey valsa um eins og gripir á sölubás í þeim tilgangi að koma skilaboðum til almúgans, þ.e. að þau séu það sem er "fallegt" og að það sé sjálfsagt mál að stunda óheilbrigt líferni líkt og ljósabekki eða sílíkonsprautur til þess að öðlast þessa "fegurð".
Og já, ég er bitur og leið og einmana og klukkan er 3 um nótt..

2/11/04 12:01

Sæmi Fróði

Virkilega gott félagsrit. En er það tilviljun að ekki einn einasti karlmaður sem ég hef hitt um helgina hefur minnst á það að fyrra bragði að íslensk kona hafi unnið fegurðasamkeppni í útlöndum? Er það tilviljun að hver einasta kona sem ég hef hitt um helgina hefur minnst á þessa fegurðasamkeppni? Ég hugsa að það séu ekki ,,fullorðnir og þroskaðir karlmenn" sem horfa og fylgjast með þessum keppnum.

2/11/04 12:01

krumpa

Kæri Ívar! Þekki þetta syelpuskott auðvitað ekki neitt - en í sama tón og Nornin var með áðan - VAR HÚN AÐ KEPPA Í LÖGFRÆÐI ? Hefði svo verið - og hefði hún unnið slíka keppni (áhm, sem ég verð að telja ólíklegt af HR-ingi á fyrstu önn) þá væri ég auðvitað að springa úr stolti!

2/11/04 12:01

Sæmi Fróði

Konurnar hafa flestar sagt í háði að þær væru stoltar, enda er þetta háðsk keppni.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.