— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/04
Boð að handan?

Er ennþá hræðilega andlaus en langar samt til að reyna...þið verðið bara að sýna smá umburðarlyndi.

Eins og dæmin sanna er ég með eindæmum skapgóð og ekki margt sem fer í taugarnar á mér. Það er ekki margt sem fær mig til að hoppa um hamstola af bræði og reita hár mitt. En það er þó eitt sem ég hata meir en annað hér í heimi. Það eru PRENTARAR.

Ég er í erfiðu og krefjandi framhaldsnámi (veit ekki hversu krefjandi það er miðað við allan tímann sem ég eyði í vitleysu en það hljómar voða krefjandi, sko...). Til að geta lært þarf ég að geta prentað út helv... glósurnar. Til að geta það þarf ég að eiga prentara sem er nokkurn veginn heill á geðsmunum. Nú vil ég ekki ganga svo langt að segja að prentarinn minn sé verri en prentarar annarra eða verri en aðrir prentarar sem ég hef átt. Kannast reyndar ekki við neinn sem er reiðubúinn að lýsa yfir skefjalausri ást og aðdáun á prentaranum sínum...

Málið er nú samt að 77,36% af tímanum sem ég hef eytt í heimanám hefur farið í að tjónka við prentaraskömmina. Hann hefur húmor, það má hann eiga. Fyrst prentar hann eins og engill, eina eða tvær blaðsíður, svona til að halda mér heitri. Svo byrjar hann að teikna broskalla á síðurnar, sennilega bara til að ögra mér. Eftir það - svona svo að ég gefist ekki alveg upp - koma ein-tvær fullkomnar síður. Eftir það koma svo alls kyns torkennileg tákn. Þar á meðal krossar - sem ég get ekki túlkað öðru vísi en svo að prentaraskömmin vilji að ég krosssfesti mig.

Hef grun um að prentarinn sé andsetinn - eða getur einhver þýtt fyrir mig : #$/&))={[€€€€<a<a666°°+97@€©ª¨§^µÛ¯ÿ@©ª¨§ã···W ?? Þó að fögin mín séu bull og vitleysa þá er þetta samt ekki það sem stendur í glósunum! Kannski hann sé að tala tungum greyið? Sá annars þátt um daginn um ,,exorsista" (andsetnishrakningarmenn?) sem höfðu sært illa anda úr rúmum og brauðsristum. Veit einhver númerið hjá svoleiðis gaurum? Nei, sennilega ekki.

Tillaga mín er því þessi: Látum ekki auðvaldið kúga okkur! Verndum skógana og hættum að prenta! Út um gluggann með þessi andsetnu kvikindi!

Lifið heil.

   (67 af 114)  
31/10/04 11:01

Litli Múi

Ég fann ágætis lausn á þessu, maður hendir bara prenntaranum sínum í ruslið og notar prenntarana í skólanum, lætur aðra semsagt sjá um vesenið með þessi bölvuðu vítistól. Þetta gat ég allavegana

31/10/04 11:01

hlewagastiR

Prentarar eru verk djöfulsins. Sjáið bara Bjössa bollu.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.