— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 31/10/04

Bara að láta vita að ég er ekki alveg dauð - eða í mikilli fýlu!

Er bara búin að vera ótrúlega andlaus upp á síðkastið. Er auk þess búin að vera með semí-flensu allan bölvaðan mánuðinn. Er þess utan aukinheldur að vinna á fullu með skólanum. Enn fremur er ég með karldýr í minni umsjá - og hvað sem öllu jafnréttisblaðri líður þá er það sko hörkuvinna!

Semsagt, bara svona rétt að kasta kveðju á liðið - kem svo aftur þegar mér dettur næst eitthvað sniðugt í hug...

Lifið heil!

   (68 af 114)  
31/10/04 04:01

Dr Zoidberg

Gaman að heira frá þér kæra krumpa.

31/10/04 04:01

B. Ewing

Já mjög sv. Framhaldssagan um SUSarana er eitthvað sem má gefa í jólagjöf. [Ljómar upp og rifjar upp Dagbækur SUSara I og II hluta. Hlær eins og geðsjúkingur]

31/10/04 04:01

Skabbi skrumari

Hæ...

31/10/04 04:01

Texi Everto

Hávdí gella, íhhhaaaaaa.

31/10/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Hæ, Krumpa [ljómar upp]. Ég sem hélt að þú værir í fýlu.

31/10/04 04:01

Leir Hnoðdal

Ég fann fýlu áðan en það hefur þá verið af sokkunum mínum. Náðu þér á strik sem fyrst. Þín er saknað

31/10/04 04:01

Krókur

Sæl Krumpa! Við hlökkum til að heyra SUSara framhaldið.

31/10/04 04:01

Heiðglyrnir

Hæ, Krumpa erum við ekki örugglega vinir...hmmm...!...
.
.
Þinn vinur
Riddarakjáninn.

31/10/04 04:02

Jóakim Aðalönd

Sael krumpa mín. Ég bid ad heilsa thér hédan úr sud-vesturálfu. Kvedja, Jóki

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.