— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/04
Mótorhjóladagbækur

Fyrir þrábeiðni Heittelskaðs (aðallega svo að hann færi ekki í fýlu) fékk hann að velja mynd í tækið í gær. Málið er að ég er óttalega geld þegar kemur að því að velja bíómyndir. Ég get alveg LESIÐ alls kyns stórvirki en þegar kemur að kassanum vil ég helst horfa á lélega, ameríska afþreyingu. Enda heilinn virkari í svefni en við sjónvarpsgláp.

Semsagt, myndin sem varð fyrir valinu var Motorcycle Diaries. Hún heitir að sjálfsögðu eitthvað annað á spænsku - skil ekki þessa áráttu að þýða alla bíómyndatitla á ensku. Veit því miður ekki hvað hún heitir eða hver leikstýrir því ég fékk ekki hulstrið - hvað finnst ykkur um það ? Þegar maður borgar 550 krónur fyrir spólu er þá ekki lágmarkskrafa að hulstrið fylgi með?

En semsagt, að myndinni. Þetta er falleg og gamansöm mynd sem fjallar um ferðalag byltingarleiðtogans Che og vinar hans um endilanga rómönsku Ameríku. Þetta er hugljúf saga um samband tveggja ungra manna og ævintýrin sem þeir lenda í á þessari ótrúlegu ferð. Þetta er þroskasaga og maður fylgist með tveimur dekurstrákum sem smám saman verða meðvitaðri um umhverfi sitt og aðstæður annarra. Það er alltaf stutt í húmor og glens (þó að myndin þyngist aðeins þegar líður á) og ekkert verið að flækja söguna með of mikilli pólitík.

Mynd um tvo stráka á mótorhjóli hljómar svosem ekkert ofsalega spennandi en þetta er mynd sem er óhætt að mæla með. Hún bara batnar eftir því sem á líður, er ekkert óþarflega þung, en gefur manni samt ýmislegt til að hugsa um. Allar persónur eru trúverðugar og leikurinn góður. Þá er ekki verra að myndin er sannsöguleg og byggð á endurminningum félaganna. Það er líka skemmtileg tilbreyting að hlusta á spænsku í stað lélegrar amerískrar ensku.

Í heildina; fínasta skemmtun án þess að vera of heiladauð. Eina sem má út á hana setja er að Che er eiginlega of sætur (sem er reyndar ekkert leiðinlegt fyrir kvenþjóðina) en staðreyndin er sú að óstjórnleg fegurð hans er bara mýta sem spratt upp eftir dauða hans.

Mæli með þessari - hver svo sem kvikmyndasmekkur ykkar annars er!

   (72 af 114)  
9/12/04 01:01

hundinginn

Voru þeir á Harley? Eða Hondum? Skiptir öllu!

9/12/04 01:01

krumpa

Þeir voru á hriplekri beyglu (það kom fram hverrar tegundar hún var en ég er bara búin að gleyma því - fannst það greinilega ekki mikilvægt) af árgerð 1938 eða 1939 og gekk hún undir nafninu ,,sú öfluga."

9/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Já, þetta er nokkuð bragðgóð ræma... salút Krumpa...

9/12/04 01:01

Hakuchi

Við erum á sömubylgjulengd hérna. Frambærilegasta mynd. Sá hana á kvikmyndahátíð þar sem smátitturinn sem lék Che kom fram eftir sýningu. Vingjarnlegur og vandaður piltur í alla staði.

Mig minnir að hljólið hafi verið af bresku tegundinni þarna, hvers nafn ég man ekki. Imperial?

9/12/04 01:02

krumpa

Imperial? Hugsanlega...man það bara því miður ekki - hef greinilega klikkað illa þar!

9/12/04 02:01

Ég sjálfur

Mjög góð mynd og ekki síðri gagnrýni. Hefði ekki getað gert betru sjálfur.

9/12/04 02:01

Nafni

Ætli ég kíki ekki á hana eftir ummæli bókaormsins .

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.