— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 1/11/03
Opið bréf til stórglæpamanns.

Í gær varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að finna ekki uppáhaldskápuna mína.

Þetta er stutt, grá, aðskorin kápa með loðkraga. Þetta er frekar ódýr flík og á engan hátt merkileg utan þess að þetta er kápan MÍN og var auk þess gjöf svo að mér þykir vænt um hana... Eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum í keisarahöllinni og öðrum stöðum þar sem ég ven komur mína komst ég að þeirri uggvænlegu en óumflýjanlegu niðurstöðu að téðri kápu hafi verið stolið. Brotist hafi verið inn í keisarabifreið númer eitt (en sú bifreið er þeim ágætu kostum búin að hægt er að brjótast inn án þess að hún beri þess nokkur ummerki) meðan keisaraynjan var að störfum og kápunni stolið. Það er eina skýringin; ekki er ég búin að vera að þvælast um full í kápunni og kápa er ekki flík sem maður glutrar sisona niður ef maður er allsgáður. Þetta kemur sér auðvitað mjög illa þar sem ég er með kvef og auk þess mjög blönk, svo að þessa dagana sé ég mig knúna til að verjast kuldanum með því að vefja mig inn í gömul dagblöð....

Þú sem tókst kápuna mína! Þú fantur og fól! Þú lortur, durtur og dusilmenni ! Já, þú, sem enga virðingu berð fyrir lífi, limum og eignum annarra. Þú svívirðilegi siðleysingi ! Veistu ekkert um karma eða jin og jang ? Þú hefur með þessu athæfi unnið þér inn eilífðarvítisvist. Þú munt brenna – í kápunni minni – í logum vítis til eilífðarnóns ! Þú hefur fyrirgert rétti þínum til eilífrar sæluvistar, að eilífu !

Heldurðu svo að þú getir einhvern tímann litið glaðan dag í kápunni minni ? O, seisei, nei – hvert sem þú ferð og hvar sem þú verður þar verð ég. Hvernig geturðu verið viss um, næst þegar þú ferð á kaffihús í kápunni MINNI, að fólkið sem brosir svo blítt á næsta borði sé ekki einmitt ég og hinar keisaralegu aftökusveitir? Og þá verður nú ekki mikið eftir af þér! Siðblindi hundingi. Þú sem ekki ert verður lífs á þessari jörð – þar sem kápan mín og ég lifðum hamingjusamar þangað til þú komst til sögunnar.

Viðurstyggilega siðblinda viðrini ! Drull**** til að skila henni ! Annars geturðu bara ímyndað þér afleiðingarnar, sálarlausa skrímslið þitt, þar sem þú liggur andvaka á nóttunni næstu fimmtíu árin og óttast reiði guðs og mína.

Fundarlaun í boði ! (mundar hlaðna haglabyssuna og bíður átekta) Þér verður ekki gert mein......

ps.er tæp á geði og illa haldin af fyrirtíðarspennu - þú vilt ekki messa í mér meir en orðið er...

   (96 af 114)  
1/11/03 15:01

Omegaone

Ég er saklaus.

1/11/03 15:01

krumpa

Í þessu máli er enginn saklaus. nú eru aftökusveitirnar mannaðar og bara tímaspursmál hvenær þær taka til starfa!

1/11/03 15:01

Vladimir Fuckov

Skjóta fyrst og spyrja svo ?

1/11/03 15:01

krumpa

Einmitt - það er réttarfarsstefna og meðvituð réttarpólítísk stefna keisaraveldisins - auk þess mjög svipað því sem kaninn gerir í útlandinu... ,,Ó, varstu bara fimm ára? Sorrí.."

1/11/03 15:01

Órækja

Fara varlega í það að skjóta fyrst og spyrja svo, í það minnsta taka fólk fyrst úr kápnunum, svo þú gatir nú ekki þá einu réttu.

1/11/03 15:02

Mjási

Hefurðu prófað að fletta dagblöðunum?
Þú gætir verið í kápunni innanundir.

1/11/03 15:02

Barbie & Dio

Ekki geyma eigur þínar í bílnum!! Gleymdirðu kannski að læsa?

1/11/03 16:00

Albert Yggarz

Ég svara von bráðar, þegar líf er komið i fingurnar. Afhverju áttir þú ekki vettlinga líka. Nei fyrirgefðu ég klæðist bara stutt ermabolum...

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.