— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/03
Polittíkal korrektness

Stjórnmálaleg réttsýni ?

Ég ætla að :

- hætta að aka bifreið; það mengar og auk þess eru þeir sem selja mér bensínið stórglæpamenn sem líta niður á mig. Af sömu ástæðum ætla ég að hætta að ferðast með skipum eða flugi.

- hætta að taka strætó ; strætó fer illa með starfsmennina sína.

- hætta að ganga í strigaskóm ; þeir eru gerðir af litlum börnum sem eru keypt af foreldrum sínum til að vinna fyrir 4 sent á tímann í þrælabúðum.Nike voru bara óheppnir að upp um þá komst - þeir eru fráleitt þeir verstu í bransanum(ef ég man rétt er það reyndar Reebook). Af sömu ástæðu hef ég ákveðið að hætta að nota handtöskur og ganga í fötum yfirleitt.

- hætta að drekka kókómalt og borða nammi frá Nestlé ; Nestlé bar ábyrgð á gífurlegri ungbarnadauðaöldu í þróunarríkjunum þegar þeir sannfærðu bláfátækar mæður um að þurrmjólk væri það eina rétta fyrir börnin. Mæðurnar höfðu ekki efni á eins mikilli þurrmjólk og börnin þörfnuðust og börnin dóu. Af svipaðri ástæðu ætla ég að hætta að drekka kók ; Coca Cola rekur, ljóst og leynt, gríðarlegar þrælabúðir í Suður-Ameríku. Eftir á að hyggja er kannski best að hætta að borða yfirleitt, ja , nema að mjög vel athuguðu máli, allar líkur eru á að ef að fólk hefur ekki kvalist við framleiðsluna þá hafi dýr kvalist við hana.

- hætta að reykja; allar líkur eru á að sígaretturnar mínar séu að einhverju leyti framleiddar af fimm barna móður sem býr í moldarkofa á Indlandi. Auk þess sem tóbaksrisarnir markaðssetja og auglýsa vörur sínar á þann hátt að þeir gefa börnum í Austur-Evrópu, og víðar á fátækum stöðum, leikföng eða skó sem merktir eru ,,Winston"(eða annarri tegund) í þeirri von að börnin muni eftir nafninu og komi síðar til með að reykja þá tegund.

- hætta að mála mig og nota snyrtivörur ; flest snyrtivörufyrirtæki eru með verksmiðjur í þróunarríkjunum og auk þess er framleiðslan prófuð á fólki, fátæku fólki sem á ekki annarra kosta völ en að selja líkama sinn á einn eða annan hátt, þar sem prófun á dýrum er ekki í tísku.

- hætta að kaupa lyf, þó að ég þyrfti þess. Lyfjafyrirtækin eru óþverralegir glæpahringir sem markaðssetja nýja sjúkdóma til að selja tískulyf í velferðarríkjum í stað þess að lækna þá sjúkdóma sem eru að drepa fólk í milljónavís.

- hætta að kaupa húsgögn og mottur ; allar líkur eru til þess að ef maður sér fallegt húsgagn (t.a.m.þessi indversku...) þá sé það smíðað af litlu barni með blóðuga fingur sem var hlekkjað við smíðina og fékk að sofa matarlaust á hörðu gólfi eftir langan vinnudag.

- hætta að nota fartölvuna; í rauninni bara að henda henni út um gluggann, IBM stuðlaði að mun skilvirkari helför nasistanna með því að selja þeim og þjálfa þá í að nota tölvubúnað til að skrá Gyðinga með.

- hætta að kaupa vörur frá BNA, Ísrael, Bretlandi, Spáni og fleiri ríkjum...

- hætta að verlsa við Ikea, Kringluna, Rúmfatalagerinn og raunar öll önnur fyrirtæki sem eyðileggja fyrir mér jólaskapið með því að dirfast að skreyta og auglýsa jólavörur þegar sumarið er rétt að klárast.

Það er vandlifað ekki satt ?

- þið getið svo fundið mig heima, nakta, magnlausa af hungri og hálfgeðveika vegna fráhvarfseinkenna frá koffeini og nikótíni.

LIFIÐ HEIL !

   (102 af 114)  
1/11/03 04:02

Limbri

Mér leist ágætlega á þetta "þið getið svo fundið mig heima, nakta[...]"

En annars hef ég nokkrar lausnir fyrir þig :

Fáðu þér reiðhjól.
Kauptu ítalska skó, það eru miklar líkur á að þeir séu gerðir á Ítalíu af fullorðnu fólki.
Taktu upp prjónaskap og gerðu öll þín föt sjálf.
Sammála þessu með sælgætið og cola drykkina.
Varla viltu að 5 barna móðir verði atvinnulaus ? Reyktu sem mest.
Hættu að nota snyrtivörurnar nema þær séu framleiddar á Ísafirði eða næsta nágrenni þar við.
Lýsi læknar allt, lyf eru óþörf.
Ég er með 3 stór húsgögn smíðuð úr pappakössum inni í stofunni hjá mér, þú getur vel leikið sama leik ef þú verður í vandræðum vegna húsgagnaleysis.
Seldu IBM-inn og kauptu þér þýska tölvu.
Og að lokum ... Veldu íslenskt.

(Fín setning sem þú valdir í endann)

-

1/11/03 04:02

Vamban

Mér finnst ekkert verra að vita af þér naktri.

1/11/03 04:02

krumpa

Þakka þér Vamban - mjög málefnalegt.
Og Limbri, takk fyrir góð ráð - þau uppfylla í það minnsta siðferðislegar kröfur.

(ég sé nú að svona umræða á kannski frekar heima í þræði...)
En eru ekki þessi ráð svoldið illframkvæmanleg ? Í það minnsta sum? Ég held að málið sé það að í hröðu samfélagi vesturlandabúa hefur fólk hvorki nennu né áhuga á því að vera PC nema þá kannski rétt eftir að hafa séð skuggalegar heimildarmyndir. Það er einfaldlega of mikið mál - miklu þægilegra að loka bara hjarta, augu og eyrum, hlaupa á Nike-skónum á McDonalds og gleypa í sig einn Big Mac og kók !

Svo er líka bara hræsni að velja einhver ákveðin svið eða gæluverkefni til að sýna fram á réttsýni sína. Það þarf að skoða allar hliðar...

Það sem ég vildi meina með þessum pistli er það að spillingin, mannfyrirlitningin og lítilsvirðingin fyrir lífinu er alls staðar - og það sem ég tel hér að ofan er bara lítið brot. Þetta eru bara hlutir sem er óþægilegt að hugsa um svo að flestir sleppa því.

Kannski er bara ekki hægt að vera PC...

1/11/03 04:02

Svefnburkur

Þetta er grimmur heimur! Það er erfitt að hreyfa sig úr stað án þess að stiðja einhversskonar þrælavinnu ellegar hryðjuverkasamtök! Þetta vefst allt saman á skuggalegann hátt...

1/11/03 04:02

Svefnburkur

*styðja

1/11/03 05:00

Frelsishetjan

Hvað er heimilisfangið hjá þér. Mig langar eee nefnilega að veita þér líkamlegan stuðning við að halda á þér hita í þínum napurleika.

1/11/03 05:01

Nafni

Taktu slátur!

1/11/03 05:01

Frelsishetjan

Ég hef nóg af hangkjöti og slátri og ég vil bara deila því með sem flestum.

1/11/03 05:01

krumpa

Takk Frelli - þú ert svo velkomin til mín í Dúfnahóla 10 hvenær sem er...
Með slátrið - þá þarf ég að kaupa efnið hjá SS - nema ég slátri sjálf. SS er risi sem arðrænir bændur, knésetur samkeppni og gætir allgers siðleysis í auglýsingum - er þá PC að taka slátur ?

1/11/03 05:01

Golíat

Já, þú ert ekki að aðstoða SS við að arðræna bændur. Eftir því sem sala á sauðfjárafurðum eykst þeim mun meiri líkur eru á að rollubændur geti lifað mannsæmandi lífi. Auk þess, gefum okkur að þú sveltir þig ekki, þá eru fáar matvörur nær því að vera PC. Vörunni er einfaldlega hent ef hún er ekki etin. Auk þess má SS eiga það að sláturgerð er leikur einn eftir að þeir fóru að brytja mörinn og sauma vambirnar.

1/11/03 05:01

hundinginn

krumpa. Viltu giftast mér. Við höfum sömu lífsskoðun og hugmyndir. Frábært.

1/11/03 05:01

krumpa

Ehh..þú verður að spyrja Hákon en mér líst ekki illa á það sko... er einmitt að komast á giftingaraldurinn ! Nefndu bara daginn...

1/11/03 05:01

hundinginn

Hleypur burt sem fætur toga...

1/11/03 05:01

krumpa

RÆFILL og AUMINGI. SKULDBINDINGAFÆLNI SKÍTBUXI - þú skalt sko vona að þú verðir ekki á vegi mínum þegar ég er að skipuleggja keisaralegar aftökur. HÁKOOON !!! HAAÁÁKON!!

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.