— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/03
Hafa konur sál ?

Ég er sú fyrsta til að viðurkenna það hafi ég rangt fyrir mér - þetta er bara í fyrsta sinn sem það gerist !

,,Ertu á túr ? " Þessa spurningu þekkja allar konur (vona ég, ég vona að ég sé ekki sú eina sem umgengst annarlegt fólk...). Þetta er sagt ef maður (þ.e.kona) vogar sér að láta í ljós pirring eða æsa sig. Hingað til hef ég bókstaflega séð rautt þegar ég fæ þessa spurningu : ,,Hvað er þetta, fíflið þitt ? Heldurðu kannski að konur hafi ekki sál ? Heldurðu að við séum bara einhver dýr sem stjórnust alfarið af hormónum og höfum hvorki sjálfstæðar tilfinningar né skoðanir ? Ha ? Asni ! "

Nú hins vegar verð ég að viðurkenna að viðkomandi hafa rétt fyrir sér. Ég er tilfinningalaust hormónaflak, rekald á úthafi hormóna og tunglmánaða.

Það er semsagt slæmur tími núna. Og það hefur, í seinni tíð a.m.k., bitnað stórkostlega á skapinu og mínum nánustu. Í gærkveldi gersamlega hraunaði ég yfir heittelskaðan. Þegar hann dirfðist svo að spyrja hvort ég væri í vondu skapi var svarið (öskrið) : ,,Hvað er þetta, fíflið þitt, er ég ekki alltaf í góðu skapi ? URRRRR...."

Í dag tók ekki betra við; ætlaði að skola af bílnum og var farin að skipuleggja stórfenglegar sprengjuárásir á höfuðstöðvar Shell og Esso þegar ég sá að þvottaplönin voru lokuð.... Þegar ég loksins fann opið þvottaplan komst ég ekki að og byrjaði að æpa á nærstadda : ,,Hvað er þetta, hversu langan tíma getur tekið að þvo einn pínulítinn bíl ??Hálfviti!" Fór svo og verslaði - stofnaði til mikilla illdeilna við kassamanninn þegar ég komst að því að það munaði tveimur krónum á hillumerkingunni og verðinu í tölvunni. Fór svo heim og öskraði á köttinn.

Núna er ég svo bara döpur og langar mest til að gráta.
Held samt að ég nái mér fljótt, ætla að kaupa eitthvað sætt fyrir alla sem ég hef sært og móðgað og eftir sléttar fjórar vikur ætla ég að vera heima, alein, í rúminu og slökkva á símanum...

   (107 af 114)  
31/10/03 19:01

Haraldur Austmann

Er ekki alltaf verið að auglýsa einhver bindi sem eiga að lækna allt svona?

31/10/03 19:01

Vamban

Ertu á túr?

31/10/03 19:01

krumpa

Júbb - þá flýg ég glöð og kát á gulu túni, hönd í hönd með ofurfyrirsætum, syngjandi og trallandi... á bara ekki svoleiðis ! ARRRGGHHH Ertu að reyna að pirra mig ? A##$$#%#%$(%#$%(#)%(#=$)#=%(# !!!

31/10/03 19:01

krumpa

Vil svo taka fram að þó ég viðurkenni þetta hér þá mundi ég aldrei játa þetta í eigin persónu svo að fólk mun áfram fá sömu skammarræðuna ef það spyr þessarar heimskulegu spurningar...

31/10/03 19:01

Limbri

Ég er nú bara smeykur við þig.

-

31/10/03 19:01

krumpa

Og full ástæða til ! Vertu bara feginn að þú ert í öruggri fjarlægð... Verð samt fljótt aftur sama ljúfa krumpan...

31/10/03 19:01

Haraldur Austmann

Varðandi spurninguna um sálina, þá mun svarið vera já.

31/10/03 19:01

víólskrímsl

nú hvad ert'ekki á pillunni? Sönn gudsgjöf, heftir fólksfjölgun og laeknar sálarvíl.

31/10/03 19:01

krumpa

Nebb - það er nú einmitt hún sem á sök á öllum mínum vandræðum ! Prófaðu bara að lesa fylgiseðilinn !

31/10/03 19:01

víólskrímsl

thá er bara ad taka thetta natúral og vona ad afkvaemin renni í lakid.

31/10/03 19:01

krumpa

Jáhá ! Það gekk svo vel hjá mömmu...

31/10/03 19:01

Nafni

Fáðu þér Álfabikar og farðí box. Nú svo geturðu alltaf stofnað sérstakann rifrildisþráð og ausið það úr skálum hormóna reiðinnar.

31/10/03 19:02

Finngálkn

Alltaf gaman að lesa pistlana þína!

31/10/03 19:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég hef lítið uppá að bjóða annað en skilningsríkt faðmlag. Svo er það allsekki að ástæðulausu að maður er svona pirruð á þessum tíma; ef strákarnir þyrftu að ganga í gegnum eitthvað sem léti þeim líða eins og það væri verið að sturta megninu af blóðinnihaldi líkamans útum klofið með tilheyrandi verkjum og subbuskap myndu þeir ekki bylja svona eins og tómar tunnur. Fuss og svei!

31/10/03 19:02

Limbri

Nei veistu við myndum finna lausn. Eða láta lífið við að reyna.

31/10/03 19:02

Finngálkn

Heyrðu Limbri! - Enga svona karlrembu hér!

31/10/03 19:02

krumpa

Þetta er rétt hjá Rýtingu - þið mynduð ekki lifa þetta af ! Og hvað þá að þið gætuð höndlað pirringinn !

31/10/03 19:02

Vímus

Vottar ekkert fyrir þessum geðsveiflum á milli túra?

31/10/03 19:02

krumpa

Hvur and####### er þetta ? Ég er alltaf einstakt stillingarljós !!!

31/10/03 19:02

Vímus

Fyrirgefðu! Gleymdi ástandinu. Hlustaðu ekki á þetta og skipptu bara um bindi

31/10/03 19:02

Vímus

Fyrirgefðu! Gleymdi ástandinu. Hlustaðu ekki á þetta og skiptu bara um bindi

31/10/03 19:02

Hakuchi

Þessi umræða minnir mig á orð spekingsins Chris Rock: ,,I don't trust anything that bleeds for five days and doesn't die.''

31/10/03 19:02

Finngálkn

He, he... góður!

31/10/03 19:02

krumpa

Nei Finngálkn - og ég hélt miðað við skrif þín hér að ofan að þú hefðir lært mannasiði - hvílík vonbrigði...

31/10/03 20:01

Coca Cola

Kók eyðir fyrirtíðaspennu og linar túrverki

31/10/03 21:01

Órækja

Mest spennandi verður nú hegðunin þegar konan fer alls ekki "á túr". Kallinn nagar neglur, konan grætur og hlær og horfir á lítinn staut með litaðri línu.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.