— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/07
Teiti og tónleikar

Annað kvöld, laugardaginn 6. desember, klukkan 23:59, munu 'Stóru B-in í íslensku tónlistarlífi', Baggalútur og Buff, halda stórtónleika á Geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Miða má kaupa hér.

Allir Gestapóar eru hér með hvattir til að mæta, enda kosta herlegheitin ekki nema 1.500 krónur, íslenskar.

Einnig er athygli vakin á því að haldið verður forteiti (Þarfaþing, jafnvel - þó alvöru Þarfaþing standi reyndar alltaf frameftir nóttu) að heimili mínu, klukkan 20:00. Fyrir þá sem hafa áhuga á sómölskum þjóðdönsum ætti þetta að vera sérlega áhugaverður hittingur.

Þeim sem ekki vita hvar ég er til húsa er velkomið að spyrjast fyrir um það smáatriði í einkapósti.

Sjáumst!

   (9 af 49)  
2/11/07 05:01

Kífinn

Jibbí, ég mun kappkosta við að koma leiðindum raunheima í pósthólf kennara og mæta vest-norð-vestur af JS.

2/11/07 05:01

Annrún

Ég mæti ef ég mögulega get. Vúhú, hljómar skemmtilega.

2/11/07 05:01

Hvæsi

Já auðvitað. Og ég langt í burtu.

2/11/07 05:01

Rattati

Reyndar, svo merkilegt sem það er, þá verð ég á Ísafoldinni um þetta leyti. Hinsvegar sökum óviðráðanlegra aðstæðna verður mér ófært að mæta.

Skemmtið ykkur vel, lömbin mín.

2/11/07 05:01

Einn gamall en nettur

Vegna þess hve þú hefur trassað tilmæli mín um bætt hjólastólaaðgengi íbúðar þinnar verð ég að tilkynna að ég kemst ekki.

2/11/07 05:01

hvurslags

O, ætli einhver geti ekki borið þig upp. Þú sérð svo bara um að koma þér niður.

2/11/07 05:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég á ekki vísakort. [fer að hágráta]

2/11/07 05:01

Offari

Fyrirvarinn er of stuttur fyrir mig.

2/11/07 05:01

Furðuvera

Grrrrrr... ég er í prófum manngerpið þitt!
[Fer í virkilega slæma fýlu]

2/11/07 05:01

Annrún

Villimey, ég verð heldur ekki búin að kaupa mér miða, við kaupum hann bara í andyrinu.

2/11/07 05:02

Fergesji

Það tilkynnist hér með opinberlega, að vér höfum látið undan fjölda áskorana og ákveðið, að láta sjá oss á Þarfaþingi.

2/11/07 05:02

Álfelgur

Ég mæti! [Stekkur hæð sína]

2/11/07 05:02

Upprifinn

[brestur í óstöðvandi öfundargrát.]

2/11/07 05:02

Günther Zimmermann

Ojæa, já, góurinn. Sei sei. [Rær í gráðið] Ætli maður geti máski litið upp úr ættartölubókum þeirra Hítardæla, óekkí. Jamm. Djamm?

---
Ps. Ofangreint var sk. ljóð. Það lærði ég á sk. ljóðakvöldi „Nýhils“ í kvöld.

2/11/07 05:02

Billi bilaði

<Vonar að það komi fellibylur og að tónleikunum verði frestað>

2/11/07 05:02

Garbo

Hljómar mjög ILLA!

2/11/07 06:00

Kífinn

Fari regluverkið fjandans til. Ég mæti og ekkert bull, gott ef ég kem ekki með einhverja vitfirringa með mér. Skál í botn.

2/11/07 06:00

Einstein

Ég var því miður upptekinn við formúlureikning. Hvað þýðir annars ,,Þarfaþing"? Er það e.k. samkoma á heimili Þarfagreinis?

2/11/07 06:00

Galdrameistarinn

Kristileg samkoma á heimili Þarfagreinis hvar farið verður með bænir og guðsþjónusta haldin áður en haldið verður til geimvísindastofnunar Bandaríkjana til að berja stóru B-éin augum.
Áfengi og vímugjafar stranglega bannaðir.

2/11/07 06:00

Billi bilaði

Vímusar eru hins vegar ekki eins stranglega bannaðir... <Starir þegjandi út í loftið>

2/11/07 06:01

Nermal

Rækallans vesen atarna. Við hjónaleysin erum búin að gera önnur plön. Skemmtið ykkur bara slatta fyrir okkur líka.

2/11/07 06:02

Hexia de Trix

Ég vona að það sé óskup gaman hjá ykkur, bæði á for-Þarfaþinginu sem og tónleikunum sjálfum.

Ég vil fá nákvæmt slúður á Kaffi Blút á morgun.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.