— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Svefnburkur
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 5/12/05
Bújá

Fólk þyrpist að, en á sama tíma falla aðrir af lestinni.
Ég finn mér þægilegt sæti út í horni og fylgist með asanum.
Regndroparnir leka af rúðunum. Allt er á fleigiferð.
Enn týnist fólk inn í hópinn, og aðrir láta sig hverfa.
Líkt og riddarar hringborðsins. Sumir komast sína leið, aðrir ekki.
Það liggja launráð í lofti. Aðeins þeir færustu komast að.
Flestir eru að reyna að komast leiðar sinnar, á meðan aðrir sitja, skrifa, og fylgjast með mannlífinu úr fjarlægð, fylgist með út í horni, fylgist með regndropunum renna niður gluggann.

Á endanum er enginn eftir.
Enginn nema einn. Ein manneskja, sem hefur þraukað.
Ein manneskja, sem situr út í horni.
Ferðin tekur kippi og snúninga. Umhverfið er allt annað.
Allir eru farnir? Allt svo... tómlegt...
Að lokum enda ég á byrjunarreit.
Fólk fer að týnast inn, fólk fer að týnast út.
Að lokum er enginn eftir. Hornið er tómt.
Rigningin dembist yfir mig. En loks... loks á endanum... loks kemst ég á leiðarenda.

Já svona er það að vera í strætó?

   (2 af 2)  
1/11/03 01:02

Þamban

Vá.

1/11/03 02:00

Frelsishetjan

Þú sem sagt varst upptekinn við að skoða regndropa og misstir af þinni stoppistöð þannig að þú þarftir að fara annan hring.

1/11/03 02:01

Nafni

Ekki slæmt.

1/11/03 02:01

hundinginn

Fimm stjörnur!

Svefnburkur:
  • Fæðing hér: 2/10/04 12:04
  • Síðast á ferli: 8/5/06 00:05
  • Innlegg: 0
Eðli:
Eðli svefnburks er að velta fyrir sér tilgangi lífsins ellegar hagyrðinga.
Fræðasvið:
Lærður Ónytjungur með háskólagráðu frá Háskóla Eþíópíu í Fáfræði. Sérhæfir sig í dvergakasti og tilkomumiklum hugsunum líkt og pælingum á bakvið súrealískar staðreyndir um kínverskar töskuframleiðslur.
Æviágrip:
Svefnburkur sofnaði ungur að aldri og hefur sofið síðan. Ófáir fræðamenn hafa staðið undir slíkum kenningum, líkt og að Svefnburkur vakni til lífsins er kemur að baggalútíu, en lætur hann þá ei mikið á sér bera. Það hefur ekki sést til hans vakandi svo árum skiftir, og er það mikill missir fyrir heim Fáfræðinnar.
Talið er að Svefnburkur vakni einhverntíma, en er það einungis enn ein kenningin.