— GESTAPÓ —
Blástakkur
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/03
Listin að lifa

Ég hef komist að sannleikanum um þessi efni og mun tjá mig um þau.

Það að lifa er engin ansans list. Það að lifa er einfaldlega spurning um mataráfyllingu með reglulegu millibili ásamt hæfilega mikilli hreyfingu til þess að halda helstu vöðvum líkamans í æfingu.

Ef menn vilja eitthvað meira þá er ráð að finna sér hobbí sem ekki reynir of mikið á og slappa svo af á milli. Sumu fólki mun ef til vill finnast þetta heldur klént þar sem ekki fæst nógu mikil "skemmtun" af. Þetta "skemmtanagildi" hluta er það sem gildir mest í mannlegu samfélagi um þessar mundir og gætir mikils misskilnings um það í hverju það felst. Sumir virðast halda að skemmtunin felist í því að beinlínis eyða peningum en ég hef aldrei séð rökin á bakvið það.

Ég held persónulega að best sé að slappa af og hætta þessu veseni. Eða ganga í kvenmannsundirfötum auðvitað.

   (3 af 14)  
1/11/03 03:01

Hakuchi

Aflsappelsi er sannarlega aflsappandi. Eiginleikinn að slappa af er því miður á undanhaldi í samfélaginu. Ef hann hefur þá nokkurn tímann verið til staðar.

1/11/03 03:01

Limbri

Vá hvað ég átti í miklum erfiðleikum með að lesa þetta Hakuchi. "Aflsappelsi" er mjög skrítið orð, sérstaklega þegar það kemur tvisvar á stuttum tíma í tveim mismunandi myndum.

-

1/11/03 03:01

Hakuchi

Ætli þetta sé ekki bara nýyrði hjá mér. Best að verða sér úti um einkarétt á þessu. Ég bakrukka þig síðar.

1/11/03 04:01

Tigra

Ég hugsa nú að með sögninni að "lifa" sé ekki bara verið að meina að halda sér lifandi, andandi með flest líffæri starfandi.
Þú getur farið í gegnum allt lífið og áttað sig svo á því að þú ert ekki búinn að lifa með sanni öll þessi ár.
það felst mikið í því að njóta sín og vera maður sjálfur. Ekki skorða sig of mikið við hömlur, þó svo að þær séu vitanlega nauðsynlegar oft á tíðum.

1/11/03 05:01

Blástakkur

Hömlulaust líferni hljómar nú freistandi.

Blástakkur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 14:03
  • Síðast á ferli: 2/4/09 16:02
  • Innlegg: 1321
Eðli:
Fólskumálaráðherra og illmenni.Formaður Félags Illmenna og Hrotta.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í pyndingum og eðlisfræði gígantískra morðvéla. Ónáttúrufræði. Ónýting geðheilsu. Knésetning.
Æviágrip:
Í upphafi var orðið og orðið var "ég". Svo kom áttundi áratugur seinustu aldar mér að óvörum og var ég færður inn í þjóðskrá Íslendinga. Ekki var þetta mér að skapi á sínum tíma en ég hef reynt að takast á við þetta. Nú er ég í millibilsástandi milli millibilsástanda.