— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/08
2012

Var verulega spenntur fyrir þessari ræmu og trailerar lofuðu góðu.

En raunin varð sko allt önnur.
Þvílíkt stórslys sem þessi ræma er út í gegn.
Illa leikin.
Illa klippt.
Aumingjalegar og illa gerðar tæknibrellur.

Þarna er lagt upp með stórgóðan söguþráð sem hefði verið hægt að gera að virkilegri stórmynd en leikstjórinn, leikarar og klipparar klúðra öllu ferlinu og eftir situr stórslys en ekki stórslysamynd.

   (9 af 15)  
1/11/08 13:01

Þarfagreinir

Uss.

Kemur reyndar ekki mjög á óvart. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði af þessari mynd væri að þarna væri bara hreinlega verið að 'kassa inn' á þessu tískufyrirbæri sem þessi 2012-vitleysa er.

Iss piss.

1/11/08 13:01

Grágrímur

Það er ekki eins og leikstjórinn hafi gert einhverja gullmola á ferlinum svo sem, þetta er sá sami og gerði Indepence Day... sem að vissu marki er svo vond að hún er góð og hroðaverkið Ekki á morgunn heldur hinn... (e: The Day after Tomorrow) , sem lætur mann missa áhugann á að lifa.

1/11/08 13:02

Vladimir Fuckov

Kemur oss ekki á óvart af svipuðum ástæðum og hjá Þarfa og Grágrími. Independence Day olli oss allt að því ógleymanlegum vonbrigðum á sínum tíma. Oss hafði skilist að hún væri góð. En nei - með verri myndum sem vjer höfum sjeð. Og til að ekkert misskiljist ber þess að geta að vjer höfum yfirleitt gaman af spennu- og hasarmyndum - þ.e.a.s. ef þær eru góðar en ekki eitthvert rusl.

1/11/08 13:02

Þarfagreinir

Niðurstaða: Hæfileikar Rolands Emmerichs eru línulega vaxandi, nema með neikvæðri hallatölu.

1/11/08 14:00

Skabbi skrumari

Endaði heimurinn?

1/11/08 14:00

Álfelgur

Mig langar að sjá heimsendamynd þar sem að heimurinn endar aktúally - ekki eitthvað eitt samfélag sem er eftir einhversstaðar í neðanjarðarbyrgi!

1/11/08 14:00

Grágrímur

Álfelgur, horfðu þá á myndina Knowing... reyndar er endirinn svo fáránlegur að mig langaði að æpa, sérstaklega því sú mynd byrjaði mjög vel, en fór svo útí eitthvað bölvað geimveru, engla kjaftæði.

1/11/08 14:01

Dexxa

ég er rosalega forvitin um 2012 og Knowing sem Grágrímur minnist á.. en ég er bara ekki tilbúin að borga til þess að svala þeirri forvitni miðað við hvað ég hef heyrt..

1/11/08 14:01

Grágrímur

http://www.youtube.com/watch?v=eZxBYItj2sM&feature=player_embedded#

Ég þarf ekkert að sjá meira... [ælir]

Hvað gerðist með John Cusak, sem var svo góður í High Fidelity en er núna einhver b gráðu Arnold Skvartnaggs eftirherma?

1/11/08 14:01

Miniar

Ég vissi að þessi kvikmynd væri ekki verð þess að borga fyrir að sjá áður en hún var frumsýnd í fyrsta skipti.

1/11/08 15:00

Jóakim Aðalönd

Kveðja til Danaveldis Galdri. Hlakka til að skvetta í mig með þér þegar þú kemur á Stormsker...

1/11/08 15:01

Bismark XI

Ég þarf ekki lengur að fara á spennu myndir í bíó, hvað þá að sjá nýjar. Það er nú þegar búið að gefa út bestu spennu mynd okkar tíma. Ég var nú svo heppin að sjá kvikmyndahúsi auk þess sem ég á hana með öllu aukaefninu upp í hillu og horfi á hana mjög reglulega(búin að horfa á hana í átta skipti síðan ég sá hana í bíó). Þessi hörku mynd heitir Doomsday. Eftir hana áttaði ég mig á því að það tekur því ekki að fara aftur í bíó á spennu mynd enda hef ég alveg látið það vera.
Annars er þessi dómur þinn á 2012 ekki neitt sem kemur mér á óvart, ekki mynd sem mig langað að sjá og ekkert sem bendir til þess að ég sjái hana í náinni framtíð.

1/11/08 15:01

Jóakim Aðalönd

Hmmm... þessi ,,Doomsday" hljómar eins og spennumyndagerðin af Njálu ef miða á við bókmenntir Frónbúa. Er hægt að horfa á þessa mynd aftur og aftur og komast að nýjum hlutum stöðugt?

1/11/08 15:01

hundinginn

Þarna er rjettlætingin á því að stela ræmunni og sulla henni niður með Blút heima í sófa!

1/11/08 15:02

Goggurinn

Línulega vaxandi gefur til kynna jákvæða hallatölu, þ.e. ef þú gerir ráð fyrir að hæfileikar hans séu fall af tíma. Þar sem tími getur bara streymt í eina átt verðum við að segja að hæfileikar hans eru línuega fallandi. Nema að hæfileikar hans séu háðir einhverri rúmbreytu en ekki tímabreytu. En það er annað mál...

Annars kemur þessi dómur mér ekki á óvart, ég hugsa að ég láti það vera að eyða þremur klukkustundum úr mínu lífi í þetta.

1/11/08 15:02

Þarfagreinir

Já, mig grunaði nú að ég væri eitthvað að misnota hugtök þarna. Biðst forláts.

1/11/08 18:02

Isak Dinesen

Hélstu að myndin væri góð út af treiliernum!? Þú hefur gjörsamlega afsalað þér réttinum til að teljast til menningarvita - að eilífu.

1/11/08 19:00

Jóakim Aðalönd

Já, það er vita vonlaust að glápa á vörubíla með langan aftanívagn til að hafa hugmynd um hvernig ræman er. Ég hef reynt þetta í 34 ár og ekkert gengið. Myndirnar hafa venjulega ekkert líkst vöruflutningabílum (nema Trucks)...

1/11/08 19:02

spritti

Ég ældi yfir allt þegar ég horfði á myndina

2/11/08 00:01

Sundlaugur Vatne

Er 2012 s.s. verra en 2007?

1/11/09 17:01

Sannleikurinn

Mjer fannst þessi mynd ein alversta stórslysamynd sem sögur fara af fyrr og síðar af þeim fáu sem jeg hef sjeð.
Rússinn var alveg ömurlegur. Allt var ömurlegt. Rússneska flugvjelin var ömurleg.
Fegelein hlýtur að hafa skrifað bölvað handritið að þessu óritahandriti hans handritarhöfundar myndarinnar! Finnum Fegelein og handsömum hann til yfirheyrslu til að krefjast skýringa og sendum leikstjórann til Guantanemo! Það gengur ekki að Fegelein hafi hugsanlega tekist að ná sterkum ítökum í Hollywood eftir Downfall og þar með talið stórslysamyndaveldinu. Fegelein er stórslys! Fegelein! Fegelein! FEGELEIN!!!!!

1/11/09 17:01

Sannleikurinn

Jeg elskaði Independence Day , ein af bestu kvikmyndum sem jeg hef sjeð um mína ævi.......

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.