— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Finngálkn
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/08
Þar bíður vorið...

Takk fyrir mig. Ég held að ég hafi loksins étið fylli mína...

Það er aðeins eitt á hreinu í mínum annars skítuga haus - og það er að hamingjunni er illa skipt á milli fólks.
Það er svo margt sem má þakka fyrir.
Á þessum tímum er gríðarlega vinsælt að velta sjálfum sér og öðrum upp úr smámunum eins og peningaskorti. En fólk missir sjónar á það sem skiptir svo helvíti miklu máli en það er eimmitt heilsan. Ég er eiginlega að bíða eftir að fá eins og eitt stykki loftstein í hausinn í skiptum fyrir að hafa haft heilli heilsu að flagga í 30 ár - án þess nokkurn tíma að feilpústa. Ég hef ekki einu sinni unnið mér inn fyrir henni og hef verið mjög duglegur að syrgja það sem ég ekki á, rétt á meðan ég fæ vart þverfótað fyrir hamingju og alsnægtum.
Mér verður oft hugsað til vinar míns sem er með eina þá alfegurstu sál sem hefur skolað inn í nokkurn skrokk sem á vegi mínum hefur orðið. Þegar hann var rétt tvítugur greindist hann með geðklofa eftir að hafa heimsótt aðrar plánetur um tíma. Þessi drengur hlýtur að vera ein sú mesta hversdags-hetja sem ég hef kynnst (já ég hef kynnst þeim allmörgum) og hann er þar að auki djúpvitur. Hann hafði möguleika á að gleypa heiminn í einum bita þegar hugur hans heltók sálina.
Af hverju veikist hann en ekki ég eða einhver sem veigrar sér ekki við að nauðga ástinni? Eitt stykki ALVALD! - Þú skuldar mér haldbært svar við þessari spurningu öðrum fremur þegar ég drepst og held á þinn fund; það þýðir ekkert að skila manni inn í annan heim eða þennan aftur með slíka spurningu á bakinu!
En hann er ekkert eina dæmið. Ég átti vin í æsku. Pabbi hans deyr þegar hann er 12 ára, systir hans hengir sig þegar hann er 13 ára, móðir hanns fær heilablóðfall þegar hann er að verða 18 ára og hún fær ekki inn i á stofnun svo hann neiðist til að hugsa um hana og geðfatlaðan/þroskaheftan eldri bróður sinn í einhvern tíma heima hjá sér...
ÉG HEYRÐI HANN ALDREI KVARTA!!!
Ég er að vinna með langveiku fólki sem í flestum tilfellum bíður eftir því að drepast - ÞAÐ GETUR BROSAÐ OG MEINT ÞAÐ..

Það er von mín og vissa að vorið bíði okkar allra...

   (8 af 70)  
4/12/08 21:00

Jarmi

Það mallar eitthvað gott inní þér ljúfurinn.

Ég var einmitt að tjá mig um sama efni á einhverjum ómerkilegum þræðinum hérna um daginn, hvar ég lýsti yfir ósanngirni þess hve ég væri alltaf heppinn (og þá miðað við aðra sem frekar ættu það skilið).

4/12/08 21:00

hlewagastiR

Finngálknið er samt við sig. Væl, væmni og rúnk. Fimm vasaklúta félagsrit sem þessi vatnsgreiddi eilífðarfermingardrengur les upp á kvenfélagsfundum og elliheimilum. Þessi piltur er eins og klipptur út úr vondum þætti af Grenjað á gresjunni.

4/12/08 21:00

Dula

Finngálkn , þú ert gull .

4/12/08 21:01

krossgata

Og ef þú værir í sporum þessa fólks, myndir þú kvarta? Er þetta fólk óhamingjusamt þó erfiðleikar hafi hlaðist á það? Allt spurning um afstöðu. Ég held það sé ódýrt að spyrða saman erfiðleikum og óhamingju. Fólk getur verið bullandi óhamingjusamt, með eða án góðra mannkosta, þó því sé færður heimurinn á silfurfati.

4/12/08 21:01

Finngálkn

Gott að þú getur grenjað með mér Hlebbi!

4/12/08 21:01

Jarmi

krossgata: ég les aðallega út úr þessu hjá honum að honum finnist almættið vera of ljúft við sig, gálknið, sem ekkert gott á skilið, meðan dýrgripir eins og þetta fólk sem hann lýsir fær sífelt spark frá yfirvaldinu.

Eða hvað...?

4/12/08 21:01

krossgata

Jarmi minn það er örugglega rétt, ég var bara að hugsa um þetta með misskiptingu hamingjunnar.

Gálknið er kannski að biðja um vorkunnsemi af því það hefur það of gott og lætur liggja að því að því hafi verið úthlutað af minni helming hamingjunnar?

4/12/08 21:01

Þarfagreinir

Það eru engin 'metalögmál' sem stýra tilverunni. Gæðin úthlutast á algjörlega handahófskenndan hátt - en eins og krossgata kemur inn á, þá er mest um vert hvernig fólk spilar úr því sem það fær í hendurnar.

Þannig mætti líkja lífinu við pókerspil. Við spilum eftir ákveðnum reglum (þó þær séu reyndar ekki jafn skýrar í lífinu og í póker, þá eru þær vissulega til staðar). Fólk fær með slembiaðferð misgóð spil í hendur, þar sem ákveðnar hendur eru líklegri til að vinna en aðrar. Með góðri spilamennsku getur slæm hendi þó unnið góða hendi, sérstaklega ef illa er spilað með hinni góðu.

Sumsé, þau lífsgæði sem sumir njóta umfram aðra, vegna slembilukku, eru ákveðin forgjöf, en segja ekki alla söguna, því það er líka hægt að skapa sér lífsgæði með hegðun sinni og framkomu - en það er allt og sumt. Það eru engir guðir eða karmalögmál sem úthluta umbun og refsingu samkvæmt einhverjum mystískum lögmálum.

Ég veit að þetta hljómar allt saman frekar óspennandi, en ég trúi hreinlega ekki á töfra.

4/12/08 21:01

Jarmi

Og erum við þá ekki bara öll sammála?

4/12/08 21:01

Villimey Kalebsdóttir

Nei.. það eru sumir sem svindla í spilum.. [Glottir]

4/12/08 21:01

Nermal

Hlutunum er oft ansi misskipt. Það er til fólk sem er fallegt, gáfað og getur sungið, leikið,dansað og ýmislegt annað. Svo er fólk eins og ég sem kann ekkert, skilur ekkert og er illa vaxinn og ekkert afburðar fallegur. Skemmtinlegt félagsrit Finni.

4/12/08 21:01

Þarfagreinir

Ágætur punktur, Villimey. Svindl passar reyndar alveg inn í samlíkinguna.

Það er vel hægt að svindla á kostnað annarra í lífinu, rétt eins og í spilum. Það er meira að segja oft á tíðum léttara í lífinu en í spilum, þar sem reglurnar eru það loðnar.

Þegar einhver svindlar er það síðan annarra að taka eftir því og bregðast við því. Ekkert æðra afl refsar þeim sem svindla.

4/12/08 22:00

Finngálkn

Ó Þarfi! - Now I have to shoot you with my lugar pistol; you have analyzed the soul core of this so called life... Respect mon!
Ég er samt ekki einu sinni að fara í sömu átt og þú.

4/12/08 22:00

Finngálkn

Já og annaðhvort er þetta fyrirfram skrifað handrit (sem gengur samt ekki upp) eða þá að við fáum þessu öllu ráðið fyrr eða síðar. Þá mætti ætla að við séum sjálfráða að leyta átta.

4/12/08 22:00

Kiddi Finni

Þessar eru frekar stórar og viðar spurningar... en þar sem svindl er annars vegar: margir svindla á kostnað annarra og jafnvel og kannski fyrst og fremst á kostnað sjálfs sins með því að vera sjálfum sér firrtir og brjóta á eigin samvisku. 'Eg til liklegt að slikt svindl bitnar fyrr eða siðar á manni sjálfum. Maður vinnur tjón á sálu sinni. Eða þannig.

5/12/08 01:01

Bleiki ostaskerinn

Ég legg mig fram við að finna fyrir þakklæti fyrir allt sem ég hef. Ég geng á tveimur fótum með heilsuna í temmilegu lagi og geðheilsuna.. ja dæmi hver fyrir sig. Ég á þak yfir höfuðið, föt utaná líkamann, mat í munninn og fjölskyldu og vini sem mér þykir ógurlega vænt um. Já ég skulda og já ég hef átt erfitt með að standa í skilum en það er allt að koma.. ég gæti eflaust velt mér endalaust uppúr heimatilbúnum vandamálum ef ég bara kysi að gera það, en þegar upp er staðið þá hef ég einfaldlega ekki efni á því.

Finngálkn:
  • Fæðing hér: 10/8/04 21:26
  • Síðast á ferli: 17/8/16 00:18
  • Innlegg: 277