— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Finngálkn
Fastagestur og  skriffinnur.
Sálmur - 4/12/04
Reiði!

Göngurtúr kl: 02:37.

Ég var úti að viðra hundinn í nótt. Greyið er búinn að vera eitthvað slappur í maganum svo maður verður bara að hlaupa þegar hann gefur merki.
Allavega vorum við snati að labba barónstíginn í gær á heimleið þegar við mætum hópi ungmenna. Í hópnum var stæðilegur ungur maður um 25 ára gamall sem gat ekki haldið þroskahömlun sinni í skefjum og fór að gelta og urra á Lordinn (sem hundurinn minn heytir - er blanda af sheffer og úlfhundi). Þessi hundur er eins og mitt eigið afkvæmi og er skarpgreindur auk þess að geta lesið fólk eins og uppflettirit með augonum einum.
Slíkt leiðir Lordinn alltaf - já alltaf hjá sér... nema í þetta skipti.
Til Þess að lýsa honum aðeins betur er hann 63 kíló - 1,12 cm yfir herðakambinn og hættulega kjötmikill (enda hugsað vel um hann). Sjálfur er ég vel hraustur en ég á ekki auðvelt með að halda Lordinum þegar hann reiðist - sem var í 4 skipti í gær - 6 árum. Drengdjöfullinn æstist og lét enn ver þannig að ég var orðinn ansi þreyttur þegar ég náði að binda lordinn við stöðumæli. Ég gekk að manninum og spurði yfirvegað hvort hann væri vangefinn! - Þá ýtir hann við mér og ég sný hann niður með þeim afleiðingum að ég úlliðsbraut hann. Þá fór vöðvabólgan að væla og meig á sig svo vinir hans ætluðu eitthvað að reyna að koma honum til hjálpar. Ég ætla ekki að lýsa því hvernig en ég gekk snyrtilega frá þeim á miðað við hvað ég var reiður. Ég fór og leysti Lordinn sem var allur útskitinn af æsingi og froðufellandi og kom honum heim við illan leik. Þar beið konan og eldri dóttirin í sjokki því þær höfðu fylgst með útum gluggan.
Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hentugt að segja frá slíku á þessum vetvangi - en eru takmörk fyrir heimsku fólks engin. Það sýður enn á mér.
Þessir ungu menn voru mun heppnari en þeir gera sér grein fyrir - því hefði Lordinn sloppið í þá væri verið að reyna snyrta þá fyrir skoðun í líkhúsi landsspítalans.
Af hverju getum við ekki sýnt blessuðum dýrunum þá virðingu sem þau verðskulda???

   (44 af 70)  
4/12/04 02:01

Ívar Sívertsen

Ég spyr nú bara af hverju svona hálfvitar ganga lausir? Slík mannvonska gagnvart dýrum er ófyrirgefanleg! Ef ég sé svona stóran hund þá tek ég á mig krók því ég veit ekki hvernig svona dýr eru innrætt. En að fara að urra og gelta á stóran hund er vottur um einhvers konar geðbilun eða truflun. Ég styð þig heils hugar í baráttunni Finngálkn!

4/12/04 02:01

Ívar Sívertsen

p.s. af hverju er þetta sálmur?

4/12/04 02:01

Heiðglyrnir

63 kíló og 1,12 yfir herðakamb, glæsilegur hundur það Finngálkn minn. Meðferð, umhirða og framkoma við dýr ætti hreinlega að vera á námsskrá í grunnskólum landsins. Þetta gerðist meira og minna sjálfkrafa hér áður fyrr, þegar flestir krakkar voru eitt og eitt sumar í sveit. Ekki það að Riddarinn vilji á einn eða neinn hátt afsaka svona hugsunar og virðingaleysi fyrir dýrum og mönnum.
Vonandi átta þessi ungmenni, sem að þú hittir þarna, sig á mistökum sínum í þessu máli, svo að þú lendir ekki í neinu veseni eða eftirmálum út af þessum leiðindum. Þó að þú sért reiður núna, mælir Riddarinn með, ef stefnir í eftirmála, að þú reynir að hafa samband við þessa krakka og komir þínum sjónarmiðum á framfæri með góðu.
Annars er ekkert annað að gera en láta sér renna reiðin, og fara bara út að ganga með Lordinn.

4/12/04 02:01

Lómagnúpur

Óþekka unglinga á að rasskella og keyra svo heim til sín. Sérstaklega ef þeir eru spíraðir.

4/12/04 02:01

Limbri

Ég dáist að hundum í góðum holdum með fallegan feld. Sé ég Lordinn alveg ljóslifandi fyrir mér af lýsingum þeim er þú lætur okkur í té. Fögur skepna og tignarleg. Þér eigið hrós fyrir að huxa vel um dýrið og vona ég að þið eigið mörg góð ár eftir saman.

Varðandi úlnliðsbrotinn drenginn og alla umgjörð þess máls tel ég að full mikilli hörku hafi verið beitt, nema þá þú teljir sjálfan þig eða Lordinn hafa verið í hættu stadda. Mikilvægt er að gera sér góða grein fyrir muninum á því að vera í hættu og að vera í auðmýkjanlegrum aðstæðum. Óviðunnandi er að brjóta bein í manneskjum ef ástæðan er ekki önnur en sú að lélegt grín hafi átt sér stað. Þó vil ég ei leggja dóm á hvort þú hafir verið of harðhenntur, sjálfur var ég staddur á öðrum heimsálfufleka og varla í aðstöðu til að segja til um slíkt.

-

4/12/04 02:01

hundinginn

VOFF!

4/12/04 02:01

Smábaggi

Ég hata hunda, þessi sískítandi og flóabitnu fyrirbæri. Reyndar hata ég flest gæludýr, það ætti að banna þau.

4/12/04 02:01

B. Ewing

Hvernig veistu fyrir víst að grey maðurinn hafi úlnliðsbrotnað? Fannstu þegar þú braust eða var þetta einhvert væl hjá bjánanum eftir að hann fann að málið var tapað?

Annars þá myndi ég telja manninn heppinn að sleppa með brot því að ef hundurinn hefði komist að honum þá er óvíst hvernig hefði farið. Sá væri í besta falli að telja saumana núna.

4/12/04 02:01

plebbin

25 ára unglingur?

Algjörlega ósammála Limbra, flott hjá þér að úlliðsbrjóta kvikindið.
Maður hefur lent í þessu, heimskan í sumu fólki er alveg óendanleg + 1. Ef hundurinn tryllist, þá gæti hann átt það til að ráðast á manneskjuna sem þýðir bara eitt. Dauðadómur fyrir greyið hundinn. Hef eiginlega alltaf átt hund (nema núna [brestur í óstöðvandi grát]) og einu sinni lent í svipuðu atviki.
Ég gerði reyndar ekkert í því, lét útúr mér nokkur vel valin orð. Bara ef maður hefði kjark til að brjóta hendina á helvítis kvikindinu.
Ég tek að ofan fyrir þér Finngálkn.

p.s. nú langar mér í hund

4/12/04 02:01

Hakuchi

Góð saga.

4/12/04 02:01

Bismark XI

Gamam af þessari fallegur sögu úr Íslensku hversdags lífi.

4/12/04 03:00

Jóakim Aðalönd

Ég lenti í svipuðu atviki þegar ég fór út að ganga með hákarlinn minn um daginn. Hann reyndar slapp úr hendi mér og gleypti unglingaskarann í einum bita. Mér var ekki skemmt og hreinsunardeild borgarinnar ekki heldur.

4/12/04 03:01

Vímus

Ég er ekki alveg sáttur við þig kallin minn. Þú hefðir átt að refsa kvikindunum almennilega. Annars er furðulegt að sjá hvernig Íslendingar haga sér almennt við annara manna hunda. Þegar maður hefur búið í löndum þar sem hundahald er algengt þá veit maður að fólk lætur hunda annars fólks í friði. Þeir sem ekki gera það eru álitnir bilaðir.

4/12/04 03:01

Vestfirðingur

Þetta er nú meiri helgislepjan! Hundarnir í Reykjavík hafa það betur en indíánarnir í Guetamala. Annars er tímabært að taka upp hýðingar aftur. Fólk verður víst að aumingjum eftir vist á Hrauninu. Heiðarlegra fyrir alla að gera upp hlutina um leið og þá er þetta búið.

4/12/04 04:00

litlanorn

sveiattan. þessi borg morar í unglingi. ég hef lengi mælst til þess að eitrað verði fyrir þessari óværu.

1/11/07 03:01

Skreppur seiðkarl

"Ég ætla ekki að lýsa því hvernig en ég gekk allur útskitinn af æsingi og froðufellandi og komst heim við illan leik."

Finngálkn:
  • Fæðing hér: 10/8/04 21:26
  • Síðast á ferli: 17/8/16 00:18
  • Innlegg: 277