— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Finngálkn
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/04
Finngálkn bregður sér úr karakter af illri nauðsyn

Dreypt á málefnum líðandi stundar...

Gantast hefur verið með það að Laugavegurinn verði kallaður Auðivegurinn ef af yfirvofandi harmleik verður. Mikið hefur verið vælt um þetta í fréttum með ákaflega misgáfulegum rökum. Ég geri ráð fyrir að fólk þekki málið.
Heimskan virðist óendanleg og skal það tekið fram í byrjun að ég mun vera einn af þeim sem verð hlekkjaður við þessa kofa sem á að rífa. Af hverju fá fávitarnir alltaf sínu framgengt? - Mörg eru dæmi þess að hús (eða fornminjar) hafi verið rifin í Reykjavík og svo hafa menn staðið og klórað sér í hausnum yfir því - að ekki sé minnst á það sem á eftir hefur komið.
Aðrar þjóðir leggja metnað sinn í að varðveita sögu sína og tilheyrandifornminjar, en okkar metnaður liggur í því að jafna þær við jörðu. Í kringum 1970 átti að jarða torfuna - húsalengjuna sem nær frá lækjarbrekkur að MR en sem betur fer komu nokkur framsýn ungmenni í veg fyrir það og stofnuðu torfusamtökin í kjölfarið. Fjalakötturinn fauk og enn er hann grátinn. Og hver skeit í hausinn á þeim sem heimiluðu byggingu Morgunblaðsbáknsins sem hefur það hlutverk eitt í dag að vera minnisvarði um ósmekklegasta tímabil íslensks arkitektúrs - er þó af nógu af taka.
Ætti peningaliðið og hinir svokölluðu stjórnendur borgarinnar ekki að sjá sóma sinn í því að varðveita miðbæinn og þau hús sem hafa mörg hver staðið frá því að sjálfstæðis baráttan var aðeins hugsjón í höfðinu á Jóni forseta vorum.
Það er annað svolítið merkilegt í þessu samhengi eða frekar skammarlegt. Margt sem hefur varðveist af annars fátæklegri menningu okkar íslendinga má þakka framsýni útlendinga. Byrjum á Árna og handritunum. Hann var ekkert annað en dani, íslenskur að nafninu til; danskurinn hafði svo vit fyrir okkur eins og svo oft áður og afhennti ekki handritin fyrr en hann taldi litla bróður hafa vit og rænu til þess að varðveita þau. Það var svo einhver Breti sem bjargaði stofni íslenska fjárhundsins og hvað hét aftur daninn sem hratt af stað íslensku átaki þegar honum þótti ljótt að heyra hve fá íslensku orðin voru orðin í þeirri dönsku sem Reykvíkingar töluðu þegar hann gekk á milli húsa.
Enn ætla ráðamenn að selja undan okkur stoltið - það litla sem eftir er - því ávalt er ráð að heimsvæðast. En það er önnur saga ... og þó!
Það sannfærir mig enginn um að það borgi sig ekki að gera þessa kofa upp. Þá borgar sig varla að eiga sögu sem er síðast þegar ég gáði, það sem við byggjum nútíman á.

   (46 af 70)  
2/12/04 20:01

Tina St.Sebastian

Hvur fjandinn er í gangi hérna?! Við erum sammála!

2/12/04 20:01

Þarfagreinir

Og það sem meira er - þetta var vel skiljanlegt félagsrit og rökstutt út í þaula.
Er Finngálknið andsetið?

2/12/04 20:01

Jóakim Aðalönd

Framþróun! Arður! Peningar!

2/12/04 20:01

Vímus

Góð ábending fyrir íslensku Þjóðarremburnar sem eru örugglega ekki í útrýmingarhættu. Svo er auðvitað ánægjulegt að sjá votta fyrir mannlegri hugsun hjá Gálkns-skrímslinu.
Kveðja. Vímus Villimaður.

2/12/04 20:01

hlewagastiR

Það má nú setja jarðýtur á þessa fúakofa mín vegna.

2/12/04 20:01

Lómagnúpur

Nú er einmitt verið að ryðja burtu einum glæsilegasta fulltrúa arkitektúrs sjöunda áratugarins í reykjavík: Essóstöðinni í Fossvoginum. Tígullegt sagtennt þakið yfir tveimur sjálfstæðum sölueiningum. Tímalaus glæsileiki, bæði í formi og anda, er þannig rifinn upp með rótum svo hægt sé að selja fleiri pulsur með kartöflusalati. Svei! Og enginn segir neitt!

2/12/04 20:01

Fíflagangur

Ég held að Finngálknið ætti að hætta að gjamma og afla sér frekar upplýsinga um hvaða kofa er um að ræða. Svo er snjallt að fá sér heilsuibótargöngu niður, eða jafnvel upp Laugarveginn og meta það hvort það sé púkkandi upp á þessi hús.

2/12/04 20:02

Bismark XI

Þarna þykkir mér hafa verið unnið þjóð þrifa verk. Loksins erum við sammála um eitthvað Finngálkn. Takk! Þetta er menningar arfur sem að okkur ber að vernda, ég verð hlekkjaður með þér Finngálkn.

2/12/04 20:02

Steinríkur

Ég er nú á móti því að rífa þessa kofa án umhugsunar en það er staðreynd að sum húsin eru ekki þess virði að halda upp á þau - þó þau séu gömul.
En ef Finngálknið ætlar að hlekkja sig við húsin er það ágætis hvatning fyrir suma til að mæta á jarðýtunni.

2/12/04 20:02

Finngálkn

Góður Steinríkur! - Ég kann að meta góð skot.

2/12/04 20:02

Vladimir Fuckov

Vér tökum undir að þetta er afar óvænt félagsrit - en gott. Það sem fer aðallega í taugarnar á oss í þessu öllu er að það er alltaf verið að rífa eitt og eitt hús hér og þar. Þetta veldur því að óvíða eru hverfi með eingöngu gömlum húsum og heildarsvipurinn verður því annar en ella. Betra þætti oss að rífa einfaldlega öll gömul hús á ákveðnum svæðum en ekki eitt einasta á öðrum svæðum. Stór hluti Hverfisgötunnar (einkum ofan til) er t.d. alveg hræðilegur, svo og sum svæði þar norður af og ætti frekar að rífa eitthvað af húsum þar.

2/12/04 21:00

Finngálkn

Ég tek undir orð þín Vladimir, hverfisgatan er ein versta sjónmengun miðborgarinnar þótt innan um sé að finna marga gullmola.

2/12/04 21:00

B. Ewing

Á Laugavegi eru mjög falleg hús, oft áberandi hornhús sem líta vel út. Inn á milli eru alveg hræðilega ljót og hallærisleg hús eða öllu heldur kofar sem byggðir hafa verið smátt og smátt og hafa þannig nákvæmlega engann arkitektúr né hafa þau útlitið með sér. Þessi sömu hús hafa enga sögu að segja aðra en þá að Ísland hefur ekki átt pening fyrr við lok 20. aldarinnar.

Ég hef komið við á nokkrum stöðum í Evrópu og meðal þeirra er Luxemburg, ein fallegasta borg álfunnar. Þeirra aðferð við að halda útliti götumyndarinnar sem mest óbreyttri með tilliti til gamalla húsa var að rífa hús að "innan", skilja eftir skelina og byggja nýtískulegt og vandað nútímaumhverfi inní þessum húsum. Þannig náðist það besta úr báðum flokkum en í þessum tilvikum var um að ræða steinhús , ekki timburhús.

Sé hægt að útfæra þetta að einhverju leyti á Laugaveginn þá er takmarkinu náð, gamaldags útlit, nýtt hús.

2/12/04 21:01

Sundlaugur Vatne

Vel mælt. Það var Rasmus Kristján Rask sem bjargaði Íslenzkunni.

2/12/04 21:01

Meistarinn

Meigi reykjavík brenna. Svo ég geti byggt hana upp aftur.

2/12/04 22:01

krumpa

Ó Finngálkn - er algerlega og gjörsamlega sammála. Hefði samt frekar viljað að þú hefðir skrifað þetta undir öðru alteregói - þetta fer ekki vel með ímyndina!

2/12/04 23:00

Heiðglyrnir

Hvað sem má segja um Laugaveginn og Hverfisgötuna, þá er félagsritið alveg frábært. Verð samt að taka undir með Krumpu, gamla Finngálkns Ímyndin er alveg að fara í hundana. Nú orðið má bara ekki af þessum dreng líta, þá er hann farin að stilla til friðar manna á milli eða orðin lífið og sálin í hinum og þessum þjóðþrifamálum. Áfram Finngálgn.

2/12/04 23:01

Hakuchi

Þetta er góður pistill. Ekki er ég alveg sammála öllu sem þar kemur fram. Umræðan um þessar breytingar þjófstartaði eiginlega. Fólk fór að æpa með og á móti án þess að vita mikið um málið. Þetta verður víst kynnt betur í vor með sýningu. Nóta bene, ég skoðaði bæklinginn um þetta og það er ekkert sjálfsagt að þessi hús verði öll rifin, það hefur bara verið gefið grænt ljós á það af borgarinnar hálfu, eigendunum er í sjálfsvald sett hvað þeir gera við húsin, hvort þeir rífi þau eða endurbæti.

2/12/07 07:01

Skreppur seiðkarl

Og aftur, þremur árum síðar ber þetta sama upp á góma og aftur eru menn ósammála, sem og fyrri daginn.

Finngálkn:
  • Fæðing hér: 10/8/04 21:26
  • Síðast á ferli: 17/8/16 00:18
  • Innlegg: 277