— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Finngálkn
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Djásnið viðrað - Af fegurstu minningum sögunnar

Þarna uppá heiðinni má finna upphafið. Í nútíma staðfærðum frásögnum er staðurinn kallaður Breiðholtið - þar sem ég átti að ala manninn.
Sögur segja að djöfulgangur úr neðra hafa myndað hæðina í útjaðri Reykjavíkur, árar og forynjur hafi djöflast svo mikið við að komast upp á yfirborðið að jörð var farin að ganga upp. Að lokum tókst svo þessum undirheimahyski að brjóta sér leið upp á þeim stað sem nú stendur Fellahverfið, uppspretta alls ills og fylgjandi furðulegheita; þar byggðum við okkur ból. Finngálkn heyti ég og er einn þessara skratta sem var gefið líf og reisupassi aðra leið upp.
Ég minnist heimahaganna með söknuði og tárum þegar hugurinn skolar mér útá hafsjó minninganna, þá var allt gott.
Æsku mína mótuðu hetjur eins og pervertinn á 6. Maður þessi hafði af því sérstaka unun að bera á sér djásnið og læða því á rúðu hjá fólki sem hafði af því gaman að njóta náttúrunnar með látum. En það gerði hann með því að leggja líf sitt og lim í hættu og klifra uppá svalir hjá viðkomandi fólki. Því miður er hann nú kominn aftur heim (til pabba yfirgrillmeistara í neðra) eftir að hafa lagt það á sig að klifra upp þrjár hæðir í miklu frosti, alsber - og dingla sér svo fyrir utan glugga hjá nágrönnum sínum. Því miður gaf rennan sig og hann endaði líf sitt hér á jörð á jörð-inni. Ekki tókst honum að leggja rækt við holdsins kenjar í þeirri tilraun en andann engu að síður og var hann enn beinstífur þegar lögregla vitjaði hans.
Oh... Þvílík góssentíð! Gengjastríðin, slagsmálin, nágrannaerjurnar, flugelda bardagar á milli blokka sem enduðu einatt með íkveikju... Æ lov itt! En fyrnd er fögur stund og ráða uppvakningar nú ríkjum í Breiðholtinu. Nú þarf að halda upp í alsherjar tiltekt.

   (63 af 70)  
1/11/03 05:01

Hakuchi

Góður pistill. Hvar er þetta Breiðholt?

1/11/03 05:01

Finngálkn

Það mun vera altumlykjandi.

1/11/03 05:02

Hakuchi

Jæja. Eins lengi og það skyggir ekki sýn mína á Esjuna.

1/11/03 05:02

Limbri

Þetta er nokkuð nákvæm frásögn. Og mæli ég sem einstaklingur sem ól manninn í Breiðholtinu.

-

1/11/03 05:02

Finngálkn

Mætti ég spyrja þig Limbri, hvar þú gekkst í skóla og hvaða ár laukst þú prófi þaðan?

1/11/03 05:02

Limbri

Trúnaðarupplýsingar sem þessar verða því miður ekki uppgefnar hér. En þér er velkomið að leggja inn fyrirspurn í þríriti. Fyrirspurnum skal skilað í ruslatunnuna á Nonna-bitum.

-

1/11/03 05:02

Þarfagreinir

Fellahverfið var athvarf fyrir margan amlóðann. Sem betur fer þá var Bakkahverfið töluvert skárra ... þar voru a.m.k. flestir amlóðarnir geymdir í einni blokk, þannig að maður vissi ávallt hvaða stað maður þurfti að forðast.

1/11/03 05:02

Finngálkn

Humm... dularfullt! - Sennilega úr Seljahverfinu. Annars ætlaði ég nú ekkert að vera ágengur - bara mjög misjafnar útskýringar á uppvextinum hjá fólki eftir því hvar og hvenær það ólst upp á heiðinni.

1/11/03 05:02

Finngálkn

Gott óþarmur!

1/11/03 05:02

Limbri

Án þess að ætla að lofa þér að komast upp með einhverja útilokunar-aðferð þá skal ég útiloka Seljahverfið, svona til að létta þér lífið. En hin hverfin gekk ég óhræddur um og eignaðist kunningja í þeim öllum. (Reyndar líka í Seljahverfinu en þangað fór maður ekki oft.)
En það er kannski merkilegast að einu Breiðholts-vinirnir sem ég á enn þann dag í dag eru allir úr Seljahverfi. Afar sérstakt.

-

1/11/03 06:00

Jóakim Aðalönd

Hmmm... Ég hef það frá fyrstu hendi að krakkar úr Seljahverfinu séu öðlingar. Hinir í Breiðholtinu eru svo sem ekkert verri en hver annar, en Seljahverfingar eru sérlega geðþekkir.

1/11/03 06:01

Rasspabbi

Að nokkur maður skuli hætta sér upp í Breiholt á einkabifreið, hvað þá með almenningsfarartækjum, þykir mér stórmerkilegt.
Annað hvort er þetta einhver sjúkleg æfintýraþrá eða hreinræktuð heimska og/eða fífldirfska.

Fyrir mitt leyti voga ég mér ekki upp á Rjúpnahæð nema með alvæpni og á bryndreka.

1/11/03 06:01

hundinginn

Litlu börnin leika sér...

1/11/03 07:01

Vímus

Skemmtileg pæling sem segir margt. Ég hef það á tilfinningunni að börn dagsins í dag, séu að missa af þessu lífi sem er svo fast greypt í huga þinn. Það vill svo til að ég hef að undanförnu verið að punkta niður eitt og annað úr skrautlegu lífshlaupi mínu. Það sem ljúfastar minningar vekur, eru æskuárin sem þó voru enginn dans á rósum. Mínar æskustöðvar voru í augum Reykvíkinga álíka ógnvekjandi og Harlem er í augum hvítra New
york búa. Þetta hverfi hét Camp Knox og var eitt stærsta braggahverfi borgarinnar. Ég ætla ekki að lýsa því nánar að sinni. Ég held ég skilji ákaflega vel þessar góðu minningar þínar þegar ég segi að þessum æskuárum mínum hefði ég ekki viljað skipta fyrir æskuár í einhverju glæsihverfi.

1/11/03 07:01

Finngálkn

Þar er ég þér sammála. Það hefði verið lítið fjör að alast upp í vesturbænum eða í einhverju samskonar umhverfi.

1/11/03 01:00

EyjaSkjeggur

seljarhverfið er gott hverfi bjó þar

1/11/03 01:01

Nafni

Æskan er gott hverfi.

1/11/03 01:01

Skabbi skrumari

Flott Finngálkn, nú bíð ég bara eftir að Vímus komi með Camp Knox pistil...

Finngálkn:
  • Fæðing hér: 10/8/04 21:26
  • Síðast á ferli: 17/8/16 00:18
  • Innlegg: 277