— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 4/12/04
Tordýfillinn flýgur í rökkrinu

Hver mann hann ekki?

Mér finnst við hæfi að minna á endurflutning Útvarpsleikhússins á Tordýflinum eftir Maríu Grípe. Á sunnudaginn klukkan þrettán, líklega annar þáttur.
Framúrskarandi sænskur unglingahasar frá því áður en internetið svokallaða var sett á tölvur.
Engin stjarna, enda flutningnum ólokið.

   (5 af 33)  
4/12/04 16:01

Enter

Heyr, heyr, heyr! Þetta er mikil og hrein snilld, sem maður missti aldrei af í gamla daga.

Allir að hlusta.

4/12/04 16:01

Skabbi skrumari

Hvaða rugl er þetta í ykkur, þetta er ekki frá því í gamla daga... það var ekki búið að finna upp útvarpið þá... [man eftir sunnudagslestrinum upp úr íslendingasögunum hjá afa gamla]

4/12/04 16:02

Nornin

Maria Gripe er góður rithöfundur. Minnir að hún hafi skrifað eina uppáhaldsbókina mína í æsku, Sesselia Agnes. Spennusaga í augum ungrar Nornar.
Ætli hún hafi elst vel? [fer að leita]

4/12/04 17:00

Tina St.Sebastian

Maria Gripe? Sú sama og reit Elvis Karlsson og Hugo och Josefine bækurnar? Þetta verð ég að heyra!

4/12/04 18:01

Lómagnúpur

Þetta var raunar þriðji þáttur en stóð fyllilega undir væntingum.

4/12/04 20:01

voff

Tordýfillinn hafði þann skemmtilega eiginleika að vera drulluspennandi. Ég man eftir því þegar það voru spennuleikrit í útvarpinu sem rændu mann svefni sökum hræðslu. Afturgengnir vandræðaunglingar, ekkjumorðingjar og fleira skemmtilegt. Núna hlæja krakkarnir að svona nokkru.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?