— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/02
Kjötkaupmenn

Enginn metnaður?

Í aldaraðir höfum við étið kjöt á íslandi. Kindur, hross, svín (í upphafi og svo aftur síðar) og kýr að ónefndu öðru smálegu. Lengi vel var þetta saltað eða þurrkað ef ekki étið nýtt eða soðið.

Nú á dögum eru til fleiri skepnur til átu: hvalur, gæs, hænsnfuglar og margt fleira. Samt eru kjötbúðir eins og bakarí á haftatímanum: fjórar sortir.

Af hverju er það, að hjá þjóð sem étið hefir meira kjöt en flestar hefur ekki komist á almennileg kjötbúðarmenning? Af hverju get ég ekki beðið kjötkaupmanninn að skera handa mér vænt snitzel af svínalærinu? Af hverju get ég ekki keypt malakoff í lausu? Af hverju verð ég að kaupa a.m.k. fimm pylsur í pakka, allar eins á bragðið frá öllum framleiðendum?
Af hverju á hann ekki svínatólg og spekk? Af hverju á hann ekki ósoðinn blóðmör? Af hverju á hann ekki nautahnakka eða svínahöfuð? Af hverju í veröldinni er það litla sem til er í forskornum, forskömmtuðum ferhyrningum í loftskiptum plastbökkum með eldhúsrúllubotni?

Ætli þetta orsakist ekki af:
<li>haftastefnu stjórnvalda</li>
<li>miðstýrðri sláturstefnu</li>
<li>íhandssemi neytenda</li>
<li>gerræðislegri hollustulöggjöf</li>
<li>umbúðafíkn neytenda</li>
<li>metnaðarleysi kjötkaupmanna</li>

Þyngst vegur líklega hið síðastnefnda, og því fá þeir aðeins eina stjörnu. Ef þeir hefðu aðeins átt svínatólg.

   (23 af 33)  
Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?