— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/02
Hvers vegna varstu kyrr?

Það er svo margt sem stendur í stað

Stundum er það svo að þegar löggjafinn hefur komið einhverju á löpp þá lítur hann með velþóknun á dagsverkið og finnst það harla gott. Svo snýr hann sér að öðrum verkefnum. Svo líður tíminn og dagsverkið sem var gott þegar það var nýtt stendur í stað og gleymist og er svo allt í einu orðið harla fánýtt.

Svona fór fyrir persónuafslættinum. Reyndar er kannski ekki við löggjafann að sakast hér, þar sem lög um staðgreiðslu skatta frá 1987 fela ríkisskattstjóra það hlutverk að ákveða skatthlutfall og persónuafslátt. Engu að síður hefur hvort tveggja staðið í stað, persónuafsláttur ekki fylgt vísitölubreytingum og því skattlagning aukist síðan þá. Hlutfallslega mest á kostnað láglaunafólks.

Sama á við um húsnæðislán. Íbúðalánasjóður fór af stað 1989 og síðan þá hefur upphæð hámarksláns verið óbreytt, meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 80%.

Sjálfsagt má telja upp annað. Ég bara nenni því ekki.

   (24 af 33)  
Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?