— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/11/03
Lúdó

Fjögurra manna borðleikur

Lúdó er magnað spil. Fjórir litir, hver með fjórum leikmönnum. Gulur, rauður, grænn og blár. Spilið heitir lúdó á flestum málum en kemur frá Indlandi þar sem það heitir Pachisi. Á þýsku heitir það "Mensch, ärgere dich nicht!" sem verður að teljast sérstaklega skemmtilegur og lýsandi titill.
Um daginn lék ég lúdó með vinum mínum og tapaði fyrst en vann svo. Það er nefnilega hægt að leika taktískt í lúdó, og gaman er að hrekkja spilafélagana með því að senda þá heim. Nú er hægt að fá fagurlega unnin lúdóborð úr vönduðum hráefnum. Vart er til sú stofa sem ekki verður glæsilegri með smekklegu glerlúdóborði, með leikmönnum úr lituðum tékkkristal og fílabeinsverpli. Ekki skemmir fyrir að bláu kallarnir eru kóbaltblandaðir.

   (13 af 33)  
1/11/03 22:01

hundinginn

Fínt á biðstofur fjármálaveldanna og annara stofnana.

1/11/03 22:01

Kynjólfur úr Keri

Vinur minn bauð mér í lúdó um daginn og ég þáði.
Endaði svo á spítala. Húsráð dagsins: Athugið vandlega hvort menn rugla saman l og j áður en þið farið að spila við þá.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?