— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/11/03
Ríkisútvarpinu verður á í messunni

Af tilteknum hringlandahætti í dagskrárvali

Ég varð ósegjanlega hryggur þegar haustdagskráin fór á fullt skrið þegar hvergi bólaði á eftirlætis dagskrárliðnum mínum. Þáttaröðinni sem ég hafði gjörfylgst með allan síðastliðinn vetur og sem skildi mig eftir ráðþrota, örvinglaðan og uppurinn þegar síðasta þætti lauk í vor. Glöggir lesendur átta sig á því að hér er um að ræða amerísku framtíðarseríuna Star Trek: Enterprise, með hinum geðþekka Scott Bacula og hinni þokkafullu Jolene Blalock í aðalhlutverkum. Eins og útvarpið gekk djarflega fram með upphaflegri sýningu þátta af þessu tagi, sem verða að teljast með sértækara efni, er furðulegt að það skuli hafa hætt í miðju kafi í ljósi þess hversu vel til tókst. Eins og stigi sem hættir, er þetta ákaflega endasleppt.

Þótt þetta sé óverjandi allt saman vil ég þó hrósa útvarpinu fyrir að sýna aftur hina framúrskarandi þáttaröð Njósnadeildina á þriðjudögum. Þeir dagar hafa ætíð verið glæpamyndadagar hjá útvarpinu og er gott að sjá að því verður ekki breytt.

   (14 af 33)  
1/11/03 05:00

bauv

Það kemur kannski í vetur því kannski er ekki búið að taka allan þáttina,eftir að klippa eða verið sé að bíða eftir filmunum því eftirspurnin er mikil.

1/11/03 05:00

hundinginn

Alger sind þetta með Star Trek.

1/11/03 05:00

bauv

Já eins og þetta voru góðir þætir.

1/11/03 05:01

Júlía

Enterprise er sárt saknað á mínu heimili. Þessi langa bið er sérlega bagaleg þar sem kafteinn Archer og hans fólk voru við það að leggja af stað í sína háskalegustu för (og hafa þær þó margar verið tvísýnar). Sjónvarpið verður að hysja upp um sig buxurnar og setja Enterprise á dagskrá aftur eins og skot!

Svo vil ég og minn tryggi skósveinn og hugsuður, Þöngull, fá að sjá meira af ævintýrum Largo og vina. Þar endaði allt í óvissu og harmi.

1/11/03 05:01

Vladimir Fuckov

Largo-þættirnir voru nú svo einstaklega lélegir og hallærislegir að það gat verið mjög gaman af þeim bara af þeirri ástæðu.

Vér höfum blendnar skoðanir á Star Trek, horfðum stundum á það og þóttu þættirnir stundum góðir en of oft koma alveg skelfilega lélegir þættir. Þeir eru líka oft á tíðum of 'politically correct'.

1/11/03 05:01

Órækja

Ég vil nú ekki brjóta nein hjörtu, en í tilfelli Largo þá er alltaf mögulegt að ekki hafi verið framleiddar fleiri seríur, en alvanalegt er í Kanalandi að hver sería endi á æsispennandi hátt, svo einhverjir hafi nú áhuga á því að fylgjast með þeirri næstu.

1/11/03 05:01

Júlía

Ég kannaði málið á netinu sínum tíma og veit fyrir víst að a.m.k. ein sería var framleidd í viðbót af Largo blessuðum.

1/11/03 05:01

Sverfill Bergmann

Svo ar bara að "dánlóda" Enterprise...til hvers að bíða?

1/11/03 06:00

Jóakim Aðalönd

Ef ég hefði tíma til að horfa á sjónvarp, myndi ég vafalaust hafa áhuga á Star trek. Sendi samúðarkveðjur til Lómagnúps Brjeznjevs.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?