— GESTAPÓ —
Hóras
Heiðursgestur.
Saga - 9/12/04
Árshátíð 2005 II hluti af III

Fneh, hér er annar hluti. Ég er ekkert ferlega sáttur við hann, bara nógu mikið til að láta hann frá mér. Þegar ég las þetta yfir þá átti ég bágt með að trúa því að ég hafi skrifað þetta. Finnst það vanta eitthvað, sérstaklega í lýsingum. Hmmm, geri betur í þriðja hluta þegar ég er búinn að lesa fréttir morgundagsins

Fyrir utan þeystust lögreglubílar með sírenurnar vælandi framhjá samkomustað hins ört vaxandi Heimsveldis. Sjúkrabíll fylgdi í kjölfarið.
Pípuklæddi maðurinn hafði nýlokið könnun á vettvangi glæpsins. Augu viðstaddra beindust flest að honum er hann bjó sig undir að ávarpa fjöldann.

“Það er dauður maður inni á salerni. Um háls hans er einangrunarvír og í gegnum enni hans hefur verið negld mynd af manni með bláa andlitsdrætti og alls kyns víra og málmdrasl tengd taugakerfi viðkomandi.”

Maðurinn með katanasverðið laut niður höfði og mælti nokkur hljóð orð til heiðurs fyrrverandi fólskumálaráðherra.

Maðurinn með pípuna hélt áfram: “Við skoðun á vettvangi fann ég lokað umslag. Ég opnaði það með ítrustu varkárni svo ég geti kannað fingraför seinna meir. Í umslaginu var mynd af dauðum manni. Maður sá var líka með mynd neglda í andlit sitt. Myndin var af riddaraleikmanninum sem vanalega er notaður í skák, nema að þessi riddari hafði kórónu á höfðinu.”

Hrollur fór um viðstadda er þau áttuðu sig á ástæðu fjarveru forsætisráðherrans. Hópar mynduðust og aðkilnaður milli þeirra óx. Gráleitu mennirnir klóruðu sér í hausnum og virtust algerlega utangátta. Þeir tóku því næst upp hljóðfæri og stilltu sér upp við einn vegginn.

Pípumaðurinn mælti enn á ný: “Hér er ljóst að tveir menn hafa verið myrtir. Annar þeirra hér innan dyra og hinn utan viðverustaðs okkar. Af sárum mannsins á klósettinu má sjá að hann hefur verið dauður í innan við hálftíma, sem þýðir að hann hefur verið dauður í um það bil 5 mínútur þegar hann fannst. Morðinginn hefur því haft 5 mínútur til að koma sér af vettvangi, eða hann er enn meðal okkar. Ég spyr því salinn: vantar einhvern hér sem þið sáuð fyrr í kvöld?”

Sóðalegur rauður svallari lítur í kringum sig, í kringum aðra og undir pilsfalda áður en hann svarar: “Það vantar fólskumálaráðherrann! Ég sá hann hérna áðan!”
Skarinn beindi óvissum augum sínum að honum.
Hann hélt áfram, skömmu eftir að glottið mjakaði sér upp andlit hans: “Ó, já. Ég skil núna.”

Sprund undarlegrar æxlunnar með sérstakt dálæti fyrir hárnæringu steig fram. “Ég sé ekki keisarann.”
Fjöldinn tók undir og háværar umræður hófust í hinum margvíslegu hópum sem höfðu myndast. Kattardýrin hvæstu. Stjórnarandstaðan umlaði og hóstaði. Nornirnar ristu rúnir. Kommúnistarnir gjóuðu augum hver á annan. Djöflarnir fóru í teningaspil.

Stúlkan sem bar nafn eigi ólíkt virka efninu í kaffi dró fram svipuna og skipaði öllum að leita uppi keisarann.
Eftir stutta leit fannst hann undir ballskáksborði. Hann var reyrður í einangrunarvír og andlit hans bar mynd af svínslegum manni, með kórónu, sólgleraugu, eyrnalokk og fleira bling.

Þegar skarkalanum lægði og fjöldinn safnaðist aftur saman, mælti Píparinn aftur: “3 menn eru dauðir. Allir voru þeir háttsettir innan Ríkisstjórnar Heimsveldisins. Við munum komast til botns í þessu máli áður en dagur rennur upp. Ég óska eftir grunuðum.”

Sóðalegi svallarinn hrópaði: “Femínstar hljóta að standa á bak við þetta! Allir hinir látnu eru karlmenn með völd! Nú láta þær til skarar skríða og hrifsa völdin!”

Fjólubláa Búddastyttan svaraði að bragði: “Við neitum allri sök! Morðinginn er augljóslega nógu sterkur til að ráða við þessi heljarmenni sem hinir látnu voru. Mig grunar að bárattan um aukin völd innan Stjórnarinnar hafi ollið þessu. Ég bendi á Konunginn og samsærismann hans, Forstjóra ÁTVB! Þú fannst umslag á líki fólskumálaráðherra! Ég sá Konunginn lauma umslagi að Forstjóra ÁTBV fyrr um kvöldið!”

Tígrisdýr sem aldrei hefur komið til Kenía öskraði: “Þeir tveir eru valdamestu menn Heimsveldisins! Annað hvort óttuðust þeir um stöðu sína eða þeir eru hentug skotmörk fyrir Stjórnarandstöðuna eða annars konar ill öfl!”

Biskupinn hrópaði: “Við höfðum sæst við Ríkisstjórnina eins og sannaðist á síðasta fundi! Þetta er augljóslega nýtt hámark í stríði Hreintrúarflokksins og Kommúnistanna!”

Kommúnistarnir þverneituðu: “Við höfum hvorki mátt né greind til að hrista svona fram úr erminni!”

Landbúnaðarráðherrann tók nú til máls: “Ég og bróðir minn ræddum við tölvu ráðuneytisins og hún hefur komist að niðurstöðu.”
Taugaóstyrk augu beindust að kassalaga kassa með skjá. Eftir órastuutastutt birtist stafir á skjánum: “B-O-“
Svo sást neistaflug og ör með mynd af tölvunni stakkst á kaf í skjáinn.
Allir snéru sér við en sáu ekkert nema auðann sófann fyrir aftan sig.

Sá með pípuna leitaði um sófann en fann ekkert. Þegar ró hafði komist á, beindist athyglinn að eina hópnum sem ekkert virtist kippa sér upp við atburðarásina.

Svallarinn snéri sér í hringi í von um að ná í rassgatið á sér, illtennta skrýmslið nagaði á sér handlegginn, marskálkur reyndi í vonleysi að reima hjá sér skóna og tvö smádýr skiptust á að berja líftóruna úr hver annarri.
Fjölmiðlaráðherrann galdraði fram hádegisblað morgundagsins og skimaði forsíðuna. Svo tók hann til máls: “Ah, hehe, ég veit hver gerði það!”

   (1 af 7)  
9/12/04 01:02

Hakuchi

Engar áhyggjur Hóras minn. Þetta er æsispennandi hjá þér.

9/12/04 01:02

Ugla

Geðveikt!

9/12/04 01:02

Sverfill Bergmann

En hver stíflaði pissuskálina?

9/12/04 01:02

Hóras

Það var sko ekkert einn aðili að því að stífla pissuskálina. En það er önnur saga. Nú er ég aðallega að velta því fyrir mér hvernig eða hvort eigi að komast upp um sökudólg allra aflífananna

9/12/04 02:00

Goggurinn

Sama hvernig fer, restin mun ekki klikka.

9/12/04 02:00

Nafni

Loksins loksins...meira meira!!

9/12/04 02:01

Vladimir Fuckov

Vjer bíðum spenntir eftir framhaldinu. Þó finnst oss augljóst að þarna sjeu óvinir ríkisins á ferð.

9/12/04 02:01

Von Strandir

Þetta er spennandi, hver er næstur!

9/12/04 05:01

Golíat

Stórkostleg frásögn, minnir helst á meistara Búlgakof, meira Hóras, meira.

31/10/04 16:01

Fergesji

Vér neitum því eigi að vér erum orðnir reglulega spenntir. Hvenær á seinasti hlutinn að birtast?

4/12/06 01:01

Billi bilaði

Hóras sást í dag, þannig að þriðji hluti gæti verið á leiðinni. [Skálar]

9/12/06 07:02

krossgata

Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á kafla III.

3/12/07 09:00

krossgata

Það bólar ekkert á þriðja kafla.

9/12/07 11:01

Wayne Gretzky

Nei..

9/12/07 23:01

Hóras

Æ já - þriðji kafli...svona er maður gleyminn

Hóras:
  • Fæðing hér: 14/6/04 17:22
  • Síðast á ferli: 7/11/09 16:03
  • Innlegg: 2025
Eðli:
Atvinnu vitorðsmaður með fingurna í ýmissi tilraunastarfssemi.