— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Sálmur

Ég eltur var af átta löggubílum
Ekki var ég neitt að súta það.
Ég hraðamælinn leit á hundrað mílum
Herra guð mér bjargi, Vímus bað.

Af Hringbrautinni hægri beygju tók ég
Holtsgatan mér sýndist vera auð.
Löggufíflin lásu mig samt alveg
lögðu sínum bílum fyrir sauð.

Í blóðprufu var bjánanum svo dröslað
bölvað fífl ég ávalt verið get.
Ég sem hef í gegnum lífið göslað
Get í heimsku endalaust sett met.

Ef ekki neitt af öllu þessu læri
Andskoti er döpur framtíð mín.
Guð mér annað, gefðu tækifæri
Gerðu það svo drekk ég aldrei vín.

   (4 af 38)  
9/12/06 23:00

Anna Panna

Vá. Ég er mjög fegin akkúrat núna að vera svona nálægt rúminu mínum og við það að skríða uppí...

9/12/06 23:00

Upprifinn

Vonandi skemmtirðu þér vel.

9/12/06 23:00

Vímus

Það held ég varla.

9/12/06 23:00

Jarmi

Vá. Ég hef mest náð að hafa átta lögregluþjóna að elta mig.
Í bílum talið, bara tvo.

Þú ert meistarinn.

[Buktar sig og beygir]

9/12/06 23:00

Offari

Ef þú hefðir bara tekið taxa þegar þið lentuð á staurnum væri pólitískum ferli þímum borgið.

9/12/06 23:01

Aulinn

Þá er það bara plan. Byrja upp á nýtt. Hætta öllu rugli.

9/12/06 23:01

krossgata

Síðustu orð fyrir afréttara?

9/12/06 23:01

Þarfagreinir

Ansans. Þú hefur verið rétt ókominn þegar þú varst böstaður. Vonandii eru eftirmálarnir ekki alvarlegir.

9/12/06 23:02

Galdrameistarinn

Úff. Vonandi leysist farsællega úr þessu hjá þér kallinn minn.
Saknaði þín reyndar í gær.

9/12/06 23:02

Tigra

Þín var sárt saknað í gær.

9/12/06 23:02

Isak Dinesen

En mín? [setur upp skeifur]

10/12/06 00:00

Ívar Sívertsen

Vímus, heillakarlinn... Nú er tækifærið! Hættu að nota lyftiduft í kökur þínar sem og aðrar jurtir. Nú skal nýtt líf hefjast karlinn og skulum við Gestapóar aðstoða þig við það.

10/12/06 00:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þar fór í verra. Flottur sálmur, hvaðsemþvílíður . . .

10/12/06 00:00

B. Ewing

Ekki gott að heyra.

Smá minnislisti:
1) Koma sér á staðinn
2) Skemmta sér
3) Bannað að blanda saman 1 og 2

10/12/06 00:01

Kiddi Finni

Nytt dæmi um skaðsemi áfengis.

10/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Skál og prump!

10/12/06 01:00

Vímus

Skrifaði ég þennan andskota?
Ég fór ekki út fyrir dyr en aldrei þessu vant þá steinsofnaði ég snemma nætur.

10/12/06 01:00

Offari

Komst ónefndur maður yfir lykilorðið?

31/10/06 07:00

Amma-Kúreki

Það vantar milli ..texta í þetta minn kæri vin
en melodían hljómar auðvitað kristal tær í skallanum á mér ............. hún er Auðvitað !
Svarti - Pétur með Stuðmönnum.
En auðvitað miklu skemmtilegra að heyra nýjar sögur af hrakförum annara en einhvers sem var hundeltur upp í Húsafell
fyrir 100 árum og enginn man hver var

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir