— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/06
Viðbjóðslegt hugarfar Gestapóa

Hér um daginn skrifaði Krumpa háalvarlegt félagsrit um skeytingarleysi lækna við sjúklinga sína.
Út frá þessu spunnust hér málefnalegar umræður.
Ég fylgdi í kjölfarið og skrifaði annan pistil um 24 stunda langar þjáningar mínar á sjúkrahúsi þar sem til stóð að rista mig á kvið svo ég gæti leyst vind.
Ekki veit ég hvað olli því að það var ekki ein andskotans hræða hér sem sá neina ástæðu til að gagnrýna vinnubrögð læknanna í því tilfelli.
Ó nei! Ykkur var verulega skemmt við tilhugsunina um að Vímus hefði liðið vítiskvalir vegna vindverkja.
Ef það er álit manna og kvenna að hér hafi verið um eitthvað grín að ræða hjá mér og frásögnin tómur tilbúningur þá er það ekki rétt. Þessi lýsing mín var dagsönn. Ég endurtek. Hvert einasta orð var satt. Þessi frásögn mín var reyndar með ólíkindum og kannske er ekki skrítið þó einhverjum þætti hún ótrúleg.
Ef þið hafið álitið mig vera að grínast þá get ég auðveldlega fyrirgefið ykkur.
Sé það hinsvegar rétt sem ég held að þið séuð svo illa innrætt að þegar Vímusi líði illa þá líði ykkur vel þá ætla ég ekki að sjá ykkur fyrir áframhaldandi vellíðan. Hafi mér ekki borist ein einasta afsökunarbeiðni fyrir miðnætti þá mun ég kveðja ykkur fyrir fullt og allt án þess að vera með einhverja stórkostlega dramatík í kringum það brotthvarf mitt.
Neyðist ég til yfirgefa ykkur mun ég að öllum líkindum leggjast í drykkju og dópneyslu og þá getið þið skemmt ykkur yfir þeim örlögum mínum en hingað kem ég ekki aftur tiil að sjá ykkur fyrir skemmtiefni.
Fram að miðnætti ætla ég njóta þess að vera hér eins og ég hef gert hingað til en eftir það er málið í ykkar höndum.

   (9 af 38)  
4/12/06 16:02

Herbjörn Hafralóns

Kæri Vímus. Ég er einn hinna seku og biðst hér með innvirðulega afsökunar á framferði mínu og skeytingarleysi.

4/12/06 16:02

Hakuchi

Þú mikli upplifandi skemmtilegra sagna fyrir líflaus meðalmenni sem aldrei hafa upplifað meiri dramatík en að seríósið sé búið í Bónus!

Ég hugsa að ég gerist meðvirkur í hótunum þínum og biðji þig afsökunar á að hafa ekki sýnt þér nægjanlega samúð í boruhnúkastíflukvölum þínum. Því verður ekki neitað að lífsreynsla þín er fyndin, jafnvel þrátt fyrir að maður eigi ekki að hlægja. Okkur tillitsleysingjunum er það eitt til málsbóta að þú ert hér sprellifandi að segja okkur þessa miklu raunarsögu og þú skrifar hana á svo líflegan hátt að ekki er hægt að verjast brosi. Ég vil því að stílfimi þín og frásagnargleði verði meðsek í sekt minni, þó einungis að litlum hluta að sjálfsögðu.

Fyrirgefðu mér meistari Vímus, því ég vissi ekki hvað ég gjörði.

4/12/06 16:02

Vímus

Það varð ekki löng bið á því að ég endurheimti gleði mína.
Þökk sé ykkur kæru vinir og mikilmenni og ég sé að hæstvirtur Hakuchi hefur mikið til síns máls um að sökin liggi ekki síður hjá mér vegna framsetningar minnar á þessu alvarlega máli. Hún hefði jú mátt vera alvarlegri.
Ykkur er að sjálfsögðu fyrirgefið og ég hlakka til enn einnar næturdvalar minnar hér í þessum frábæra félagsskap. Skál!

4/12/06 16:02

Dula

Já ef ég hef misboðið þér á einhvern hátt þá biðst ég innvirðulegrar afsökunar elsku kallinn minn. En þú mátt eiga það að ég held að loftið hafi nú ekki minnkað í þér þrátt fyrir að loftstreymið hafi blokkast í smá tíma.

4/12/06 16:02

Hakuchi

Skál félagi!

4/12/06 16:02

Vímus

Dula mín, þú segir nokkuð! Þetta hef ég ekki hugleitt fyrr.

4/12/06 16:02

Dula

Þú veist nú að ég hef alltaf rétt fyrir mér [blikkar vímus sinn]

4/12/06 16:02

krossgata

Málið er auðvitað Vímus kær að þú varst læknunum klárari og komst í veg fyrir að þú yrðir raunverulega skorinn upp við gasi. Þess vegna færðu umrædd viðbrögð. Allar konur sem hafa farið í kjallaraaðgerðir hafa upplifað þessa raun, því þá er kviðurinn fylltur af lofti svo læknarnir geti svifið liðlegar um kviðarholið og þetta eru 24 til 48 tímar af pínu. Það loft er ekkert í maga eða þörmum. En þú átt alla mína samúð hvað verkina varðar.

4/12/06 16:02

Galdrameistarinn

Veit ekki betur en þú sér sífretandi hvort sem það er eitthvað stíflað eða ekki.

4/12/06 16:02

Vímus

Ég sé þetta allt í öðru ljósi núna. Krossa kemur þarna að kjarna málsins. Það vita auðvitað allir hér að ég stend flestum læknum framar og ég get alltaf leiðbent þeim séu þeir ekki með hlutina á hreinu.
Dula mín kær! Þú þarft ekki að hafa svona andskoti óþægilega rétt fyrir þér.

4/12/06 16:02

Vímus

Innræti Galdra vil ég ekki ræða þar sem því verður ekki breytt en guð fyrirgefur honum vonandi.

4/12/06 16:02

Offari

Ég biðst fyrirgefningar.

4/12/06 16:02

albin

Ég get ekkert að því gert hvernig ég er innréttaður. Og biðst ég afsökunar á því. Hafi ég skellt uppúr við lesturinn er það þó ekki af illum hug í garð Vímusar, öðru nær. Væri það þá frekar að þeirri tilhugsun að lækarnir kunni ekki aðrar aðferðir en dýralæknar nota við slæmri þembu.
Vímusi vill ég ekkert illt og vona að hans hugur til mín hafi ekki beðið skaða af lestri mínum.

4/12/06 16:02

dordingull

Ég biðst fyrirgefninga á því að hafa ekki skrifað stakt orð um þessar hörmungar.

Galdri hefur hinsvegar rétt fyrir sér eins og vennjulega.

4/12/06 16:02

Limbri

Ég biðst innilegra afsakana á framferði mínu öllu í máli þessu. Óska ég þess helst að geta dregið allt til baka og falið heila klabbið undir mottu fortíðar. En slíkt er ekki dauðlegum manni sem mér auðið, því legg ég orðspor mitt og virðingu alla í þínar hendur kæri Vímus minn. Vona ég að þú finnir það í hjarta þér að fyrirgefa mér.

-

4/12/06 16:02

Rattati

Kæri Vímus: Ég biðst forláts án afláts.

4/12/06 16:02

Jarmi

Ertu skælandi yfir því að fólk flissaði að vitleysunni í þér? Þú ættir að grenja alla daginn þá, því megnið af því sem kemur frá þér er bráðskemtilegt og vekur örugglega upp mikinn hlátur um allan bæ. Æji annars ætti ég að halda kjafti, þú getur tekið mig í sjómann og mér leiðist að tapa.

4/12/06 17:00

Billi bilaði

Var ei nóg af vindi svölum,
varð þeim* nóg um.
Vímus næstum vældi af kvölum.
Við hér hlógum.

(* þeim = læknunum.)

4/12/06 17:00

U K Kekkonen

Auðmjúk afsökunarbeiðni meistari Vímus.

4/12/06 17:00

Vímus

Ég bið ykkur öll auðmjúklega fyrirgefningar á því að hafa ykkur fyrir rangri sök. Þá meina ég ummæli mín um að þið hefðuð notið þjáninga minna. Ég sé núna að það er af og frá en héðan fer ég ekki nema þá helst með vopnavaldi. Nei það dygði ekki heldur. Skál!

4/12/06 17:00

Jóakim Aðalönd

Skál og prump!

4/12/06 17:00

Hvæsi

Vímus.
Gémmer 5 forte, 2dl vodka og góða línu.

Þú ert snillingur sem mátt ekki fara.

<tekur töflurnar og efnið til að geyma þartil harðnar í ári hjá Vímusi>

4/12/06 17:01

Heiðglyrnir

Hmmm þetta er að verða svolíðið flókið...Jú biðst góðfúslega afsökunar á ömurlegu skeytingarleysi mínu í garð yðar herra Vímus og fyrirgef yður jafnframt ásakanir yðar í minn garð. Óska yður alls hins besta, þér eruð höfðingi og goðsögn í lifanda lífi.

4/12/06 17:01

B. Ewing

Ég biðst innilega afsökunar á því að vita ekkert hvað þið eruð öll að tala um. [Fer of leitar að frásögn Vímusar]

4/12/06 17:01

Sæmi Fróði

Vér erum eigi vérbjóðsleg.

4/12/06 17:01

Grágrímur

Bið Vímus innilegrar afsökunar, var alls ekki að hlæja að óförum þínum...

4/12/06 17:02

Nermal

Biðst afsökunar á að hafa ekki sýnt tilhlíðilega virðingu. Það er bara skandall að hámenntaðir menn geri svona aulaleg mistök. Lúturinn væri snautlegri á þín.

4/12/06 17:02

krumpa

Elsku krúttið mitt, ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki verið ein þeirra sem snerti viðkvæman streng...sé svo er beðist forlats. Ef það er þér til huggunar þá hef ég hugsað til þín með hluttekningu við hvert prump - merkilegt hvað maður tekur prumpið sem sjálfsagðan - og jafnvel hvimleiðan - hlut.

4/12/06 19:01

Þarfagreinir

Ég gleymdi nú bara að tjá mig um umrætt rit, þó ég hafi lesið það, þannig að ég er stikkfrí í þessu máli.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir