— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/11/05
Jólasálmur

Eru þessir gömlu jólatextar orðnir úreltir? Í það minnsta eru þeir full klúrir fyrir börn eins og dæmin sýna.
Þetta á ekkert erindi til barna, eða hvað þykir ykkur?

Uppá stól stendur mér Hanna.
Eða..
Jólasveina langar oft,
með gildan lók í hendi
að fara saman uppá loft
og ríða honum Gvendi.

Ég tók því saman þessi hugljúfu vers sem öll smellpassa við lagið: Bráðum koma brjáluð jólin

Það eru engir smá snillingar sem ældu þessu út úr sér.
Vímus
Ullargoði
Billi bilaði
Útvarpsstjóri
Vladimir Fuckov.
.

Gjörið svo vel börnin mín og gleðileg jál.

Jólakvæði.

Í djúpum skít er Leppalúði
lamdi sína frú í dag.
Í athvarfið þá frenjan flúði
fékk þar næstum hjartaslag.

Lagðist útaf flagðið fúla,
feikilega skelkuð var.
Á enni greindist gríðar kúla,
glæpnum þar til sönnunar.

Börnin urðu eftir heima,
af sér fyrst þau hörkuðu.
Er hungurvofan hóf að sveima,
hratt til byggða örkuðu.

Á meðan pabba drykkjudauðan
dregur löggan inn í grjót.
Brjáluð mála bæinn rauðan
börnin hrikalega ljót.

Neyðarástand núna ríkir
níðist sveinn á jólablæ.
Kleppsins matur Kertasníkir
kveikir eld um víðan bæ.

Víkinganna vaska sveitin
var í snatri kölluð út
Að Hurðaskelli herðist leitin
hann þeir skut´á Baggalút.

Meðan þessi skandall skeður,
skotin glymja útá hlað.
Það sem Leppa-lúða gleður;
-lemja Grýlu sína’í spað.

Löggan pervert stakk í steininn
starði kappinn glugga á.
Skjótum Gluggagægjusveininn
girnist fljóðin karlinn sá.

Í nútímanum sveinar sitja
sólbrenndir á pálmaströnd.
Á geðdeildina Grýlu vitja,
greyið á ei lengur vönd.

   (16 af 38)  
3/11/05 00:01

Hrani

Þú ert með þetta.

Gleðileg jó! Vímus minn.

3/11/05 01:01

Billi bilaði

Getur þetta ekki orðið bje-hliðin á jólaplötu Kóbalts?

3/11/05 01:01

Kargur

Mikið agalega er þetta hátíðlegt.

3/11/05 01:01

Dula

Já og fylgir ekki miði á dekur í byrginu fyrir 4 hvern sem kommentar. Snillld!

3/11/05 02:00

Jóakim Aðalönd

Jú, mikið rétt. Skál!

3/11/05 03:01

Vladimir Fuckov

Þess má geta að búið er að semja tvö erindi í viðbót. Fyrst bættum vjer þessu við:

Löggan pervert stakk í steininn
starði kappinn glugga á.
Skjótum Gluggagægjusveininn
girnist fljóðin karlinn sá.

Síðan bætti Billi bilaði þessu við:

Í nútímanum sveinar sitja
sólbrenndir á pálmaströnd.
Á geðdeildina Grýlu vitja,
greyið á ei lengur vönd.

Skál !

3/11/05 03:01

Vímus

Bætti þessu við. Ekki versnar það

3/11/05 04:02

Mjási

Hvenær á svo að úrbeina "HEIMS UM BÓL"?

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir