— GESTAPÓ —
minkurinn
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 9/12/03
Um himnaríki og helvíti

Leiðin að himnaríki liggur í gegnum helvíti. Ég hef séð skiltið. Hugtökin himnaríki og helvíti virðast mér veraldleg og raunveruleg. Maður þarf ekki að bíða dauða síns til að upplifa þetta. Það er til fólk sem telur að lífið sé einhverskonar biðskýli sem endar ekki fyrr en maður er dauður. Þá fyrst byrji fjörið. Steiktur neðra eða í eilífum hörpuslætti og kóröskri efra. Spurning hvort sé skárra.
Ég hef kynnst helvíti. Og það er ekki gott. Heilu sjússaraðirnar af sjálfsaumkun og píslarvætti hugans, þar sem allir eru vondir við mann. Deleríum.
Og svo hef ég kynnst himnaríki, þó er ég alveg laus við beljandi hörpuslátt og organdi stórkóra herskara laglausra.
Hum.....

   (1 af 2)  
minkurinn:
  • Fæðing hér: 2/6/04 15:57
  • Síðast á ferli: 4/12/04 20:59
  • Innlegg: 0
Eðli:
minkurinn er ávallt snöggur og var um sig. Hann gætir þess að fela slóð sína. Er sælkeri en þó ekki sérlega selektívur á mat. Hefur skoðanir og flestu og er hinn mesti einfari. Leiðist margmenni.
Fræðasvið:
Veiðar.
Æviágrip:
Stundaði nám í samvinnuskólanum. Setti útgerðarfélag á hausinn austur á landi áður en hann gerðist bókhaldströll norður í landi þar sem hann annaðist færslubókhald og utanumhald fyrir rótgróið kaupfélag. Það er líka farið á hausinn. Tók þá að sér rekstur á sparisjóði sem skömmu síðar fór á hausinn. Er nú á eftirlaunum.