— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/07
Heilagt stríð!

Hef séð ótrúlega hluti á bílastæðinu fyrir utan vinnuna upp á síðkastið og er eiginlega bara nóg boðið!

‹Nær í sápukassa niður í geymslu, þurrkar af honum og stígur upp á hann›

Kæru hálfvitar.
Ég lýsi hér með yfir stríði á ykkur. Hvar sem ég sé ykkur mun ég gera ykkur ljóst að þið eruð ekki hafin yfir lög eða reglur. Tillitsleysi ykkar er minn innblástur og ég mun ekki hætta fyrr en síðasta fíflið hefur lært að leggja bíl innan tveggja lína á þar til gerðu bílastæði.

- Það að þú sért að flýta þér er ekki afsökun.
- Það að þú viljir ekki rispur á nýja bílinn þinn er ekki afsökun.
- Það að benda á næsta bíl og segja: „Já en hann gerði þetta líka,” er ekki afsökun.
- Það að þú sért einfaldlega tillitslaus asni er næstum því afsökun en samt ekki.

Hef ég því útbúið skilaboð sem sett verða undir rúðuþurrkuna á þeim bílum sem er sérstaklega áberandi illa eða ólöglega lagt (sérstaklega í stæði fyrir fatlaða eða á gangstéttum fyrir gangandi vegfarendum) þar sem einföld spurning verður lögð fyrir ökumann bílsins;

AF HVERJU LEGGURÐU EINS OG FÍFL?

P.s. myndin var tekin við Krónuna úti á Granda fyrir nokkrum dögum. Konan sem var á jeppanum var ein í bílnum, fullkomlega heilbrigð og var greinilega bara að flýta sér að kaupa nokkra hluti en ca. 30 metrum frá gangstéttinni var nóg af auðum bílastæðum. Hvað ætli hún hafi sparað mikinn tíma á þessu? Kannski hálfa til eina mínútu.

   (7 af 21)  
2/12/07 08:01

hvurslags

[sparkar í bílinn] Drusla!

2/12/07 08:01

Tigra

Orð í tíma töluð!
Ég ÞOLI ekki fólk sem leggur þar sem ekki er stæði eða upp á gangstétt eða þvert yfir 2-3 bílastæði!
LÆRÐU AÐ LEGGJA!
Farðu og æfðu þig á auðum plönum á kvöldin!
Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það hvað mér finnst um fólk sem leggur í bílastæði fyrir fatlaða.
Ég gæti orðið það orðljót að innlegginu yrði eytt.

2/12/07 08:01

Vladimir Fuckov

Sammála.

Fáránlegast er síðan að sjá fólk eyða töluverðum tíma utan við líkamsræktarstöðvar í reyna að leggja bílnum sem allra næst innganginum (helst alveg við hann), jafnvel þó ekkert sje að veðri.

2/12/07 08:01

Tigra

Haha já.
Það er svona eins og að sjá rúllustiga við innganginn í líkamsræktarstöðvar.

2/12/07 08:01

Þarfagreinir

Þetta virðast eiginlega alltaf vera jeppar, eða stórir bílar alla vega.

Kannski kann þetta fólk ekki að leggja þessum stórum bílum í stæði?

2/12/07 08:01

Billi bilaði

Ég blóta þessu líka - en,
í húsi því sem ég vinn í eru m.a. sjúkraþjálfun og tannlæknar, og eru því(?) 2 stæði merkt fötluðum við húsið.
Ég skammast mín ekkert fyrir að leggja í þau stæði um helgar, ef ég mæti þá í vinnu - því þá eru ofangreind fyrirtæki lokuð.
Sumsagt, það geta verið undantekningar í lagi af minni hálfu. (Nota bene, ég lagði ekki í þau stæði þegar ég kom núna kl. 17:15 í vinnuna, þrátt fyrir lokun ofangreindra fyrirtækja, og brjálað veður.)
<Bíður eftir að Anna komi eins og hvítur stormsveipur og lími svona miða á bílrúðu súgs með tonnataki>

2/12/07 08:01

krossgata

Sammála!

Það má líka spyrja, fólkið sem leggur svona illa (í helst 2 stæði að lágmarki) vegna þess að það er orðið svo þreytt á því að fá rispur á bílinn, hvort það verði ekki að athuga hvort það geti verið eitthvað að hjá því sjálfu þar sem við sem leggjum eðlilega (í eitt stæði) séum ekki að fá rispur á bílana og séum ekki að rispa bíla annarra.

2/12/07 08:02

Texi Everto

Annað gott ráð er að lifta rúðuþurrku viðkomandi ökutækis. Svoleiðis vink gefur svipuð skilaboð.

2/12/07 08:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Tek undir þetta alltsaman, heilshugar.

-
Nú flæðir um bresti í styrjaldar-stíflum,
& stríðið er djúpstætt & heilagt.
Það beinist gegn ræflum & rækallans fíflum
sem rétt geta bílunum ei lagt.

2/12/07 08:02

Gaz

Ég verð að búa mér til svona miða....

2/12/07 08:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ekki veit ég hver konan er eða skil hvað hon hefur gert af sér. Að kaupa óddírt drasl í gulri búð út á Granda er morð á þjóðarsálinni . Á Granda er höfn og fiskvinsla og
krakkar sem veiða marhnút. hvort hún hafi lagt skrímlinu hér eða þar skiptir ansdskotans engu máli af hverju skriðdreki á Granda ' af hverju varst þú þar? Og hvernig varst þú vélvædd Anna Panna ?

2/12/07 08:02

blóðugt

Þegar ég bjó í miðbænum var ítrekað lagt þvert fyrir aftan mitt einkabílastæði svo ég komst hvergi, sem var bagalegt því ég var með barn sem var mjög oft mikið veikt og þurfti ítrekað að fara til læknis á öllum tímum, stundum í skyndi, svo ég var mjög óróleg yfir þessu. Einu sinni lagði ég fyrir aftan bíl sem hafði lagt svona "skynsamlega" og fylgdist svo með út um gluggann þegar viðkomandi reyndi að troða sér í burt, það endaði með því að hann þurfti að keyra yfir grashól og í gegnum undirgöng sem voru ekki ætluð fyrir bíla, heldur ruslatunnur fyrirtækja. Mér var skemmt.
Þegar þetta hélt áfram á prentaði ég út miða sem ég geymdi í ganginum og skellti undir rúðuþurrkur bílanna sem lögðu fyrir mitt stæði, og á miðanum stóð:

ÉG VEIT HVAR ÞÚ ÁTT HEIMA! Á ÉG AÐ KOMA OG LEGGJA FYRIR ÞITT STÆÐI?

Ég veit ekki hvort það virkaði, en það hlakkaði í mér að fylgjast með fólki þegar það las á miðann.

2/12/07 08:02

B. Ewing

Mundu eftir að hafa veggfóðurlím með.

2/12/07 09:00

Tina St.Sebastian

Iss, að komast um á bíl er nú bara hátíð miðað við að komast um gangandi/með strætó.

Um hádegið lagði ég ef stað í vinnuna. Þá var búið að ryðja flestar götur. Planið hjá okur var rutt...svo snjóhrúgurnar lentu beint fyrir framan dyrnar. Gangstéttarnar voru enn þaktar rúmlega ökkladjúpu krapi og þessi fjögur strætóskýli sem ég kom við í í dag (tvö á leið til vinnu og tvö á leið heim) voru öll skrýdd þessum fínu, ökkladjúpu laugum - vegna þess að snjónum er rutt UPP Á GANGSTÉTTIRNAR! Svo er auðvitað slatti af vatni á götunum, svo jeppapakkið sem brunar í gegnum drulluna úðar ógeðinu yfir oss saklausa ekkibíleigendur. Fokking helvítis andskotans. Ég kom heim í dag í rennblautum buxum uppfyrir hné, af því a einhver helvítis ökuníðingur var að flýta sér að ná ljósunum og splæsti á mig vænni drulluskvettu í leiðinni. Gangstéttir við þjónustumiðstöðvar (og þá meina ég Ríkið í Mjó...Garðhei...einhverjumfokkingbakka) eru nefnilega notaðar sem geymslusvæði fyrir snjóhaugana, svo ég hafði val um að labba á götunni (þar sem er enginn snjór og lítið krap) eða "gangstéttinni" þar sem var MANNHÆÐARHÁR snjór með krapi undir. Svo svar það að labba til baka yfir í Mjóddina...því auðvitað þurfti einhver heiladauður bankastarfsmaður á Toyota Tinicok að skjótast í gegnum beygjuna við ljósin svo hann yrði nú örugglega ekki seinn í kokteilboð eða orgíu.

[Andar djúpt]

Fínn pistill annars. Fokk ökumenn!

2/12/07 09:00

Tina St.Sebastian

Afsakið stafsetningar- og beygingarvillur.Ég er ofurölvi eins og svo oft áður.

2/12/07 09:00

Salka

Mikið er ég fegin að eiga ekki bíl og að þurfa ekki að spá í pirring bíleigenda um lög og reglur samfélagsins. Umferðahnúta, sumardekk, vitlaust lagt í stæðiog kunna ekki að keyra í snjó og allskyns annars konar bílaeigenda-pirring.
Ég gæti í löngu máli talað um bíla, bílastress, og nútímafyrringu á bílastressi samfélagsins...... en orka það ekki svona bíl-laus.

2/12/07 09:01

Herbjörn Hafralóns

Ég tilheyri jeppapakkinu, sem Tina kallar svo, en ég myndi aldrei leggja mínum jeppa í stæði fatlaðra eða uppi á gangstétt eins og bílnum á myndinni. Þetta er nú reyndar bara slyddujeppi á skurðarskífum. [Hnussar]

2/12/07 09:01

Dula

Já þetta er erfitt líf og ég man þá tíð þegar ég var að vaða á milli krapapollanna með 2 ára son minn í fanginu úr leikskólanumþ nún er ég á bíl og reyni að leggja nálægt ef er vond færð en ég brýt nú aldrei lög eða geri svona rugl þegar ég er ein í bílnum. Börnin eru samt í forgangi ef´eru pollar og drulla af því að ég kæmi með tvö hundrennandi blaut börn með mér ef ég myndi leggja langt í burtu.

2/12/07 09:01

Garbo

Stundum þegar ég hef hringsólað um yfirfull bílastæði og séð nokkrum bílum svo illa lagt að þeir taka tvö stæði, þá hefur mig langað til að fara inn og láta kalla þetta fólk upp svona rétt til að athuga hvort þetta fólk ætti með réttu að hafa bílpróf. Þetta er hrikalega pirrandi.

2/12/07 09:02

Goggurinn

Ég legg til að þjóðin, Gestapóar í það minnsta, taki sig til og lykli alla bíla sem leggja í tvö stæði. Að brjóta hliðarspegla, skera á dekk o.s.frv. er einnig góð aðferð til að sýna þessum fáráðum að hegðun þeirra á ekki rétt á sér.

2/12/07 09:02

Jóakim Aðalönd

Voðalegur pirringur er í ykkur elskurnar mínar.

[Kveikir á ilmkertum og setur Chopin í græjurnar]

Anda inn... anda út. Anda inn... anda út.

2/12/07 10:00

Tigra

Önd inn... önd út. Önd inn... önd út.

2/12/07 10:01

Nermal

Ég er með sérstakan lið helgaðan þessu vandamáli á blogginu mínu. Um daginn var bíl svona hálf lagt fyrir afatn bílinn minn í Mjóddini. Ég skrifaði "Lærðu að leggja´" í skítinn aftan á bílnum. Og merkilegt nokk.... þetta virðast mest vera fólk á stórum jeppum og stórum BMW Benz skrímslum sem leggur svona eins og vanvitar.

2/12/07 10:01

Wonko the Sane

Tékkaðu á http://www.iparklikeanidiot.com/ þar má fá límmiða sem eru miklu áhrofaríkari. Félagi minn verslaði 100stk, og er að verða búinn með þá

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu