— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Pistlingur - 9/12/06
Á rangri hillu

Myndbandakynningaklippuinnátölunarmaðurinn er ekki á réttri hillu í lífinu...

Þrátt fyrir að íslenska sé gegnsýrð af enskum áhrifum, orðaröð breytist án þess að fólk hafi tilfinningu fyrir því að það sé að tala vitlaust og að slettur og enskir frasar séu jafnvel tamari á tungu en rammíslenskir málshættir og orðtök þá erum við ekkert nema lubbalegir og sveitó Íslendingar inn við beinið. Það kemur aldrei betur í ljós en þegar meirihluti Íslendinga fer að rembast við að tala ensku (og önnur mál) sem þeir halda að þeir kunni svo vel en renna svo hratt og örugglega á rassinn þegar það kemur að framburði og orðaforða. Sem leiðir mig aftur að því sem varð kveikjan að þessum skrifum:

Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að fá manneskju með lágmarkshæfni í enskum framburði til að lesa inn á sjónvarpsauglýsingar fyrir ný myndbönd?

Þetta hljóðvillta fífl sem hefur séð um þetta undanfarið hefur á einhvern óskiljanlegan hátt náð að koma minnst 5 framburðarvillum inn í hverja auglýsingu sem hann les, þótt eina útlenskan í textanum séu heiti kvikmynda og nöfn leikara. Sem dæmi má nefna þegar kvikmyndin V for Vendetta var kölluð V for VAndetta, rómantíska gamanmyndin Failure to Launch (réttur framburður: lontsj) varð Failure to Lounge (frb: lánds) og það nýjasta hjá honum er að kynna tvær myndir með leikkonunni Jennifer Connelly í sama pakkanum og tekst að bera nafnið fram á tvo mismunandi vegu, sem hvorugur er réttur. Í SÖMU AUGLÝSINGUNNI!!!
Mér finnst pínlegt að hlusta á manninn. Yfirleitt eru svona kynningaraddir valdar með það í huga að þær komi efninu skammlaust frá sér en þetta er fáránlegt, hann hlýtur að hafa sofið hjá einhverjum til að fá þetta starf!

Þekkir einhvert ykkar þennan mann? Eruð þið til í að segja honum að það sé hlegið að honum fyrir þetta? Kannski koma honum á framburðarnámskeið í ensku eða senda hann í tíma hjá ameríska, djúpraddaða gaurnum sem les inn á trailera. Eða kannski bara segja honum að fá sér nýja vinnu...

   (10 af 21)  
6/12/06 04:01

Húmbaba

Finnst mér þessi maður alltaf afar fyndinn.

6/12/06 04:01

krossgata

Man ekki eftir þessum manni, á hvaða falsmiðli er helst hægt að heyra hann?

6/12/06 04:01

Hakuchi

Í hverjum einasta sjóvarpsfalsmiðli, íslenskum.

Ég tek undir með Önnu Pönnu, þessi maður er ómögulegur.

6/12/06 04:01

Ívar Sívertsen

Já, hann er skelfilegur! Svo er gaurinn sem les kynningar á Skjá einum með alveg hræðilega rödd og skelfilegar áherslur. Það mætti alveg skipta um hann líka... hann er svolítið hljóðvilltur líka.

6/12/06 04:01

Galdrameistarinn

Ömurlegt að hlusta á þetta.

6/12/06 04:01

Jóakim Aðalönd

Það er vandaðra mál að skrifa ,,á rangri hillu" og ,,tala rangt". Pahaha!

6/12/06 04:01

Anna Panna

Þarna sérðu, þetta síast meira að segja inn hjá fólki sem virkilega vill tala og skrifa rétt!

Annars var fyrirsögnin sett upp í miklum flýti og ég var að sjálfsögðu búin að gera athugasemd við þetta í huganum. Ákvað samt að láta þetta standa svona fyrst þetta var komið.

6/12/06 04:02

Jóakim Aðalönd

Jamm, það er gott að þú vilt vanda þig.

6/12/06 04:02

Snabbi

Þetta er frændi minn, sem á ættir að rekja til Blálands hins góða. Hefir hann glatað tungu forfeðra vorra og eigi skrítið þó framburður hans allur sé hinn skringilegasti og afbakaðsti. Hér ber að sýna auðmýkt og umburðarlyndi í dómum öllum. Jákvæða mismunum til jöfnuðar skal hér í heiðri hafa. Nigger is the woman of the world, segir hið fornkveðna.

6/12/06 05:00

Kondensatorinn

Sammála Önnu.
Það er margt mannanna bölið.
Þennan alræmda sjónvarpsmálníðing þyrfti sennilega að senda til hinna svokölluðu útlanda þar sem fólk flest talar ekkert nema útlensku og láta hann vera þar um hríð til þess að læra útlenskan framburð og málfar.

6/12/06 05:01

hundinginn

Mikil er mæða þín Anna Panna, og þjer mæðist í miklu. Þú átt eftir að verða stórmenni, hvenni...

6/12/06 06:01

Sundlaugur Vatne

Ég verð víst að fá mér einhverja aðra vinnu. Það er nú heldur ekkert sérstaklega vel borgað fyrir þetta vanþakkláta starf að tala inn á myndbönd [brestur í óstöðvandi grát].

6/12/06 06:02

Tigra

Pönnur eiga að vera inni í skáp, ekki upp í hillu!

6/12/06 07:01

Þarfagreinir

Já - það er Galdri sem er í hillu.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu