— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/04
Hverju á maður ekki að klæðast?

Þessar hugleiðingar eru til komnar bæði vegna persónulegrar reynslu og umræðu í vinahópi um sjálfstraust og sjálfsmynd í dag. Hefði alveg getað verið mikið lengra en mér gekk óvenju vel að stoppa mig af í dag!

Ég sá hluta af þættinum What not to wear á Stöð 2 um daginn og hef reyndar séð hann nokkrum sinnum. Fyrir þá sem ekki vita er hér um að ræða þátt þar sem 2 konur sem eru fastar í hallærislegum fatastíl/hárgreiðslu eða eru á einhvern hátt ekki með á nótunum um hvernig fatnaður fer þeim best, fá 2000 pund til að eyða í fatnað og leiðbeiningar frá þáttastjórnendunum um hvaða snið og liti þær eiga að kaupa. Svo er fylgst með þeim í búðunum og gripið inn í ef þær kaupa eitthvað sem þær hefðu áður keypt eða eitthvað sem er ekki eftir leiðbeiningunum.
Í öllum þáttunum sem ég hef séð eru konurnar himinlifandi eftir umskiptin í fataskápnum, þeim líður betur og sjálfstraust þeirra eykst og þegar það er kíkt til þeirra seinna eru þær ennþá ánægðar og geislandi og halda nýja stílnum við.
Ég fór að hugsa um muninn á Bretum og Bandaríkjamönnum í þessu efni. Trinny og Susannah í What not to wear horfa á konuna og kenna henni að fela galla og laða fram góðu hlutana og lexía þáttanna er að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er, þrátt fyrir að vera með „wobbly bits” eins og Bretarnir segja, það geta allir litið vel út því útlit kemur að innan ef svo má segja.
Í Bandaríkjunum er fyrirmyndin að sjálfstrausti hins vegar þetta ímyndaða „fullkomna” útlit. Extreme makeover og The Swan senda þau skilaboð að til að líða vel og hafa sjálfstraust þarf útlitið að vera í lagi. Svo kemur kannski sorgarsaga af konunni sem var kölluð norn í skóla af því að hún var með smá hnúð á nefinu, fínt nef samt, en þetta er eitthvað sem er búið að grassera í henni síðan í skólanum og nefið orðið að samnefnara fyrir allt sem er að í lífinu. Auðvitað kemur sú manneskja til með að vera ánægð þegar búið er að breyta nefinu því þá er aldrei hægt að stríða henni aftur en málið er að þetta var aldrei spurning um nefið. Þetta er spurning um hugarástand og því er hægt að breyta með öðrum aðferðum en extrím aðgerðum.
Nú vil ég taka það fram að ég er svo sem ekkert á móti lýtaaðgerðum sem slíkum en mér finnst sorglegt þegar fólk setur samasem merki milli útlits og hamingju. Að sjálfsögðu viljum við öll reyna að líta sem best út, því útlitið er jú sú mynd sem við sýnum öðrum fyrst en ættum við ekki að reyna að vera sátt við okkur sjálf, hvernig sem við erum? Ég væri alla vega frekar til í að eyða peningunum mínum í föt heldur en aðgerðir!

   (17 af 21)  
1/11/04 06:01

blóðugt

Sammála! Algjörlega.

Ég þarf að fara í aðgerð vegna galla sem er ekki sjáanlegur utan á mér, en ég finn mikið fyrir og kemur til með að há mér seinna í lífinu. Þó aðgerðin sé ekki vegna útlitslýta þá mun hún samt breyta andlitsfalli mínu eitthvað. Sumir myndu kannski segja til bóta, og ég veit sosem ekkert fyrirfram hvort ég verði sætari á eftir, finnst ég þokkalega sæt eins og ég er. En ég vildi helst geta sloppið við þessa vitleysu!

1/11/04 06:01

Steinríkur

Þetta er náttúrulega ferlegt fyrir fólkið sem er ekki fullkomið eins og við.

En ég er alveg sammála þér - þetta er komið út í svo miklar öfgar úti í Kanalandi að það hálfa væri nóg.
Það er bara sorglegt að sjá fólk sem trúir því innilega að eina leið þeirra til hamingju sé að komast að í svona "Pimp my face" þætti.

1/11/04 06:01

Anna Panna

Pimp my face!!! [springur úr hlátri] Þú ert æði Steinríkur!

Blóðugt: Ég skil þig mjög vel varðandi þetta en ef þetta er nauðsynlegt upp á framtíðina að gera þá verðurðu auðvitað að gera þetta. En það hlýtur samt að vera skrítið að standa allt í einu uppi með nýtt útlit ef maður er sáttur við það sem maður hefur...

1/11/04 06:01

blóðugt

Pimp my face! Ahaha!

Ég veit að þetta verður að gerast já. Og já það verður skrýtið.

1/11/04 06:01

Limbri

Ætti ég að kaupa mér nýtt bindi ? Og ef svo... hvernig á það að vera ?

-

1/11/04 06:01

Hakuchi

Mig hefur alltaf langað í Star Wars bindi sem ég sá einu sinni, myndir af helstu karakterum voru á því. Það hefði verið kúl og hipp.

1/11/04 06:01

Jóakim Aðalönd

Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk láti laga lýti sem eru áberandi og draga neikvæða athygli að manneskjunni, t.d. ljótt kýli á andlitinu eða stóra mikla vörtu. Það sem er hins vegar ekki í lagi í mínum bókum er gegndarlaus hégómi, eins og t.d. að strekkja á húðinni og færa efri vörina 2 cm hærra og sjúga 2 gr. af fitu úr hægri vanganum og sprauta í þann vinstri. Það er ósómi.

1/11/04 06:02

Nermal

Ég hef nú séð aðeins af þessum þáttum og mér finnst sem þessar svanagellur séu allar gerðar eins. Og auðvitað er það hin innri fegurð sem mestu skiptir. Frekar vil ég "útlitsgallaða" konu sem er með vit í kollinum, frekar en einhverja vitgranna og leiðinlega þokkadís

1/11/04 07:01

blóðugt

Pant vera ljót!

1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Góð og þörf hugleiðing.

1/11/04 07:01

Heiðglyrnir

.
.
.
Allt er falt og fall er valt
fögur mögur lögum
kalt er ávallt salla svalt
sögum tökum bjögum

[kalt=cool]

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu