— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/04
Konur eru konum verstar

‹Stígur upp á sápukassann og ræskir sig›

Þann 24.október verður annar kvennafrídagur. Til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til þjóðarframleiðslu Íslendinga eru konur hvattar til að leggja niður störf kl 14:08 þennan dag. Mér finnst þetta gott framtak. Kvennafrídagurinn fyrir 30 árum skilaði miklu fyrir réttindabaráttu kvenna en þótt margt sé unnið er margt eftir. Ég var ekki til árið 1975 en í dag er ég ung kona á vinnumarkaði og ég veit að ég fæ lægri laun en karlmenn sem vinna hjá sama fyrirtæki (vinn reyndar hjá tveimur fyrirtækjum og gæti alveg trúað því að þessu væri svona farið á báðum stöðum).
Mér finnst ekki ósanngjarnt að eftir 30 ár láti konur heyra í sér aftur og krefjist þess (aftur) að fá mannsæmandi laun fyrir mikilvæga vinnu (eða ætlið þið að vera ósammála því að t.d. umsjón með börnum og sjúklingum landsins séu mikilvæg störf?) en margar konur sem ég hef talað við eða heyrt af eru fjúkandi vondar yfir þessu tillitsleysi kynsystra sinna af því að það hentar þeim ekki að taka frí þennan dag, það hentar ekki að þurfa að sækja börn á leikskólann svona snemma þennan dag (og sumar halda jafnvel að leikskólakennarar standi einir að þessum degi til þess eins að pirra foreldra) eða þær eru með það góð laun að þær nenna ekki einu sinni að hugsa um að aðrar konur í þjóðfélaginu standi í eilífu basli til að sjá fjölskyldu sinni farborða.
Þessi hugsunarháttur þykir mér meira en lítið skrítinn. Að vísu finnst mér yfirleitt algjör óþarfi að vera að skipta fólki upp í þessa tvo hópa, karlar vs. konur, því almennt séð er meiri munur innan hópanna heldur en milli þeirra en á meðan launakjör eru byggð á því hvort maður er karl eða kona þá finnst mér ekkert að því að konur komi saman og krefjist úrbóta. Af hverju geta konur ekki staðið saman að þessu verkefni? Það eru ýmsir hlutir í ólagi en til þess að laga þá þarf samstöðu. Ef yfirmenn fyrirtækja og stjórnvöld fá þau skilaboð að konum (og körlum líka) sé alveg sama um stöðu kvenna á vinnumarkaði þá er ekki líklegt að þeir finni hjá sér einhvern þrýsting til að bæta ástandið. Við höfum tækifæri til þess að mynda þennan þrýsting núna. Bræður og systur, notum þetta tækifæri. Takk fyrir.

‹stígur ofan af kassanum og hneigir sig pent›

   (20 af 21)  
31/10/04 15:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Orð í tíma töluð systir!
það er ekki sæmandi í nútíma þjóðfélagi að gera gerinarmun á fólki
konum , körlum eða kynþætti þegar laun eru sett
. Ég hef af persónulegum ástæðum valið að vinna hjá hinu opinbera með þroskaheft börn , kaupið er slæmt því margar eru konurnar í starfinu
Þettað helvítis patriarkaliska samfélag sem við lifum í borgar konum verr enn körlum og brúnum verr en bleikum . ég held þó að við verðum að byrja sjálf með börnin okkar og kenna þeim að bera virðingu ffyrir öllum án tyllits til kyns eða kynþáttar , sé mikilvægast og ef það ekki dugir ættu þið systur að fara að ráðum Lysiströtu og fara í alsherjar kynlífs verkfall því flestur karlpeningurin hugsar enn þann dag í dag með eystunum

31/10/04 15:01

Ugla

Góður pistill Anna Panna. Við verðum að standa saman konurnar. Best væri auðvitað ef karlarnir stæðu með okkur líka og sættu sig ekki við það að konurnar þeirra, mæður og systur þurfi að þola þá niðurlægingju að fá lægri laun fyrir sömu vinnu árið 2005.

31/10/04 16:01

Hexia de Trix

Já það er rétt hjá GEH að best sé að byrja á að kenna börnunum okkar réttan hugsunarhátt.
Ég vinn á vinnustað þar sem yfir-yfir-yfir-yfirmaður minn (sem er kk.) sendi tölvupóst á alla starfsmennina (mjög fjölmennur vinnustaður) og hvatti allar starfskonur til að leggja niður störf klukkan 14.08. Einnig hvatti hann alla millistjórnendur til að gera viðeigandi ráðstafanir svo slíkt geti átt sér stað.

Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég hafði lítið hugsað um þennan dag, meðal annars gerði ég mér ekki grein fyrir að skólar og leikskólar myndu hugsanlega henda börnunum út klukkan 14.08 [Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni í gólfið]

31/10/04 16:01

Limbri

Já, út með börnin. Helst að slökkva á hjartamælum á sjúkrahúsum líka. En ættu þá þær konur sem þiggja öryrkjabætur ekki að fara fram á frádrátt sem nemur þeim tíma sem kynsystur þeirra leggja niður störf ? Já sem og þær atvinnulausu ?

Æji mikið er ég orðinn leiður á þessu öllu saman. Það er alltaf eins og það sé hreinlega stríð og að kynin hatist. Magnað hvað það þarf alltaf að vera mikil neikvæðni í öllum.

Konur í hæstu stöður ! Það er mitt mottó.

-

31/10/04 16:01

Hakuchi

Þetta er fínt framtak.

Þá getum við kvenkúgandi valdatraðkandi karlremburnar sleppt því að funda í reykfylltu bakherbergjunum á kvenlausum vinnustöðunum þennan góða dag.

Hver veit nema við getum dregið fram leynilegu poolborðin og haft leynilega karlabarinn opinn það sem eftir verður dagsins.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu