— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/12/04
ÚTAF MEÐ DÓMARANN!!!

Þarf að taka það fram að ég er ekki mikill íþróttaunnandi

Sá sundkonuna Kristínu Rós í sjónvarpinu í gærmorgun þar sem hún var að lýsa hneykslan sinni á því að vera ekki ofar á lista í kjöri um íþróttamann ársins. Þetta vakti undrun mína að íþróttamaður þyrfti að koma í fjölmiðla og kvarta undan þessu.

Athygli mín var vakin.

Horfði á Ísland í bítið í morgun þar sem íþróttafréttamaðurinn Heimir Már og matgæðingurinn Inga Lind spurðu íþróttafréttamennina Gaupa og Alolf Inga út í þetta kjör.

Ég fæ alltaf soldin herping í rassgatið þegar menn fara að verja sig með vonlausum rökum.

Adolf sagði að Krístín Rós hefði verið svo óheppin að vera að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra sem hefðu verið á sama ári og hinir Ólympíuleikarnir.
Held að Eiður Smári hafi ekki verið á Ólympíuleikunum. Er samt ekki viss.

Gaupi sagði að að þrír efstu í kjörinu hefðu verið betri en Kristín Rós og málið væri dautt.

Ég held að þó að ég sé ekki með nefið á kafi í íþróttum að ég muni helst eftir sigrum Kristínar á árinu og að Eiður Smári hafi lítið unnið sér til frægðar annað en það stunda vel sína vinnu. Þórey Edda vann sjálfsagt á einhverjum mótum. Mér er reyndar fyrirmunað að muna hver Rúnar Alexandersson er. Held að hann sé fimleikamaður frekar en fótboltamaður. Hann getur verið mjög góður þó ég viti ekki hver hann er.

Ég held að nú sé lag að senda þá kappa Gaupa og Adolf á sér sjónvarpsstöð þar sem þeir geta fagnað með sínum mönnum án þess að vera að koma fram í almenningsfjölmiðlum og reyna að verja fordóma sína.

Gleðilegt ár.

   (14 af 21)  
1/12/04 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mæl þú manna heilastur. Hugsa sér, hvílík ó h e p p n i (!), að vinna gullverðlaun fyrir hönd þjóðar sinnar á ÓL fatlaðra...

1/12/04 04:00

Skabbi skrumari

Þetta er hárrétt hjá þér Hildisþorsti minn. Þó þeir sem voru 3 efstu í kjörinu hafi verið vel að þessu vali komnir, ef við gleymum Kristínu, þá er bara ekki hægt að gleyma henni og hennar árangri sem var stórkostlegur. Var það ekki margfallt gull á ólympíuleikum og heimsmet sem hún setti, auk þess sem hún er búin að vera í fremstu röð í nokkuð mörg ár... skammarlegt segi ég...

1/12/04 04:00

Nafni

Íþróttafréttamenn eru eins og flestir vita þau allra mestu iðjót sem fyrir finnast á jarðkringlu þessari, þó víðar væri leitað.

1/12/04 04:01

Golíat

Hægan, hægan, segi ég.
Getum við lagt að jöfnu íþróttir fatlaðara og ófatlaðra?
Ef við gerum það þá eiga ófatlaðir íþróttamenn þjóðarinnar einfaldlega ekki breik í svona titla. Það er verið að keppa í ótrúlega miklum fjölda fötlunarflokka, það eru sjónskertir, einfættir í hjólastólum osfrv. Á bak við hvern keppanda eru etv bara nokkur hundruð þúsund eða örfáar milljónir af fólki í heiminum sem fellur undir þann fötlunarflokk. Við vitum vel að fatlaðir íþróttamenn íslenskir hafa sópað til sín verðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum. Leiðréttið mig ef Kristín Rós hefur ekki sjálf staðið sig betur á fyrri ólympíuleikum og komið heim með fleiri gull.
Ef við leggjum íþróttir fatlaðra og ófatlaðra að jöfnu, hví þá ekki íþróttir aldraðra. Það eru haldin heimsmeistara- og evrópumót í hinum ýmsu aldursflokkum og við höfum átt þar einstaklinga efst á palli, aldrei er minnst á þá á svona stundum. Og hvað með knapa, margfalda heimsmeistara á HM-íslenska hestsins, er þeirra íþrótt sambærileg við íþróttir sem milljónir stunda og þeir þannig samanburðarhæfir? Ég held reyndar að það sé gífurlega erfitt að bera saman appelsínur, epli og banana og leggja eina mælistiku á allt. Íþróttafréttamennirnir eru að vega saman ólíkar greinar, sem mismargir stunda og mismargir hafa áhuga á. Stundum held ég að fólki sé ekki sjálfrátt, þegar það byrjar að éta vitleysuna hvað upp eftir öðru og reyna að sannfæra sjálft sig og aðra um að hvítt sé svart eða grátt og blátt. Í mínum huga var aldrei spurning að Eiður Smári yrði útnefndur og að hann ætti það fyllilega skilið. Þó er Kristín Rós alls góðs makleg og hefur staðið sig frábærlega.

Nafni, það að íþróttafréttamenn séu meiri eðjót en gengur og gerist, þá held ég að það sé tómt kjaftæði. Þó að það velli stundum út úr þeim vitleysan þegar þeir eru að lýsa beint leikjum í td handbolta eða fótbolta, þá held ég að það sé auðveldara um að tala en í að komast. Síðan eru til gullmolar inn á milli, þeir sem heyrðu í sumar lýsingar Samúels Arnar og Sigurbjörns Árna frá frjálsíþróttakeppni ólympíuleikanna vita hvað ég á við; fagmennska og fallegt mál.

1/12/04 04:01

Hildisþorsti

Golíat minn. Þú ert fallinn í sömu gryfju og Adolf Ingi.
Að velja íþróttamann ársins er ekki að velja eftir tíma, vegalengd, o.s.f.v. Það er verið að velja þann sem skaraði fram úr á árinu sem íþróttamaður.
Eiður Smári er atvinnumaður í knattspyrnu eftir því sem ég best veit.

Ég spyr: Hvaða aldraði íþróttamaður eða hestamaður hefur staðið sig betur en Kristín Rós?
Ég svara sjálfur: Að koma með svona spurningar er bara til snúa út úr.

1/12/04 04:01

Fíflagangur

Dolli litli var ekki í neinni gryfju, hann stóð sperrtur og keikur á hæðarbrúninni og lét vindinn leika um fallega aflitað hárið. Rökin nefnilega ríghéldu. Ólympíuverðlaun á leikum þar sem ríflega tveir keppendur eru um hver verðlaun eru einfaldlega ekki djakksjitts virði. Þrátt fyrir að Kristín Rós sé til háborinnar fyrirmyndar er hún ekki að keppa við fremstu íþróttamenn heims í íþróttagrein nr. 1 (það hlýtur að vera óumdeilt að miða svona vinsældakosningar við vinsældir íþróttagreina, ég held að margfaldur heimsmeistari í olíublautraleðurdvergakasti ætti ekki séns í þennan titil)

1/12/04 04:01

Fíflagangur

Dolli litli var ekki í neinni gryfju, hann stóð sperrtur og keikur á hæðarbrúninni og lét vindinn leika um fallega aflitað hárið. Rökin nefnilega ríghéldu. Ólympíuverðlaun á leikum þar sem ríflega tveir keppendur eru um hver verðlaun eru einfaldlega ekki djakksjitts virði. Þrátt fyrir að Kristín Rós sé til háborinnar fyrirmyndar er hún ekki að keppa við fremstu íþróttamenn heims í íþróttagrein nr. 1 (það hlýtur að vera óumdeilt að miða svona vinsældakosningar við vinsældir íþróttagreina, ég held að margfaldur heimsmeistari í olíublautraleðurdvergakasti ætti ekki séns í þennan titil)

1/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Málið er einfalt, Fatlaður íþróttamaður ársins, íþróttamaður ársins, og aldraður íþróttamaður ársins. allt annað, mun valda deilum og óvissu um viðmið hvers og eins.

1/12/04 04:01

Golíat

Nákvæmlega Hildisþorsti. En það val helgast líka af hvernig við lítum á viðkomandi grein. Við tökum ekki heimslistann (ef hann væri til) í öllum íþróttagreinum sem keppt er í og leitum uppi okkar fulltrúa og röðum þeim síðan inn á listann íþróttamaður ársins. Ólafur handboltakappi Stefánsson er mjög trúlega á topp 20 ef valdir er bestu handboltamenn heims, en ég efast um að Eiður næði inn á topp 100. Eiður er fyrirliði karlalandsliðsins sem er í 93 sæti á heimslistanum. Badmintonkonurnar Ragna og Sara er á topp 30 í tvíliðaleik í heiminum, engum datt í hug að þær (önnur hvor) væru íþróttamenn ársins.
Já, Eiður er atvinnumaður - verður hann minni íþróttamaður fyrir vikið? Eiður er átrúnaðargoð allra ungra knattspyrnumanna á Íslandi og hefur náð ótrúlega langt í sinni íþrótt.

Ég hugsa að Sigurbjörn Bárðarson hafi í gegn um tíðina ekki fengið færri gull og medalíur á heimsmeistaramótum en Kristín Rós. Ég er ekki mjög vel inn í íþróttum aldraðra en nöfn eins og Valbjörn Þorláksson og Guðmundur Hallgrímsson koma upp í huga mér, án þess að ég sé að segja að þeir hafi staðið sig vel á þessu ári.
Ég held reyndar að málið sé þannig að hjá þeim sem áhuga hafa á íþróttum sé Eiður íþróttamaður ársins, en hjá þeim sem ekki hafa áhuga á íþróttum sé Kristín Rós íþróttamaður ársins. Það er ágætt.

1/12/04 04:01

Vímus

Ég er algjörlega sammála Golíat í þessu máli og hef í raun engu við það að bæta. Það væri þá helst eitt sem mér datt í hug. Ef haldnir væru Ólympiuleikar sífullra og ég tæki nú uppá því að sópa að mér titlum og verðlaunum. Það væri töluvert afrek útaf fyrir sig en Andskotinn hafi það. Íþróttamaður ársins. Nei varla. Það er kannske ósmekklegt að bera þetta saman þ.e.a.s. fötlun Kristínar Rósar og drykkjuskap minn, enda er ég ekki að því, heldur er ég að tala um þriðja möguleikann algjörlega burtséð frá fötluðum eða ófötluðum.

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.