— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/03
Að vera ánetjaður

Ég ánetjaðist í vor. ÉG ER ÁNETJAÐUR.

Ég skráði mig fyrst inn á Gestapó í vor s.l. og hef verið nær sleitulaust síðan í sambandi. Tók mér frí í haust vegna anna. Í fyrstu var ég eins og sumir, varð óöruggur í þessu fjölmenni. Hélt uppi vörnum fyrir sjálfinu. Fann að ég gat tjáð mig við ókunnuga. Þessir ókunnugu urðu kunningjar. Kunningjarinr uðu að góðum vinum. Hugsa um ykkur - í vinnunni. Kem heim, hef samband. Stundum bara til að segja: „Hæ! Nokkuð búin að gleyma mér?“ (Náttúrlega með öðrum orðum.) Fæ vinalegt svar. Stundum útúrsnúninga. Stundum skens. Allt í sóma. Margir furðufuglar. Sumir gáfulegir. Sumir illgjarnir. Sumir áleitnir. Tek sjálfur þátt í því að skensa, klappa á bakið, vera með útúrsnúninga. Ekki særandi. Já særandi. Held að enginn hér endist lengi ef hann er særandi. Fjölskyldan? Ha? Já!
Barn 1: Ertu kominn í aðra og betri tilveru á BAGGALÚTUR.IS?
H.Þ.: Hvað er þetta krakkar mínir. Þetta er nú ekki svoleiðis. Þetta fólk þarna er bara soldið skemmtilegt og soldið skrítið.
Barn 2: Hvað eru þið að tala um?
H.Þ.: Nú við erum að kveðast á og og ... Sjáið! Hvað dettur ykkur í hug ef þið sjáið orðið ljóshærður?
Barn 3: Geir Ólafsson!
H.Þ.: Ooo.K. Sjáðu. Skrifa það. Ooog þá kemur hér: „Bolle“ sagði „ljóshærður“ og pabbi eh. Geir Ólafsson.
Barn 3: Og hvað svo?
H.Þ.: Nú. Og svo dettur einhverjum í hug að skrifa eitthvað ... Eins og „söngvari“ eða „Frank Sinatra“
Barn 1: Af hverju Hildisþorsti?
H.Þ.: Af hverju ekki?
Barn 2: Af hverju ekki bara þínu nafni?
H.Þ.: Ég vil ekki að þetta fólk viti hver ég er.
Barn 1: Þekkir þú þá ekki þetta fólk heldur?
H.Þ.: Neei. Ja. Jú að vissu leiti.

Barn 3: Ætlarðu að koma og lesa fyrir okkur?
H.Þ.: Já. Kem eftir smá stund. Er að klára soldið í tölvunni.

   (17 af 21)  
1/11/03 19:00

Þarfagreinir

Þessa sögu þekkja margir. Djöfull öfunda ég þig ekki af því að eiga krakka. Svona barnleysingjar og einstæðingar eins og ég eiga alveg nógu erfitt með þessa fíkn.

1/11/03 19:00

Nornin

Ég er orðin forfallin. Dreymdi Baggalút í nótt... er til meðferð við þessu?

1/11/03 19:00

Órækja

Lækningin er til, en hún hefur því miður mun meiri og verri aukaverkanir en sjúkdómurinn svo fáir sækjast eftir henni.

1/11/03 19:01

Golíat

Það er hægt að gera margt verra við tímann en að hanga á Baggalút.

1/11/03 19:01

Nornin

Já sennilega... en þegar þetta hamlar hugsunum manns um aðra hversdagslegir hluti þá er það slæmt! Líka held ég að maður þurfi pásu þegar maður sér svið þegar fólk framkvæmir eitthvað! Stóð mig að því um daginn!

1/11/03 19:01

Vamban

Baggalútur er eina almennilega löglega dópið. Spurning um að tölvuvæða alla eldriborgara landsins og færa þeim Baggalút sem lyf við kvillum sínum.

1/11/03 19:01

Skabbi skrumari

Þetta er raunsönn lýsing Hildisþorsti... óhugnalega raunsönn...

1/11/03 19:01

Tigra

Já.. úff.. ég ætti t.d. að vera að skrifa ritgerð núna...

1/11/03 19:01

Ísis

Þetta var mjög hugljúf saga sem snerti mig djúpt *sniff sniff*.
Ég verð að vera sammála þér, þetta er mjög ávanabindandi. Það er ekki gott að fá Baggafíknina...hef heyrt að hún sé verri en nokkur önnur fíkn.
Sjálf byrjaði ég fyrir 2 dögum, og jah...ef þið kíkið á hvað ég er komin með margar baunir, þá sjáiði.
Ég er viss um að ég falli á Prófinu fyrir þetta...

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.