— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/04
Góður þráður

Hugleiðingar mínar um hvað geri þráð góðann. <br /> Ath. þetta er mitt sjónarhorn.

Að mörgu skal huga þegar þráður er dæmdur. Þræðir geta skiptst í marga flokka, s.s. skemmtilega þræði, úrvals þræði, ómerkilega þræði og leiðinlega þræði. Að mínu mati er góður þráður eins og góð bók, eða fyrir þá sem lesa ekki mikið af bókum, eins og gott lag eða vísa eða hvað annað. Þráðurinn er einskonar klassík, jafnvel hægt að lesa hann aftur og aftur.
Fyrst og fremst er það staðsetning þráðarins. Besti þráðurinn á spjallborði hxxx.is stenst til dæmis engan veginn samanburð við þann lélegasta á spjallborði hins göfuga Baggalúts.
Héðan í frá verður gengið út frá því að allir þræðir á hxxx séu lélegir. Auk þess mun ég skrifa um þræði miðað við þá reynslu sem undirritaður hefur af spjallborðamenningu (sú reynsla einskorðast við Gestapó).
Það fyrsta sem vekur áhuga á þræði er auðvitað nafn hans. Nafnið þarf að vekja forvitni lesanda svo hann taki til að lesa hann. Nafnið þarf ekki endilega að vera háð ákveðinni lengd eða öðru, en þó eru ákveðin orð sem eru óneitanlega góð í heiti þráðar, t.d. kóbalt eða SKÁL.
Fyrir suma getur svo skipt máli hver frummælandinn er, en þar sem það skiptir mig yfirleitt ekki máli ætla ég ekki að skrifa mikið um það.
Fyrsta innleggið skiptir þó verulegu máli. Það verður að gefa kosta á góðum umræðum, hvort sem þær eru gáfulegar eða ekki. Til gáfulegra umræðna gætu t.d. talist umræður í Vísindaakademínunni, en aðrar ekki jafn gáfulega gætu t.a.m. verið sumir leikjanna á leikjasvæðunum. Þó ber að varast að stimpla ekki-jafn-gáfulega-þræði sem verri þræði, eða öfugt. Ég hef yfirleitt gaman af báðum gerðum.
Í kjölfarið af upphafsinnleggi þurfa að svo koma góðar umræður. Umræðurnar þurfa ekki endilega að spanna fleiri tugi síðna og stundum getur það jafnvel verið verra ef þráður vex of hratt því þá getur reynst erfitt að fylgjast með því sem fer fram. Það er þó merki um að þráðurinn sé góður ef hann telur nokkrar síður, enda mundi varla nokkur nenna að eyða tíma á leiðinlegum þræði.
Mér finnst það merki um að þráður sé góður ef hann er gamall en samt enn í fullu fjöri (eða a.m.k. ekki alveg útkulnaður) eins og sumir laumupúkaþræðir. Og svo eru sumir þræðir, eins og Hvað dettur þér í hug II, sem halda alltaf áfram.
Góðan þráð er hægt að lesa aftur seinna, þar eru oft hnyttnar athugasemdir, frumlegar hugmyndir eða jafnvel bardagar <minnist Blástakks>.
Góður þráður býr yfir mörgum eiginleikum sem ómögulegt væri að telja upp í einu svona félagsriti og ekki síst vegna hve fólk er misjafnt. Það sést einna skýrast á anganvísunum hinna ýmsu Gestapóa. Ég leyfi mér að fullyrða að engir tveir Gestapóar hafa nákvæmlega sama lista anganvísanna. Ég hugsa því að það sé ómögulegt að semja algilda uppskrif að góðum og vinsælum þræði. Eitt er þó víst, inni í allri þráðaflórinni hlýtur að leynast eitthvað gott, hvers vegna værum við annars hér.

   (1 af 33)  
1/11/04 05:00

Don De Vito

Það segir sig auðvitað sjálft að allar umræður sem ég byrja eru undantekningarlaust snilldarþræðir. [Bíður eftir samþykki frá öðrum Gestapóum]

1/11/04 05:00

Nafni

Að sjálfsögðu...

1/11/04 05:01

Ívar Sívertsen

Mínir þræðir eru án vafa eitthvert mesta bull sem sést hefur utan heyrst hefur!

1/11/04 07:00

Glúmur

Gott rit þetta, anganvísanir þínar verða heimsóttar oftar af mér í framtíðinni. Því ef það er einhver sem ég treysti til að dæma um gæði þráðar þá er það Ég Sjálfur.

1/11/04 08:02

Ég sjálfur

Takk fyrir það.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.