— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Pistlingur - 10/12/03
Ólympíuleikar fatlaðra.

Sitjandi blak og fleira.

Settist niður og horfði á ólympíuleka fatlaðra í gær. Meðal atburða var blak þar sem allir keppendur í hvoru liði sátu. Ég hugsaði með mér að þetta væri flokkur lamaðra eða eitthvað álíka, en eftir því sem leið á leikinn tók ég eftir því að flestir keppendur notuðu fæturna til þess að ýta sér eftir gólfinu og þegar hrynan var búin stóðu bara allir upp og löbbuðu burt.
Þetta finnst mér yfirmáta undarlegt, hvers vegna nota íþróttamennirnir ekki fæturna til að standa á ef þeir geta það?
Þetta var nú aðeins einn af þeim fjölmörgu atburðum sem bara að líta. Til dæmis var keppt í körfubolta í hjólastólum, sem er alls ekki eins leiðinlegt og margur gæti haldið, tvíliðaleik í pingpong og fleira og fleira.
Þegar ég ætlaði svo að fara að horfa á þennan mikla íþróttaviðburð áðan komst ég að því að rúv hefur ákveðið að ólympíuleikar fatlaðra séu ekki nógu merkilegt sjónvarpsefni fyrir landan.
Nú er ég illa svikinn og vona að rúv átti sig á því fyrir næstu ólympíuleika að fatlað afreksfólk er ekki síðra en það sem er ekki fatlað og þeir sýni einnig frá ólympíuleikum fatlaðra að fjórum árum liðnum.

   (30 af 33)  
Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.