— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/04
Þankakorn í prófatörn

Smá varðandi svefn

Nú er prófamánuður í skólum landsins, með tilheyrandi álagi o.fl.
Sumir eiga víst mjög erfitt með svefn á þessum erfiðu tímum sökum stress eða prófkvíða. Þessu hef ég ekki kynnst og sef þessa dagana eins og ungabarn, líkt og aðra mánuði ársins. Ég vil votta samúð mína til þeirra sem eiga við þetta að stríða, megi þeir sofa vel og lengi að prófum loknum.
En það var annað sem ég var að velta fyrir mér varðandi svefninn og sér í lagi það að sofna. Það reynist mér oft erfitt að sofna á vorin vegna þess hvað það er alltaf hreint bjart í herberginu mínu. Sama hvort dregið sé frá eða fyrir gluggana. Og svo er það ekki betra sem bíður mín þegar ég vakna. Sólin er þá búin að grilla herbergið mitt frá sólarupprás, hitastigið vel yfir meðalgufubaði.
Svo er það déskotans „fyrirsvefnsdraumar“. Það kemur oft fyrir mig að ég er að festa svefn og byrjaður að dreyma eitthvað skemmtilegt. Þá, allt í einu, dett ég killiflatur í draumnum og hrekku upp með tilheyrandi látum, spennist allur upp og næ svo varla að sofna aftur.
Svo var það eitthvað eitt annað álíka um það að sofna en ég er alveg búinn að steingleyma því. Það verður bara að hafa sinn gang.
Í lokin vil ég svo óska þeim sem enn eru í prófum góðs gengis og skamma alla hina sem eru búinr að liggja á lútnum. Mín bíða 14 síður af ólesnu efni. Skamm.

   (9 af 33)  
5/12/04 16:02

Furðuvera

Það er gjörsamlega óþolandi að vakna við eitthvað í miðjum skemmtilegum draumi! Gjörsamlega óþolandi!

5/12/04 16:02

Furðuvera

Og mín bíður líka próflestur. Oj bara.

5/12/04 16:02

Ég sjálfur

Góða skemmtun.

5/12/04 16:02

Furðuvera

Sömuleiðis.

5/12/04 16:02

Isak Dinesen

Ég tek undir þessar samúðarkveðjur.

Og gott að fá þig aftur Ég sjálfur.

5/12/04 17:01

Þarfagreinir

Ég kannast við það leiða fyrirbæri að sumarsólin rugli svefninum. En svefn minn er reyndar alltaf ruglaður, þannig að það er ekkert svo hræðilegt.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.