— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/04
Einnota

Sumir hlutir eru einfaldlega bestir þegar þeir eru nýjir.

Já, sumir hlutir eru bara bestir nýjir. Hér ætla ég að nefna nokkur dæmi um slíka hluti.

[listi] [atriði]Tannburstar; brakandi ferskir úr búðinni, stíf hárin þrífa hverja einustu óhreinindaörðu af tönnunum og skilja eftir seg fallegt bros [/atriði]
[atriði]Sængurföt; það þykir mér að minnsta kosti. Þegar maður skiptur um á rúminu er það alltaf flöffí, sængin þykk og góð o.s.frv. En eftir 2-4 daga er eins og sægin falli saman og rúmiði verður hálf fúlt. [/atriði]
[atriði]Sokkar; alltaf bestir glænýjir. Mjúkir og góðir. [/atriði]
[atriði]Raftæki; þegar þetta drasl fer að bila eða þegar nýrri gerðir af samskonar tæki koma og það sem maður á verður úrelt. [/atriði]
[atriði]Ýmis fatnaður; kannski ekki algilt, t.d. þarf stundum að ganga skó eilítið til. En það er nú samt alltaf gaman að vera í flunkunújum fötum. [/atriði]
[atriði]Brandarar; þá á ég við það þegar maður heyrir sama brandarann aftur og aftur og aftur og... [/atriði][/listi]

Og svo mætti lengi telja, kannski bæti ég við þetta einhverntíman seinna ef mér dettur eitthvað fleira í hug.

   (12 af 33)  
3/12/04 21:02

Lómagnúpur

Net eru best ný.

3/12/04 21:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Því trúi ég.

3/12/04 21:02

albin

Nýjungar... þurfa að vera nýjar...

3/12/04 22:00

Sundlaugur Vatne

Tannburstar: Bestir þegar þeir hafa lagað sig að tönnunum og þekkja orðið hverja misjöfnu.
Sængurföt: Best nýþvegin og þurrkuð á útisnúrum.
Sokkar: Best að setja þá í þurrkara og leggja þá svo á ofninn kvöldið áður en á að nota þá. Það er svo gott að fara í heita sokka.
Skór: Fyrst góðir þegar búið er að ganga þá svo vel til að það er kominn tími til að fara með þá til skóarans. Ég er ekki feiminn við að láta gera við skó sem mér líkar við. Ég held að Bruno Magli skórnir mínir hafi heimsótt skósmiðinn þrisvar sinnum.
Raftæki: Klassísk raftæki s.s. Bang & Olufsen hljómflutningstæki eru bara tímalaus djásn. Ég nýt græjanna minna þar sem þær hanga uppi á vegg betur en Kjarvals-málverksins.
Brandarar: Góðs saga er aldrei of oft sögð né góð (klám)vísa of oft kveðin

3/12/04 22:01

Ég sjálfur

Þetta endurspeglar bara mína skoðun. Gott að aðrir eru með aðrar hugmyndir.

3/12/04 22:01

Isak Dinesen

Nokkuð mun vera til í þessu öllu saman. En varðandi sokkana skilst mér að bráðsnjallt sé að nota mýkingarefni í þvottavélina til að líkja eftir þessum áhrifum. Að minnsta kosti er það gefið í skyn í auglýsingum um slík efni.

3/12/04 23:01

Ég sjálfur

Það er allt hægt...

3/12/04 23:01

voff

Bjór þarf helst að vera nýr eða nýlegur.

3/12/04 23:01

Júlía

Hjartanlega sammála þér með tannbursta og sængurver. Fátt jafnast á við að leggjast undir sæng með ilmandi og nýþvegnu sængurveri, helst útiþurrkuðu.

3/12/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Kaffi er bezt nýtt.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.