— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/04
Get ég aðstoðað?

Eitthvað sem mér þykir alltaf svolítið skemmtielgt.

Maður stendur í biðröð í búð. Þegar svo loksins kemur að honum spyr afgreiðslumanneskjan: „Get ég aðstoðað?“
Við hverju býst manneskjan? Auðvitað hlýtur hún að geta aðstoðað. Ég veit ekki til þess að fólk geri það sér til gamans að standa í biðröðum í búðum en vilja svo ekki neitt. Hefur afgreiðslumanneskja einhverntíman lennt í því að viðskiptavinurinn segji: „Nei, alls ekki. Röðin virkaði bara svo skemmtilega að ég ákvað að skella mér í hana.“ eða „ Nei, ég er bara mikið fyrir biðraðir.“
Ég held ekki.
Þetta er nú annars mjög skiljanlegt. Þetta er svona eins og afgreiðslumanneskjan sé að bjóða mann velkominn. Svona kurteisi við viðskiptavininn. Ég vildi bara koma þessu frá mér, þetta er svolítið aulalegt, en þó á skemmtilegan og kurteisislegan hátt.

   (14 af 33)  
3/12/04 13:02

Tigra

Ég hef raunar lent í því.. við vinnu mína við afgreiðslustörf... að loksins kom röðin að manneskjum sem voru búnar að standa í röðinni í drykklanga stund.
Þá segi ég að vana: "Get ég aðstoðað?"
Þá hlupu þær upp til handa og fóta: "Hey já! Hvað eigum við að fá okkur?" og þá fóru manneskjurnar að skoða hvað væri til og ákveða hvað þær vildu fá.
Svo ég noti nú góða íslensku: KOMMON!
Þið hljótið að geta notað tímann í fjandans biðröðinni til að ákveða ykkur!

3/12/04 13:02

Hakuchi

Ég hef tekið eftir því að afgreiðslufólk þarf stundum að sýna gríðarlega þolinmæði. Þess vegna hef ég ávallt borið talsverða virðingu fyrir slíkum störfum (þ.e. þeir sem sinna þeim vel).

Sjálfur myndi ég varla endast í meir en 5 mínútur í slíku starfi, myndi örugglega verða sendur í tukthúsið fyrir að lemja einhvern vitleysinginn.

3/12/04 14:00

Vamban

Mér finnst skemmtilegast þegar ég er að láta afgreiða mig þegar afgreiðslufólkið endurtekur undantekningarlaust það sem ég bað um.

3/12/04 14:00

Stelpið

Alveg finnst mér líka fáránlegt að kassafólkinu í 10-11 er núna skylt að spyrja: ,,Fannstu allt sem þig vantaði?" þegar það afgreiðir mann... ef maður finnur ekki hlutina getur maður alveg spurt sjálfur!
Og það er ekki eins og þessi forritaði frasi hafi einhverja merkingu, ef ég skyldi skyndilega svara: ,,Nei, ég fann ekki tannkremið" á þá starfsmaðurinn að hlaupa af kassanum og ná í það fyrir mig á meðan fólk bíður fyrir aftan mig í biðröð?
Auðvitað er það gott þegar afgreiðslufólk sinnir starfi sínu vel og er kurteist en ég held að þessir átómatísku frasar séu engan veginn rétt leið.
Sérstaklega fyndið þegar ég var nýbúin að spyrja starfsmann hvort ákveðin vara væri til og hann komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki... svo er hann á kassanum og afgreiðir mig 1 mínútu seinna og spyr svo hvort ég hafi fundið allt sem mig vantaði...?

3/12/04 14:00

Vímus

Ég hreinlega vorkenni fólkinu í 10-11. Nær undantekningalaust svarar kúnninn Ha? Ég hef spurt sama strákinn 4-5 sinnum Hvað sagðirðu?

3/12/04 14:00

Hermir

Ég fann ekki allt í þessu félagsriti sem mig vantaði... getur þú aðstoðað?

3/12/04 14:02

Ívar Sívertsen

Nei, ég fann ekki allt sem mig vantaði. Hvar ertu með hárgelið? - svarið kom að bragði: þaddéggi! (útleggst sem það veit ég ekki) - ég hváði og spurði hvort slyttið við kassann ætlaði ekki að finna það fyrir mig fyrst það var að ómaka sig við að spyrja og þá gargaði eyminginn: SIIIGGGGGIIIIII...

3/12/04 15:01

Ég sjálfur

Og svo heldur afgreiðslufólk of áfram að bjóða góðan DAGINN laaangt fram á kvöld. Kostulegt.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.