— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/04
Er að

„[i]Ég er ekki að sjá að þetta gangi[/i].“ Er þetta ekki óþarfa langt og óþjált? Væri ekki mikið fallegra að segja bara „[i]Ég sé ekki að þetta gangi[/i]“

Ég hef tekið eftir því undanfarið að þetta innskot, ef mætti orða það svo, hefur rutt sér til rúms í hinni íslensku tungu. Þetta þykir mér óþarfa orðhengilsháttur.
Þetta er ekki einungis ljótt heldur er þetta líka bara algjörlega ónauðsynlegt og boðskapur setningarinnar kemst alveg á framfæri þó þessu er að sé sleppt. Ég hélt að flest tungumál miði að því að verða einfaldari í sniðum, t.d. hvað varðar stafsetningu, en þetta, sem ég hef bara nýlaga farið að taka eftir og jafnvel séð á prenti, er alls ekki til einföldunar. Það að skjóta eilíft er að inn í setningar á ótrúlegustu stöðum er að mínu mati slæmur ávani.
Það versta er nú samt eiginlega að maður missir þetta líka sjálfur út úr sér.
Ég skora því hér með á aðra gesti hér á Baggalúti að varast þessa óþörfu lengingu og benda öðrum á hvað þetta er í raun og veru óþarft og fer bara leiðinlega í okkar fallega máli.

   (18 af 33)  
2/12/04 05:02

Þarfagreinir

Ég er ekki alveg að sjá punktinn.

2/12/04 05:02

Steinríkur

Einmitt.
Ég er ekki að fíla það þegar fólk er að tala svona.

2/12/04 05:02

Ég sjálfur

Ha? Eruð þið sammála eða?

2/12/04 05:02

Þarfagreinir

Ég held að ég sé að vera sammála þessu já.

2/12/04 05:02

Limbri

Ég er ekki að vera sammála ... uss, ljótt var það.

Augljós óþarfi, en þó hafa málflúr oft þótt skemmtileg viðbót. Þetta er líklega bara móðins núna og hverfur fljótt ef þetta á ekki heima í málflóru Frónbúa.

-

2/12/04 05:02

feministi

2/12/04 06:01

Kuggz

Ég er að mynda mér skoðun á þessu... mér finnst þú vera að gera úlfalda úr mýflugu.

2/12/04 06:02

Vímus

Ég er þessu algjörlega sammála og meira en það. Ég vil nota tækifærið og minna á ofnotkun orðsins "að." Ef að, sem að og þegar að." Ef að hann sem að ég hitti þegar að" Ekki beint fallegt, eða hvað?
Hljómar ekki betur að segja? Ef konan sem ég hitti, þegar ég...?

2/12/04 06:02

feministi

Ef að ég er ekki að ná þessu...

2/12/04 06:02

B. Ewing

Ég tala... gott Ísland!

Annars eru til fleiri ambögur í bæði rituðu máli og talmáli sem eru óþarfa orðalengingar. Gott dæmi er fólk sem segir oft "hérna" eða "sko" að óþörfu. Þessi viðvörun fær hjá mér að mjakast aðeins ofar á listann um varasamar skriftir en flokkast því miður ekki í fremsstu röð. Takk samt.

2/12/04 07:00

Ég sjálfur

Og auðvitað „Þú'st“ sem ég hef heyrt að þýði „Þú veist“. Það hefur lengi verið ofnotað.

2/12/04 07:01

Sundlaugur Vatne

Þörf orð, Þú Sjáfur. Þetta er náttúrulega beygingarflótti. Með því að nota handfylli hjálparsagna kemst fólk upp með það að nota allar aðrar sagnir í nafnhætti. Vont mál.

2/12/04 07:01

Barbapabbi

Þörf er umræðan og góð, spornum við flatnesku í tungutaki.

2/12/04 01:00

Lopi

"Ég er ekki að sjá að þetta gangi" finnst mér miklu betra. "Ég sé ekki að þetta gangi" hljómar eins og maður sé að ganga í lausu lofti.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.