— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Nýtt Prince Polo?

Tja... Nú veit ég ekki.

Álpaðist til að kaupa mér þetta nýja Prince Polo sem var að koma á markaðinn. Utan á pakkanum stóð svo "Meira súkkulaði" og þar sem mér þykir súkkulaði gott hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Eftir að hafa smakkað á stykkinu komst ég að því að aukið magn súkkulaðis er sama og ekkert, breytingarnar eru, að mér finnst, lítið meira en breyting á lögum stykkisins. Ekki get ég þó sagt að þær séu til ama, nú er betra að bíta í stykkið þar sem það er mjórra og maður á þar af leiðandi auðveldara með að koma því upp í sig.
Þessar breytingar finnast mér eigi miklar, en hefur ó ætíð fundist Prince Polo gott og gef því þess vegna fjórar stjörnur. Ekki skemmdi svo fyrir að í sumar þegar búiðr voru að losa sig við gömlu gerðina hríðlækkaði verðið á því og stórt stykki fékkst á 40 krónur eða minna.
Fyrir þá sem fannst gamla gerðin góð en hafa ekki (af einhverjum ástæðum) þorað að smakka á hinni nýju get ég fullyrt að hún er eigi síðri. Prince Polo stendur alltaf fyrir sínu.

   (27 af 33)  
31/10/03 07:00

bauv

auðvitað það er gott

31/10/03 07:01

Golíat

Það er ekki spurning að Prins Póló er ekki aðeins ákaflega þjóðlegt heldur er það með eindæmum ljúffengur biti. Borðist með td 1/2 ltr af dæet kók - aldeilis stórgott. Annars er nýja gerðin lítið síðri þeirri eldri, en altaf eru nú svona breitingar erfiðar og virka ákaflega illa á taugakerfi mitt og sálarlíf.

31/10/03 07:01

Hakuchi

Að drekka diet kók eru föðurlandssvik. Kók og Prins er hin ginnheilaga tvenna þjóðlegrar sælgætismenningar.

Annars hef ég aldrei sætt mig við 'nýja' Prinsinn. Ég stend fastur á því að Pólóinu hafi verið breytt um leið og það var kapítalistavætt og sett í 'markaðsvænni' umbúðir snemma á 10. áratugnum. Pólóið varð einhvern veginn aðeins losaralegra í sér og þurrara, ef svo má skrifa.

31/10/03 07:01

Hilmar Harðjaxl

Reyndar færðu minna fyrir peninginn núna, Prins Pólóið sem var áður 40 gr er nú 38. En ekki krónu ódýrara.

31/10/03 07:01

Júlía

Mér finnst nýja Prins Pólóið full lítið. Gamla var passlega stórt, maður gat jafnvel fengið af sér að gefa ástvinum sínum helminginn af því (þó aðeins ef sérlega vel lá á manni). Pakkningarnar verði líka sífellt ljótari. Brúnu stjörnurnar á gyllta fletinum voru langflottastar.

31/10/03 07:01

Mosa frænka

Þessa þróun líst mér ekkert á. Fyrst pakkningarnar á Kaffi Súkkulaði breyttar og nú sjálft Pólóið? Er ekkert heilagt?

31/10/03 07:02

Skabbi skrumari

æji, gamla prinsið var langbest, í munstraða glanspappírnum...það var þykkara og bragðbetra, menn þurfa að vera gamlir til að muna eftir því...

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.