Frétt — Spesi — 1. 11. 2001
Íslenskur blađamađur veginn á Ítalíu
Íslandsvinurinn don Gianluigi

Hagsmunaráđ borgarinnar Palermo á Sikiley, Interesti Nostri, hefur ákveđiđ ađ láta myrđa íslenska blađamanninn Fárnýju Nönnu Diđryksdóttur fyrir grein sem hún skrifađi eftir heimsókn til Palermo. Samkvćmt upplýsingum forstöđumanns ráđsins, Don Gianluigi Sampiero, verđur Álfheiđur Hanna drepin fyrir grein sem hún skrifađi eftir tólf daga dvöl í Palermo og birt var í Morgunblađinu en í greininni ţykir henni hafa tekist ađ draga upp mjög sanna mynd af íbúum og menningu Palermo. "Hún veit hreinlega of mikiđ", sagđi Don Gianluigi sposkur á svip. "Viđ höfum rćtt viđ íslenska sendiráđiđ og ţar á bć fullvissuđu menn okkur um ađ ţetta mun ekki valda neinum brestum í milliríkjsamstarfinu", bćtti hann viđ og saug upp í nefiđ.

Fárný Nanna verđur líflátin viđ hátíđlega athöfn í fornu klaustri í Palermo 17. nóvember. Fyrr um kvöldiđ mun hún halda banjótónleika á vegum stofnunarinnar Arte' Muerta.

Tilkynning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum frćđum

Í anda ţess ţegar Bandaríkjastjórn breytti nafni franskra kartaflna í "Frelsiskartöflur" hefur nú veriđ ákveđiđ ađ enskur morgunverđur skuli héđan í frá heita "Skítalabbatjallaógeđiskornflex"

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
Frétt — Númi Fannsker — 31. 10. 2001
Krafa um ađ viđskiptavinir Smáralindar tali íslensku
Nemendur ásamt kennara sínum

Sú krafa hefir nú veriđ gerđ af leynilögreglu Smáralindar, ađ viđskiptavinir verslunarmiđstöđvarinnar tali óađfinnanlega íslensku. Viđskiptavinir munu ţreyta íslenskupróf viđ innganginn og í kjölfariđ verđa "tossarnir" sendir á ţriggja vikna námskeiđ. Ţeir sem ná 8.5 á stafsetningarprófi fá hinsvegar inngöngu, ađ ţví tilskildu ađ ţeir nái sömu einkunn í hljóđfrćđi- og merkingarfrćđiprófum. Ađ sögn Adolfs Guđmundssonar, yfirmanns leyniţjónustu Smáralindar (SS Íslands ehf.) og formanns átaksverkefnisins "hreint land - fagurt land", er krafa ţessi gerđ af illri nauđsyn: "Viđ tókum eftir ţví ađ ţágufallssýki var veruleg međal viđskiptavina okkar, auk ţess sem nokkuđ bar á eignarfallsflótta. Eitthvađ hefir einnig boriđ á útlendingum í húsinu, sem viđ viljum eđlilega upprćta. Viđ getum einfaldlega ekki bođiđ starfsfólki okkar upp á ţvílíkt ástand". Ađ sögn Adolfs skulu viđskiptavinir einnig bera á sér löggild skilríki og vera reiđubúnir ađ framvísa ţeim, hvar sem ţeir eru staddir.

Frétt — Númi Fannsker — 30. 10. 2001
Egill Helgason valinn
Er Egill ađ meikađa?

Hársápuframleiđandinn Wella tilkynnti í dag ađ sjónvarpsmađurinn og kyntákniđ Egill Helgason, hefđi veriđ valinn Wellaandlit ársins. Egill mun kynna nýja línu fyrirtćkisins "Curl and Blow" sem er vćntanleg á markađ snemma á nćsta ári. "Ég sendi ţeim nokkrar myndir af mér í gegnum Módelsamtökin fyrir nokkrum árum og ţeim leist svona vel á ţetta. Fyrst um sinn mun ég eingöngu koma fram í sjónvarps- og útvarpsauglýsingum til ađ kynna vöruna en í framtíđinni er hugmyndin sú ađ ég taki ţátt í tískusýningum og sölusýningum víđsvegar um heiminn. Ég er ýkt spenntur, enda lengi veriđ draumur minn ađ vinna sem fyrirsćta, eđa allt síđan ég gekk til liđs viđ Módelsamtökin áriđ 1982", sagđi Egill.

Frétt — Enter — 30. 10. 2001
Fölsuđ mjólk
Hluti fölsuđu vörunnar

Lögreglan í Hafnarfirđi gerđi í dag upptćka 14.000 lítra af falsađri mjólk, sem fannst í vöruhúsi nálćgt kvartmílubrautinni.

"Um var ađ rćđa 10.000 lítra af geita- og kindamjólk og eitthvađ af öđrum mjólkurvörum - allt mjög vel gert, greinilega fagmenn ađ verki."

Grunsemdir vöknuđu hjá starfsmanni matvöruverslunar ţegar honum barst sending af mjólk. Svo virđist sem falsararnir hafi ćtlađ sér um of ţegar ţeir útbjuggu falsađar einslítraumbúđir fyrir rjóma. "Mér fannst ţetta dálítiđ grunsamlegt, auk ţess sem dálítiđ var um stafsetningarvillur á fernunum, en MS er sem kunnugt er međ dálítiđ málverndarátak," sagđi Hermar Vilhjálmsson, tómatsósurađari og íslenskufrćđingur í samtali viđ Baggalút.

Máliđ telst upplýst.

Tilkynning frá Herjólfi

Ég er hćttur ađ elska.

Kv.
H

Frétt — Enter — 30. 10. 2001
Atli tilbúinn í slaginn
Atli og dr. Hress í tjáningartíma

Atli Eđvaldsson skrifađi í dag undir samning viđ KSÍ um ađ hann verđi landsliđsţjálfari til ársins 2004, eđa fram yfir undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Ćtti ţađ ađ tryggja ađ fjárútlát til utanlandsferđa liđsins verđi í lágmarki ţví lagt er upp međ ađ liđiđ tapi öllum leikjum á tímabilinu.

Atli sagđist vel í stakk búinn ađ halda áfram međ liđinu, en hann hefur undanfariđ hlotiđ leiđsögn í raddbeitingu og stjórntćkni hjá ţekktum austurískum málara sem rekur lítiđ heilsuhćli, "Dr. Hress' Gesellschaft für Gesundheitswissenschaften" skammt austur af Vín.

Frétt — Númi Fannsker — 29. 10. 2001
Allrasíđasti Móhíkaninn fundinn
Bjarni Móhíkani

Svo virđist sem einhvers misskilnings hafi gćtt um afdrif Móhíkanaćttbálksins, sem heilu bćkurnar hafa veriđ skrifađar um. Í sumum frásagnanna af bálki ţessum hefur ţví veriđ lýst hvurnig síđasti Móhíkaninn geispađi golunni vestur í Ameríku.

Nú hafa ćttfrćđingarnir og brćđurnir Örn og Örlygur Einarssynir svipt hulunni af raunverulegum afdrifum ćttbálksins. Samkvćmt rannsóknum ţeirra fluttist Móhíkanafjölskylda til Íslands um aldamótin 1800. Ţeim var ţá gert ađ skipta um nöfn, sem ţau gerđu og tóku upp nöfnin: Bjarni, Ţuríđur og Ásmundur. Ţau settust ađ í V-Húnavatnssýslu og ađlöguđust allfjótt íslensku samfélagi og menningu. Afkomandi ţeirra er Bjarni Bjarnason (oft nefndur Móhíkani), pípulagningameistari úr Hveragerđi, og mun hann vera síđasti Móhíkaninn skv. ţeim Erni og Örlygi:
"Međ hjálp ćttfrćđiforritsins Grjóna hefir okkur tekist ađ hafa upp á allrasíđasta Móhíkananum. Viđ fengum reyndar hugmyndina ţegar viđ sáum mynd af Bjarna, ţar sem ćttareinkenniđ leyndi sér ekki, en ţetta sérkennilega skallaafbrigđi er ađeins ađ finna hjá Móhíkönum".

Bjarni hefur veriđ lítiđ upp á kvenhöndina í gegnum tíđina og á ţví enga afkomendur, hann hyggst ţó leita réttar síns og endurheimta veiđilendur forfeđra sinna í Húnavatnssýslunni, "sem hvíti mađurinn sölsađi undir sig, en ţar voru Danir í fararbroddi", segir Bjarni Bjarnason, allrasíđasti Móhíkaninn.

Frétt — Enter — 29. 10. 2001
Scramban falsađur?
Falsađ verk

Umfređur Kristjánsson forvörđur sagđi í gćr ađ málverk, sem sagt var eftir Rafn Th. Scramban málara og selt sem slíkt á vegum Gallerís Lakkrís áriđ 1997, vćri greinilega ekki eftir listamanninn. Verkiđ var ágreiningsefni í "Klessumálinu" svokallađa, meiđyrđamáli sem eigendur Gallerís Lakkrís unnu gegn blađamanni Baggalúts, sem dregiđ hafđi í efa ađ málverkiđ vćri eftir Scramban.

Ţetta sagđist Umfređur geta fullyrt eftir ađ hafa skođađ málverkiđ. Sagđi hann greinilegt ađ hér vćri um ljósrit ađ rćđa og ţađ fremur lélegt.

Starfsmenn Gallerís Lakkrís vildu fátt um máliđ segja, en sögđust ţó hafa haldbćrar sannanir fyrir ţví ađ Scramban hefđi ljósritađ verkiđ sjálfur og ţví vćri ţađ tćknilega séđ hans höfundarverk.

Lokađ vegna vörutalningar

Litla-Hraun

Frétt — Enter — 28. 10. 2001
Sóđaskapur
Landsmenn gera sitt besta til ađ taka til, en ţađ gengur erfiđlega

Undanfariđ hefur nokkuđ boriđ á ţví ađ allskyns drasli sé fleygt úr flugvélum sem fljúga yfir Afganistan (sem er fjölmennt ríki í Asíu). Í samtali viđ Baggalút sagđi Ibn Sigfússon: "Ţetta hófst fyrir u.ţ.b. mánuđi, en flugumferđ hefur aukist gríđarlega yfir landinu síđan - sennilega vegna einhverra nýrra samninga. Svo virđist sem ţetta fólk líti á landiđ sem einhvers konar ruslakistu - viđ erum ađ finna matarleifar og alls kyns óţverra í gulum ruslapokum út um allt. Ţetta er náttúrulega óţolandi."

Ibn taldi jafnvel ađ einhverjar skemmdir hefđu orđiđ á mannvirkjum vegna ţessa, en efađist um ađ slys hefđu orđiđ á mönnum. "...engu ađ síđur verđur ţessu ađ linna, ţurfum viđ ađ bíđa eftir ţví ađ einhver slasi sig til ađ mennirnir sjái ađ sér?"

Frétt — Enter — 25. 10. 2001
Vandi smábátaflotans leystur?
Skip ađ veiđum á Tjörninni

Sjávarútvegsráđherra hefur gefiđ út yfirlýsingu ţess efnis ađ kvótalitlum smábátum sé heimilt ađ veiđa utan kvóta í Reykjavíkurtjörn.

Nokkrir smábátaeigendur gripu tćkifćrinu fagnandi og hófu veiđar ţegar í stađ. "Ţetta er búiđ ađ vera helvíti lélegt í dag, brćla og leiđindi, en viđ erum bjartsýnir og munum reyna annars stađar á svćđinu strax í fyrramáliđ," sagđi Ellert Hergrímsson, sem hóf veiđar upp úr hádegi í dag.

Ađspurđur um hvort einhvern fisk sé ađ hafa í tjörninni sagđi Árni M. Mathiesen: "Viđ höfum sterkar vísbendingar um góđan árgang af marfló á svćđinu." Ţess má geta ađ Hafrannsóknastofnun vinnur nú ađ skýrslu um svćđiđ en ţađ hefur fram ađ ţessu veriđ lítiđ nýtt til veiđa.

"...svo er aldrei ađ vita nema viđ sleppum nokkrum laxaseiđum útí, svona fyrir jólin," bćtti Árni viđ sposkur á svip.

Frétt — Kaktuz — 25. 10. 2001
Bavíani verđur stórmeistari í skák
Gólan í stuđi.

Einstakur atburđur átti sér stađ í síđasta mánuđi ţegar afrískur bavíani ađ nafni Gólan sigrađi á sterku skákmóti í Vín í Austurríki. Međ sigrinum uppfyllti hann skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins fyrir stórmeistaratitli. Gólan sigrađi í öllum skákum sínum og var međ langflesta vinninga ađ keppni lokinni.

Ađspurđur sagđi fjölmiđlafulltrúi Sambandsins ađ árangur Gólans sýndi enn og aftur ađ skákíţróttin vćri opin öllum vitsmunaverum, en stutt er síđan konur fóru ađ hasla sér völl á ţeim vettvangi.

Ekki eru ţó allir jafn ánćgđir međ árangur Gólans. Ónefndur stórmeistari sem fréttastofa Baggalúts náđi tali af, ađ afstöđnu mótinu í Austurríki sagđi: „Svo virđist sem eigandi apans hafi ţjáfađ hann til ađ ráđast á andstćđinga sína reyni ţeir ađ hreyfa viđ nokkrum manni á borđinu. Enginn keppandi ţorđi annađ en ađ gefast strax upp ellegar falla á tíma eftir ađ hafa séđ hvernig skrímsliđ lék fyrsta andstćđing sinn.“

Ekki náđist í Gólan viđ gerđ ţessarar fréttar.

Frétt — Spesi — 24. 10. 2001
Af hverju hata ţeir okkur?

Bernharđ Harđarson heldur í dag fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands um heimsmynd Fćreyinga í Hátíđarsal, Ađalbyggingu. Ţar verđur velt upp spurningunni sem brennur mjög á Íslendingum um ţessar mundir: "Af hverju hata ţeir okkur?" Fjallađ verđur um hugtakiđ "spćligleđi" og kannađ hvernig og í hvađa tilgangi ţessu hugtaki var beitt á 20. öld. Ţá verđur rćtt um hvađa leiđir eru fýsilegar til ađ sporna viđ frekari hryđjuverkum Fćreyinga á íslenskri grund.

        1, 2, 3 ... 380, 381, 382, 383  


§ ÚR SAFNI BAGGALÚTS:
ÚR SAFNI — 3. 12. 2001 — Númi Fannsker

Nýleg rannsókn viđ guđfrćđideild háskólans í Norrköpping, hefir leitt í ljós ađ lćknar eru í raun hálfguđir og ţví vissara …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 2. 5. 2002 — Númi Fannsker

10. bekkingar luku nú á dögunum samrćmdum prófum og af ţví tilefni flykktust ţeir til hátíđahalda víđsvegar um land. Baggalútur …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 22. 11. 2007 — Númi Fannsker

„Mađur og rćkja - tvenna sönn og ein,“ er yfirskrift fyrirlestrar frćđimannsins B. G. Skúlasonar sem haldinn verđur í anddyri …

»MEIRA

LESBÓK — Enter — Dagbók
 
LESBÓK — Enter — Sálmur
 
ÚR SAFNI — 28. 11. 2010 — Myglar

Mikiđ magn leyniskjala hefur veriđ birt á vef Alţingis Íslands. Um er ađ rćđa lagafrumvörp, ţingsályktunartillögur, skýrslur, fyrirspurnir og rćđur, …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 19. 2. 2012 — Enter

Konudagurinn er haldinn hátíđlegur á mörgum íslenskum heimilum í dag. Ţá fá íslenskir karlmenn sér konu, oftar en ekki međ …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 9. 6. 2004 — Myglar

Barnfóstra hefur veriđ ráđin á stjórnarheimliđ, sökum ćgilegs óţekktarkasts forsćtisráđherra upp á síđkastiđ. Korniđ sem fyllti mćlinn var ţegar slettist …

»MEIRA

LESBÓK — Enter — Dagbók
 
LESBÓK — Númi Fannsker — Dagbók
 
ÚR SAFNI — 27. 4. 2006 — Enter

Dagmar Ingi Jóhannsson, frjótćknifrćđingur, var í dag valinn andlit vetrarbrautarinnar - og er um leiđ fyrsti jarđarbúinn sem hlýtur ţennan …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 7. 10. 2005 — Enter

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerđi í morgun húsleit hjá ráđgjafafélaginu Himnum Limited, sem er í eigu stjúpfeđganna Guđs Vignis Almáttugs og Jesúsar …

»MEIRA

ÚR SAFNI — 6. 2. 2002 — Myglar

Örvhentur tónlistarmađur, Stephan Knitzmann, samdi nú í vikunni síđasta lag í heimi. Frćđimenn á sviđi tónlistar hefur lengi grunađ ađ …

»MEIRA