Frétt — Enter — 26. 4. 2002
Nýtt hljóðfæri samþykkt
Ezra með Skrúmbuna.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ákveðið að samþykkja, til reynslu, nýtt hljóðfæri sem Ezra Guðbjarnason, pípari, hefur hannað og kallar Skrúmbu.

"..þetta er í raun blásturshljóðfæri, nema maður þarf ekki að blása heldur snýr maður túðu hérna á endanum - heldur fast um þennan enda, togar örlítið og sleppir svo hér!" sagði Ezra um leið og hann sýndi fjölmiðlum hljóðfærið.

Þá lék hann brot úr lagi eftir Pál Ísólfsson - og var hljómurinn vægast sagt ... öðruvísi.

Ezra vonast til að hljóðfærið verði prófað á tónleikum fljótlega en enn er verið að sannfæra óbóleikarana um að skipta yfir í Skrúmbuna.

Innritun hafin!

Í allar deildir.
Konunglega tónlistarakademían í Grindavík.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: