„Ég er bara sjúkur maður, í hvert einasta skipti sem ég sé hana eða heyri vitnað í hana fyllist ég einhverskonar … girnd. Ég bara stenst hana ekki,“ segir Pálmi Pálmason, en hann er yfir sig ástanginn af sjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Ljóst er að hann er illa haldinn af slæmri þráhyggju, munalosta og skjalablæti. Svo rammt kveður að þessari áráttu að hann hefur fengið á sig nálgunarbann og má ekki koma nær skránni en 100 metra — hvorki útprentuðum eintökum, einstökum greinum og tilvitnunum, né heldur á netinu.
En hvað þykir honum þá um mögulegar breytingar á stjórnarskránni? „Það væri fáheyrt! Hvers vegna að breyta einhverju sem er fullkomið? Ég meina, þú myndir ekki fikta eitthvað í Mónu Lísu … í það minnsta ekki áður en þú næðir henni með þér heim.“
Fakír
óskar eftir að komast í kynni við reyklausa, geðprúða konu á fertugsaldri. þarf að hafa reynslu af nálastungum og nokkuð sterkar taugar.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.