Frétt — Enter — 28. 11. 2014
Stenst ekki stjórnarskrána
Mađurinn ásamt fyrrum unnustu sinni, gamalli rómverskri rollu.

„Ég er bara sjúkur mađur, í hvert einasta skipti sem ég sé hana eđa heyri vitnađ í hana fyllist ég einhverskonar … girnd. Ég bara stenst hana ekki,“ segir Pálmi Pálmason, en hann er yfir sig ástanginn af sjórnarskrá íslenska lýđveldisins.

Ljóst er ađ hann er illa haldinn af slćmri ţráhyggju, munalosta og skjalablćti. Svo rammt kveđur ađ ţessari áráttu ađ hann hefur fengiđ á sig nálgunarbann og má ekki koma nćr skránni en 100 metra — hvorki útprentuđum eintökum, einstökum greinum og tilvitnunum, né heldur á netinu.

En hvađ ţykir honum ţá um mögulegar breytingar á stjórnarskránni? „Ţađ vćri fáheyrt! Hvers vegna ađ breyta einhverju sem er fullkomiđ? Ég meina, ţú myndir ekki fikta eitthvađ í Mónu Lísu … í ţađ minnsta ekki áđur en ţú nćđir henni međ ţér heim.“

Fakír

óskar eftir ađ komast í kynni viđ reyklausa, geđprúđa konu á fertugsaldri. ţarf ađ hafa reynslu af nálastungum og nokkuđ sterkar taugar.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
Nýjustu fréttir: