Sérsveitir Mjólkursamsölunnar hafa rökstuddan grun um að framleiðsla á vítamínbættum bláberjamysingi fari fram á heimili í Grafarholti.
Hyggst MS bregðast hart við og hefja tafarlausar, skefjalausar og linnulausar loftárásir á framleiðandann, uppgjafa bóndakonu á sextugsaldri — og koma þannig í veg fyrir að varan komist í almenna dreifingu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag.
„Frumkvæði verður ekki liðið, hvernig svo sem það bragðast!“ sagði lautinant í MS sveitunum í snörpu viðtali við Baggalút um málið.
Auglýsing!
Tapast hefir rauður hestur, 5 vetra gamall, vakur og töltgengur með marki: sneitt af h., fjöður fr. v. Þeir sem kynnu að verða varir við þennan hest, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það undirrituðum hið allra fyrsta.
Hemmi.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.