Frétt — Enter — 6. 10. 2014
MS hyggst hefja loftárásir á sjálfstæðan mysingsframleiðanda í nótt
Sérsveitir MS eru auðþekkjanlegar, og þá einkum á lyktinni.

Sérsveitir Mjólkursamsölunnar hafa rökstuddan grun um að framleiðsla á vítamínbættum bláberjamysingi fari fram á heimili í Grafarholti.

Hyggst MS bregðast hart við og hefja tafarlausar, skefjalausar og linnulausar loftárásir á framleiðandann, uppgjafa bóndakonu á sextugsaldri — og koma þannig í veg fyrir að varan komist í almenna dreifingu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag.

„Frumkvæði verður ekki liðið, hvernig svo sem það bragðast!“ sagði lautinant í MS sveitunum í snörpu viðtali við Baggalút um málið.

Auglýsing!

Tapast hefir rauður hestur, 5 vetra gamall, vakur og töltgengur með marki: sneitt af h., fjöður fr. v. Þeir sem kynnu að verða varir við þennan hest, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það undirrituðum hið allra fyrsta.

Hemmi.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: