„Ég segi, ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru, niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar!“ segir einhver náungi með fáránlegt bindi og spyr hvort Ísland ráði yfir höfuð við að halda úti aukaeyjaklösum með tilheyrandi útgjöldum undan strönd landsins.
„Getur 320 þúsund manna þjóð verið með bæjarstjóra út um allar trissur? Getur hún verið með sjálfstæðisfélög með tilheyrandi bakkelsiskostnaði? Getur hún verið með eyjar í byggð, þar sem alltaf er rok? Getum við þetta? Getum við verið með frumstætt veiðimannasamfélag sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðar í útgerðir til þess eins að niðurgreiða úrelt fréttablöð fyrir sunnan? Við erum 320 þúsund manns!“
Gefins!
Nokkrir pokar af regnvatni. Á sama stað fæst einnig gefins talsvert af mosa.
A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.