Gríðarleg gleði braust út í dvergríkinu Íslandi þegar í ljós kom að þjóðin vann loks eitthvað — eða réttara sagt, tapaði ekki — þegar EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu alræmda.
Fólk hefur streymt út á götur, safnast fyrir á bílasölum, brennt gamla úrelta flatskjái og sönglað sigursöngva á borð við Evrópa er fáviti!, Áfram Ísland!, Ísland, ég elska þig! og Óli er æði!
Ofsóttir Evrópusinnar hafa leitað skjóls í holræsum og sendiráðum og svokallaðir samningssinnar hafa flúið háðsglósur og ofsóknir upp á hálendið.
Sérstakt ICESAVE-lokapartí verður í höfuðstöðvum Landsbankans í kvöld, og fram eftir vikunni.
Gamlárspartý
hjá okkur. Allir velkomnir. Óli & Dorritt.
BYOB!
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.