Guð almáttugur, athafnaskáld og skapari, er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Himnaríki sendi frá sér í morgun.
Að sögn Guðs ákvað hann að drífa bara í þessu, fyrst krakkarnir voru farnir að heiman og Eurovision hátíðin framundan.
Þá kveðst hann líka orðinn hundleiður á þessu sífellda hommatali í einhverjum trúarnötturum og dómsdagsspámönnum - og viljað stinga aðeins upp í þá, eins og hann orðaði það.
Til sölu!
Vegna flutninga: Þvagleggur (2 m, gagnsætt plast), stómapoki (4 lítra - sem nýr) og reiðhjólapumpa (þarfnast viðgerða). Tilboð óskast. Áhugasamir snúi sér til afgreiðslu.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.