Frétt — Enter — 22. 2. 2011
V.I.P. partýi aflýst
Óli var búinn að kaupa partýdressið fyrir helgina.

Ólafur Ólafíuson, betur þekktur sem Óli partý, hefur ákveðið að aflýsa árlegu V.I.P. partýi sínu, sem hann hugðist halda í yfirgefnum frystitogara skammt fyrir utan borgarmörkin.

Þangað höfðu boðað komu sína allar mikilvægustu manneskjur þjóðarinnar, ásamt heimsþekktum partýljónum og stuðpinnum á borð við Brad Pitt, Lady Gaga, Gaddafi, Danadrottningu og Tony Danza.

Því miður stangaðist tímasetningin þó á við fyrirhugað bleikjuteiti Lilju Ingibjargar og Hildar Lífar á Grensásvegi – og því sá Ólafur sér ekki annað fært en að fresta veisluhöldunum um óákveðinn tíma – enda „einfaldlega ekki hægt að keppa við svona einstæðan viðburð í partýmenningarsögunni“.

Ertu að opna kirkju?

Eigum í miklu úrvali hempur, kerti, krossa, altari og orgel.
Minnum einnig á vinsælu prestaleiguna okkar.
Kirkjuval – Garðatorgi.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: