Íslenskur vísindamaður hefur sótt um allnokkra styrki til að framkvæma það sem hann kallar „Þjóðarhrun í þyngdarleysi“.
Með þessu vill hann endurskapa íslenska efnahagshrunið við kjöraðstæður og af vísindalegri nákvæmni. Segist hann sannfærður um að ekki séu öll kurl komin til grafar, enda neitar hann að trúa því að „eitthvað sem er jafn uppblásið af lofti geti fallið jafn auðveldlega til jarðar“.
Af þeim 1.436 styrkumsóknum sem maðurinn skilaði inn vegna verkefnisins hafa aðeins Pokasjóður og Menningarsjóður félagsheimila séð ástæðu til að svara – í báðum tilvikum neikvætt.
Gefins
Leðurblaka. Kassavön og kelin.
A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.